Chris Brown handtekinn fyrir að miða byssu á konu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 07:43 Chris Brown. vísir/getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Brown var handtekinn í gær eftir að lögreglan hafði setið um hús hans í Los Angeles í nokkra klukkutíma. Lögreglan fór á staðinn þar sem kona að nafni Baylee Curran hafði hringt eftir hjálp og sagt Brown hafa miðað á sig byssu þar sem hún var gestkomandi heima hjá rapparanum. Þegar lögreglu bar að garði í gær neitaði Brown að hleypa þeim inn. Því þurfti lögreglan að afla sér húsleitarheimildar hjá dómara sem orsakaði umsátursástandið við hús hans. Á meðan lögregla sat um hús hans var Brown innandyra og setti myndbönd á samfélagsmiðilinn Instagram þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu og sagði ásakanarnir á hendur sér ósannar. Að því er fram kemur í frétt BBC á Brown að hafa miðað byssu á Curran eftir að hún hafði að skoða skartgripi vinar Brown sem einnig var í heimsókn hjá honum. Maðurinn með skartgripina hafi allt í einu orðið reiður, sagt henni að fara og þá hafi Brown dregið upp byssuna, að sögn Curran. Ekki löngu eftir að Brown var handtekinn tísti lögmaður hans því að söngvarinn væri laus úr haldi lögreglu og bætti við að ásakanirnar á hendur honum væru algjörlega rangar. Það er þó ekki ljóst hvort að Brown hefur verið kærður fyrir það sem honum er gefið að sök og hafi verið látinn laus gegn tryggingu. Brown er einn þekktasti rappari Bandaríkjanna en hann gaf út sína fyrstu plötu 16 ára gamall. Hann náði fljótt miklum vinsældum og hefur meðal annars hlotið Grammy-verðlaun fyrir bestu hip hop-plötuna en árið 2009 má segja að hann hafi verið á allra vörum eftir að hann réðst á þáverandi kærustu sína, söngkonuna Rihönnu. Hann játaði glæpinn, var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi og til þess að sinna samfélagsþjónustu auk þess sem hann átti að leita sér hjálpar vegna ofbeldisins. Síðan hefur Brown nokkrum sinnum aftur komist í kast við lögin. Hér fyrir neðan má sjá myndböndin af Instagram sem Brown setti inn í gær. A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:07am PDT A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:16am PDT A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:22am PDT Tengdar fréttir Umsátur um heimili Chris Brown Tónlistarmaðurinn er sakaður um að hafa miðað vopni á konu. 30. ágúst 2016 16:15 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Brown var handtekinn í gær eftir að lögreglan hafði setið um hús hans í Los Angeles í nokkra klukkutíma. Lögreglan fór á staðinn þar sem kona að nafni Baylee Curran hafði hringt eftir hjálp og sagt Brown hafa miðað á sig byssu þar sem hún var gestkomandi heima hjá rapparanum. Þegar lögreglu bar að garði í gær neitaði Brown að hleypa þeim inn. Því þurfti lögreglan að afla sér húsleitarheimildar hjá dómara sem orsakaði umsátursástandið við hús hans. Á meðan lögregla sat um hús hans var Brown innandyra og setti myndbönd á samfélagsmiðilinn Instagram þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu og sagði ásakanarnir á hendur sér ósannar. Að því er fram kemur í frétt BBC á Brown að hafa miðað byssu á Curran eftir að hún hafði að skoða skartgripi vinar Brown sem einnig var í heimsókn hjá honum. Maðurinn með skartgripina hafi allt í einu orðið reiður, sagt henni að fara og þá hafi Brown dregið upp byssuna, að sögn Curran. Ekki löngu eftir að Brown var handtekinn tísti lögmaður hans því að söngvarinn væri laus úr haldi lögreglu og bætti við að ásakanirnar á hendur honum væru algjörlega rangar. Það er þó ekki ljóst hvort að Brown hefur verið kærður fyrir það sem honum er gefið að sök og hafi verið látinn laus gegn tryggingu. Brown er einn þekktasti rappari Bandaríkjanna en hann gaf út sína fyrstu plötu 16 ára gamall. Hann náði fljótt miklum vinsældum og hefur meðal annars hlotið Grammy-verðlaun fyrir bestu hip hop-plötuna en árið 2009 má segja að hann hafi verið á allra vörum eftir að hann réðst á þáverandi kærustu sína, söngkonuna Rihönnu. Hann játaði glæpinn, var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi og til þess að sinna samfélagsþjónustu auk þess sem hann átti að leita sér hjálpar vegna ofbeldisins. Síðan hefur Brown nokkrum sinnum aftur komist í kast við lögin. Hér fyrir neðan má sjá myndböndin af Instagram sem Brown setti inn í gær. A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:07am PDT A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:16am PDT A video posted by 1 YOU ❤️ 2 HATE (@chrisbrownofficial) on Aug 30, 2016 at 9:22am PDT
Tengdar fréttir Umsátur um heimili Chris Brown Tónlistarmaðurinn er sakaður um að hafa miðað vopni á konu. 30. ágúst 2016 16:15 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Umsátur um heimili Chris Brown Tónlistarmaðurinn er sakaður um að hafa miðað vopni á konu. 30. ágúst 2016 16:15