Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, hefur náð tólf prósentustiga forskoti á keppinaut sinn, Donald Trump, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar á vegum ABC News.
Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton stuðnings 50 prósenta kjósenda á meðan Trump nýtur stuðnings 38 prósenta. Önnur ný skoðanakönnun sem gerð var á vegum sjónvarpsstöðvarinnar CNN sýnir ekki ósvipaðar niðurstöður en þær voru á þá leið að Clinton nyti stuðnings 48 prósenta þjóðarinnar.
Clinton hefur sótt í sig veðrið undanfarnar vikur. Allar þrjár kappræður frambjóðendanna tveggja hafa þegar farið fram og þykir Clinton hafa staðið sig öllu betur en Trump á þeim vettvangi. Gott gengi hennar í kappræðunum ásamt birtingu hneykslanlegs myndbands sem tekið var af Donald Trump árið 2005 kann að skýra aukningu á fylgi hennar.
Sjá einnig: Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton
Gengið verður til forsetakosninga í Bandaríkjunum þann 8. nóvember næstkomandi. Hillary Clinton sagði á fundi í Norður-Karólínu í dag að henni þætti sennilegt að Trump muni ekki samþykkja niðurstöðurnar, færu þær á þann veg að hann myndi tapa.
„Hann sagði svolítið sem enginn forsetaframbjóðandi hefur sagt áður,“ sagði Clinton á fundinum, „hann neitaði að lýsa því yfir að hann myndi virða niðurstöður þessarar kosningar og er það ógn við lýðræðið.“
Forskot Clinton komið í 12 prósent

Tengdar fréttir

Clinton í basli með ásýnd sína
Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði fyrst kvenkyns forseti Bandaríkjanna.

Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum
Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post.

Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton
Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember.

Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka
Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt.