Erlent

Merkel gagnrýnir Brexit-áætlanir May

Atli Ísleifsson skrifar
Angela Merkel.
Angela Merkel. Vísir/AFP
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Evrópusambandið verði að standa vörð um það að frjálst flæði verkafólks sé órjúfanlegur hluti hins sameiginlega markaðar.

AFP greinir frá því að Merkel hafi þar verið að bregðast við ræðu Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sem hún flutti fyrir samflokksmenn sína og sagðist vilja samkomulag Bretlands og ESB sem fæli í sér fullan aðgang breskra fyrirtækja að innri markaði ESB, en að Bretar myndu sjálfir stjórna flæði innflytjenda.

May hefur sagt að bresk stjórnvöld muni beita 50. grein Lissabon-sáttmálans fyrir marslok 2017, sem kemur af stað tveggja ára ferli sem lýkur með útgöngu Bretlands úr sambandinu.

Merkel segir að reglurnar verði að vera eins fyrir alla. „Ef við segjum að frjálst flæði fólks sé ekki tengt sameiginlega markaðnum, munu allir í Evrópu byrja að gera það sem þeim sýnist.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×