Erlent

Obama tjáir sig um myndbandið af Trump: „Þetta er ekki rétt“

Anton Egilsson skrifar
Barack Obama er ekki ánægður með ummæli Trumps..
Barack Obama er ekki ánægður með ummæli Trumps.. Vísir/EPA
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur nú tjáð sig um myndbandið umdeilda sem Washington Post birti af Donald Trump á föstudag. CNN fjallar um málið.

„Þú þarft ekki að vera eiginmaður eða faðir til að heyra það sem við öll heyrðum fyrir nokkrum dögum og segja 'þetta er ekki rétt'. Þú þarft bara að vera venjuleg manneskja til að segja að þetta sé ekki rétt.“ sagði Obama í ræðu sem hann hélt í Norður-Karolínu.  

Í myndbandinu sést Trump ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. Stærði hann sig meðal annars af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær þar sem hann væri „stjarna“. 

Málið hefur komið ansi illa við Trump en í kjölfar þess að myndbandið kom út hafa frammámenn í Repúblikanaflokknum ákveðið að draga stuðning sinn við Trump til baka


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×