Grindvíkingar eru í góðum málum í Inkasso-deildinni eftir flottan útisigur á Ásvöllum í kvöld, Keflvíkingar unnu endurkomusigur á HK og Huginn vann Austfjarðaslaginn á sigurmarki rétt fyrir leikslok.
Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan.
Grindavík vann 4-0 sigur á Haukum á Ásvöllum þar sem Alexander Veigar Þórarinsson átti stórleik. Alexander Veigar skoraði tvö mörk sjálfur og lagði síðan upp hin tvö.
Einar Orri Einarsson afgreiddi HK með því að skora tvö síðustu mörk leiksins í 3-2 heimasigri Keflvíkinga á HK. Hákon Ingi Jónsson skoraði tvö mörk á fyrstu átján mínútunum og kom HK tvisvar yfir.
Einar Orri jafnaði metin á 68. mínútu og skoraði síðan sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok.
Stefán Ómar Magnússon tryggði Huginn 1-0 sigur á Fjarðabyggð í Austfjarðarslagnum þegar hann skoraði eina mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok.
Grindavíkurliðið er í öðru sæti deildarinnar með þremur stigum meira en Keflavík sem er komið upp í þriðja sætið. Huginn komst upp úr neðsta sætinu með sigrinum í kvöld.
Úrslit og markaskorarar úr 1. deild karla í kvöld
Huginn - Fjarðabyggð 1-0
1-0 Stefán Ómar Magnússon (86.).
Haukar - Grindavík 0-4
0-1 Alexander Veigar Þórarinsson (3.), 0-2 Juan Manuel Ortiz Jimenez (17.), 0-3 Andri Rúnar Bjarnason (46.), 0-4 Alexander Veigar Þórarinsson (64.).
Keflavík - HK 3-2
0-1 Hákon Ingi Jónsson (2.), 1-1 Magnús Þórir Matthíasson (13.), 1-2 Hákon Ingi Jónsson (18.), 2-2 Einar Orri Einarsson (68.), 3-2 Einar Orri Einarsson (88.).
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá fótbolti.net og úrslit.net.
Alexander Veigar með stórleik í stórsigri Grindavíkur | Úrslitin í Inkasso
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti

