Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. október 2016 08:04 Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. vísir/epa Donald Trump forsetaframbjóðandi segist ekki ætla að sætta sig við úrslitin ef hann tapar í forsetakosningunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að úrslitunum verði hagrætt í þágu mótframbjóðanda síns, Hillary Clinton. Trump var spurður hvort hann muni una niðurstöðunni ef Clinton ber sigur úr býtum í kosningunum, í síðustu sjónvarpskappræðunum fyrir forsetakjörið í nóvember. Svar hans var einfalt; Það verði einfaldlega að koma í ljós hvort hann muni una niðurstöðunni. Innan við þrjár vikur eru í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, en þær fara fram 8. nóvember næstkomandi. Fylgi Trump hefur dalað töluvert að undanförnu, annars vegar eftir að myndskeið birtist af honum tala með niðrandi hætti um konur og hins vegar eftir að hópur kvenna steig fram og greindi frá kynferðisbrotum af hans hálfu. Báðir frambjóðendur leggja nú allt sitt í baráttuna og gáfu þau ekkert eftir í kappræðunum í nótt, þrátt fyrir að kappræðurnar hefðu meira og minna einkennst af frammíköllum og rifrildum. Frambjóðendurnir tveir neituðu jafnframt að takast í hendur við upphaf og lok kappræðnanna. Trump var í tvígang spurður að því hvort hann muni virða úrslitin ef Clinton vinnur kosningarnar, en fátt var um svör. Clinton sagði ásakanir hans um meinta hagræðingu úrslitanna alvarlegar, enda sé hann að tala niður lýðræði landsins. Stóryrði fengu að fjúka í kappræðunum í nótt þar sem Trump kallaði Clinton „andstyggilega konu“ og Clinton sagði Trump strengjabrúðu Pútíns Rússlandsforseta. 'Þú ert strengjabrúðan,' svaraði Trump, eftir að Clinton sagði hann strengjabrúðu. 'Andstyggileg kona,' sagði Trump um Clinton, sem lét orð hans lítið á sig fá. Kappræðurnar í heild. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Donald Trump forsetaframbjóðandi segist ekki ætla að sætta sig við úrslitin ef hann tapar í forsetakosningunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að úrslitunum verði hagrætt í þágu mótframbjóðanda síns, Hillary Clinton. Trump var spurður hvort hann muni una niðurstöðunni ef Clinton ber sigur úr býtum í kosningunum, í síðustu sjónvarpskappræðunum fyrir forsetakjörið í nóvember. Svar hans var einfalt; Það verði einfaldlega að koma í ljós hvort hann muni una niðurstöðunni. Innan við þrjár vikur eru í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, en þær fara fram 8. nóvember næstkomandi. Fylgi Trump hefur dalað töluvert að undanförnu, annars vegar eftir að myndskeið birtist af honum tala með niðrandi hætti um konur og hins vegar eftir að hópur kvenna steig fram og greindi frá kynferðisbrotum af hans hálfu. Báðir frambjóðendur leggja nú allt sitt í baráttuna og gáfu þau ekkert eftir í kappræðunum í nótt, þrátt fyrir að kappræðurnar hefðu meira og minna einkennst af frammíköllum og rifrildum. Frambjóðendurnir tveir neituðu jafnframt að takast í hendur við upphaf og lok kappræðnanna. Trump var í tvígang spurður að því hvort hann muni virða úrslitin ef Clinton vinnur kosningarnar, en fátt var um svör. Clinton sagði ásakanir hans um meinta hagræðingu úrslitanna alvarlegar, enda sé hann að tala niður lýðræði landsins. Stóryrði fengu að fjúka í kappræðunum í nótt þar sem Trump kallaði Clinton „andstyggilega konu“ og Clinton sagði Trump strengjabrúðu Pútíns Rússlandsforseta. 'Þú ert strengjabrúðan,' svaraði Trump, eftir að Clinton sagði hann strengjabrúðu. 'Andstyggileg kona,' sagði Trump um Clinton, sem lét orð hans lítið á sig fá. Kappræðurnar í heild.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira