Erlent

Górilla skotin eftir að drengur féll í gryfju í dýragarði

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/EPA
Starfsmenn dýragarðs í Cincinnati í Bandaríkjunum skutu górillu til bana í gær eftir að ungur drengur hafði fallið ofan í górillugryfjuna. Eftir að drengurinn féll um þrjá metra ofan í gryfjuna dró górillan hann í vatni á botni gryfjunnar. Talið er að drengurinn hafi ekki slasast og muni ná sér að fullu.

Myndband náðist af atvikinu þar sem sjá má górilluna Harambe, sem er 17 ára, draga drenginn. Górillan réðst ekki á drenginn, en starfsmenn dýragarðsins töldu hann vera í lífshættu. Tvær kvenkyns górillur voru einnig í gryfjunni, en þær reyndu ekki að nálgast drenginn.

Samkvæmt BBC segir framkvæmdastjóri dýragarðsins að starfsmennirnir hafi bjargað lífi drengsins. 

Harambe fæddist í dýragarði í Texas en var fluttur til Cincinnati árið 2014. Starfsmenn dýragarðsins lokuðu górillugryfjunni eftir atvikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×