Kannabismarkaður Kristjaníu rifinn niður eftir árásina Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. september 2016 07:00 Íbúar Kristjaníu rífa niður kannabissölubása á Pusher-stræti. Nordicphotos/AFP Íbúar fríríkisins Kristjaníu í Danmörku rifu í gær kannabissölubása á Pusher-stræti, göngugötu sem fræg er fyrir opna sölu kannabisafurða. Lögregla kallaði á fimmtudag eftir slíkum aðgerðum í kjölfar skotárásar á strætinu. 25 ára bosnískættaður Dani skaut þá tvo lögreglumenn og einn ferðamann. Árásarmaðurinn lést af sárum sínum í gær en eftir að hann flúði vettvang hafði lögregla upp á honum, til skothríðar kom og varð árásarmaðurinn fyrir skoti. Annar lögreglumannanna liggur enn á gjörgæslu. Danska ríkissjónvarpið (DR) sýndi frá því þegar um þúsund íbúar Kristjaníu mættu á Pusher-stræti með sagir, borvélar og kúbein til þess að taka sölubásana niður. Risenga Manghezi, talsmaður íbúa, sagði í samtali við DR að niðurrifið væri mikilvægt. „Það er mikilvægt að gera þetta í dag og hugsa til særða lögreglumannsins. En við getum því miður ekki tryggt að básar sem þessir rísi ekki á ný,“ sagði Manghezi. „Við getum ekki tryggt að básarnir rísi ekki á ný. Til þess þörfnumst við hjálpar frá öllum Dönum. Ef þið styðjið Kristjaníu þá hættið þið að kaupa kannabisið ykkar hér,“ segir í fréttatilkynningu sem Manghezi sendi út í gær. Þar fordæmir hann einnig kannabismarkaðinn og segir hann glæpsamlegan, enda er sala á kannabisi ólögleg í Danmörku. Hulda Mader, annar talsmaður íbúa, sagði í viðtali við DR að mjög fáar reglur giltu í Kristjaníu. „Ein þeirra er engin vopn. Önnur er ekkert ofbeldi. Þessi árás var kornið sem fyllti mælinn,“ sagði Mader. „Það voru allt of margir básar og allt of margir utanaðkomandi seljendur sem við þekktum ekki. Þeir voru grímuklæddir og Kristjanía skipti þá engu máli,“ bætti Mader við. Talsmenn Amaq, áróðursdeildar hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, sögðu árásarmanninn í gær hafa verið einn af hermönnum þeirra. Lögregla hafði áður greint frá því að sönnunargögn bentu til þess að maðurinn væri fylgjandi málstað Íslamska ríkisins, þó væri ósannað að það væri orsök árásarinnar. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Íbúar fríríkisins Kristjaníu í Danmörku rifu í gær kannabissölubása á Pusher-stræti, göngugötu sem fræg er fyrir opna sölu kannabisafurða. Lögregla kallaði á fimmtudag eftir slíkum aðgerðum í kjölfar skotárásar á strætinu. 25 ára bosnískættaður Dani skaut þá tvo lögreglumenn og einn ferðamann. Árásarmaðurinn lést af sárum sínum í gær en eftir að hann flúði vettvang hafði lögregla upp á honum, til skothríðar kom og varð árásarmaðurinn fyrir skoti. Annar lögreglumannanna liggur enn á gjörgæslu. Danska ríkissjónvarpið (DR) sýndi frá því þegar um þúsund íbúar Kristjaníu mættu á Pusher-stræti með sagir, borvélar og kúbein til þess að taka sölubásana niður. Risenga Manghezi, talsmaður íbúa, sagði í samtali við DR að niðurrifið væri mikilvægt. „Það er mikilvægt að gera þetta í dag og hugsa til særða lögreglumannsins. En við getum því miður ekki tryggt að básar sem þessir rísi ekki á ný,“ sagði Manghezi. „Við getum ekki tryggt að básarnir rísi ekki á ný. Til þess þörfnumst við hjálpar frá öllum Dönum. Ef þið styðjið Kristjaníu þá hættið þið að kaupa kannabisið ykkar hér,“ segir í fréttatilkynningu sem Manghezi sendi út í gær. Þar fordæmir hann einnig kannabismarkaðinn og segir hann glæpsamlegan, enda er sala á kannabisi ólögleg í Danmörku. Hulda Mader, annar talsmaður íbúa, sagði í viðtali við DR að mjög fáar reglur giltu í Kristjaníu. „Ein þeirra er engin vopn. Önnur er ekkert ofbeldi. Þessi árás var kornið sem fyllti mælinn,“ sagði Mader. „Það voru allt of margir básar og allt of margir utanaðkomandi seljendur sem við þekktum ekki. Þeir voru grímuklæddir og Kristjanía skipti þá engu máli,“ bætti Mader við. Talsmenn Amaq, áróðursdeildar hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, sögðu árásarmanninn í gær hafa verið einn af hermönnum þeirra. Lögregla hafði áður greint frá því að sönnunargögn bentu til þess að maðurinn væri fylgjandi málstað Íslamska ríkisins, þó væri ósannað að það væri orsök árásarinnar.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila