Erlent

Segist á „vissan hátt“ vera verkamaður

Samúel Karl Ólason skrifar
„Verkamaðurinn“ Donald Trump stígur út úr einkaþyrlunni sinni á golfvellinum sínum í Skotlandi.
„Verkamaðurinn“ Donald Trump stígur út úr einkaþyrlunni sinni á golfvellinum sínum í Skotlandi. Vísir/Getty
Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann liti á sig sem verkamann. Að vissu leyti. Hann sagðist vera stoltur af meðferð sinni á verkamönnum sem hafa unnið hjá honum. Netverjar eru ekki sammála.

Donald Trump, sem ólst upp á óðalsetri í New York, hefur sagt að viðskiptaferill hans hafi hafist með „smáu einnar milljóna dala láni“ frá föður sínum. Þar að auki er hann talinn hafa erft um 40 milljónir frá föður sínum. Hann tók yfir rekstri verktakafyrirtækis fjölskyldunnar þegar hann var 28 ára gamall.

Netverjar eru vægast sagt ekki sammála Trump. Leikarinn George Takei sagði það að Trump kallaði sig verkamann vera sambærilegt því að Takei kallaði sig kvennagull. Takei er samkynhneigður. Aðrir hafa einnig bent á gamlar myndir af Trump þar sem hann er umvafinn gulli.

Hillary Clinton hefur einnig tjáð sig um ummælin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.