Leggja mikla áherslu á að Brexit sé ekki upphaf endaloka ESB Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2016 23:55 Frá fundi leiðtoganna í dag. vísir/getty Útganga Breta úr Evrópusambandinu markar ekki upphafið að endalokum þess segja þau Angela Merkel Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu og Francois Hollande, Frakklandsforseti. Þau hittust á fundi á Ítalíu í dag til að ræða þá stöðu sem ESB er í vegna þess að Bretar hafa ákveðið að yfirgefa sambandið, en þetta er annað skiptið sem leiðtogarnir hittast eftir Brexit. „Margir töldu að Evrópusambandið væri búið að vera eftir Brexit en svo er ekki,“ sagði Renzi á blaðamannafundi og bætti við: „Við virðum auðvitað val Breta en við þurfum að skrifa næsta kafla. Evrópa eftir Brexit mun endurvekja okkar öflugu hugmyndir um einingu og frið, frelsi og drauma.“ Renzi tók á móti Merkel og Hollande á herflugvellinum í Napólí áður en hann fór með þau til eyjunnar Ventotene þar sem þau lögð blóm á leiði Altiero Spinelli en hann er talinn vera einn af upphafsmönnum hugmyndarinnar um að hægt væri að sameina Evrópu. Spinelli var andvígur fasistastjórninni á Ítalíu sem réði þar ríkjum þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði. Hann var því fangelsaður ásamt öðrum hugsjónamanni, Ernesto Rossi, og saman skrifuðu þeir Ventotene-yfirlýsinguna þar sem þeir hvetja til þess að ríki Evrópu stofni með sér einhvers konar samband til að berjast gegn þjóðernishyggjunni sem leiddi til seinni heimsstyrjaldarinnar. Heimsókn leiðtoganna þriggja var því mjög táknræn. Hollande varaði einmitt við því í dag að þrátt fyrir að ríki Evrópu þyrftu að auka öryggi sitt og berjast af öllum krafti gegn íslömskum öfgamönnum þá mætti þjóðernishyggjan ekki ná yfirhöndinni í álfunni. Þá minntist Merkel þess að Evrópusambandið hefði verið stofnað eftir einhverja dimmustu tíma sem álfan hefði séð. Nú þyrftu ríki Evrópu hins vegar að vinna saman enda stæðu þau frammi fyrir miklum áskorunum varðandi það að styrkja ytri og innri landamæri, auka hagvöxt og skapa störf fyrir ungt fólk. Brexit Tengdar fréttir Lofar því að ríkissjóður styrki þau verkefni sem ESB styrkti áður Philip Hammond fjármálaráðherra Bretlands heitir því að ríkissjóður landsins muni styrkja þau verkefni í Bretlandi sem Evrópusambandið styrkti áður. 13. ágúst 2016 10:45 Atvinnuleysi í Bretlandi minnkar í kjölfar Brexit Einnig minnkaði atvinnuleysi í landinu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júní en nýjustu tölur eru fyrir júlímánuð. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið minna í ellefu ár og er nú 4,91 prósent. 18. ágúst 2016 04:00 Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Meðalhúsnæðisverð í London hefur lækkað um 155 þúsund krónur á dag frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Ný skýrsla frá Morgan McKinley sýnir að nýjum störfum í breska fjármálageiranum hafi fækkað um 12 prósen 11. ágúst 2016 08:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Útganga Breta úr Evrópusambandinu markar ekki upphafið að endalokum þess segja þau Angela Merkel Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu og Francois Hollande, Frakklandsforseti. Þau hittust á fundi á Ítalíu í dag til að ræða þá stöðu sem ESB er í vegna þess að Bretar hafa ákveðið að yfirgefa sambandið, en þetta er annað skiptið sem leiðtogarnir hittast eftir Brexit. „Margir töldu að Evrópusambandið væri búið að vera eftir Brexit en svo er ekki,“ sagði Renzi á blaðamannafundi og bætti við: „Við virðum auðvitað val Breta en við þurfum að skrifa næsta kafla. Evrópa eftir Brexit mun endurvekja okkar öflugu hugmyndir um einingu og frið, frelsi og drauma.“ Renzi tók á móti Merkel og Hollande á herflugvellinum í Napólí áður en hann fór með þau til eyjunnar Ventotene þar sem þau lögð blóm á leiði Altiero Spinelli en hann er talinn vera einn af upphafsmönnum hugmyndarinnar um að hægt væri að sameina Evrópu. Spinelli var andvígur fasistastjórninni á Ítalíu sem réði þar ríkjum þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði. Hann var því fangelsaður ásamt öðrum hugsjónamanni, Ernesto Rossi, og saman skrifuðu þeir Ventotene-yfirlýsinguna þar sem þeir hvetja til þess að ríki Evrópu stofni með sér einhvers konar samband til að berjast gegn þjóðernishyggjunni sem leiddi til seinni heimsstyrjaldarinnar. Heimsókn leiðtoganna þriggja var því mjög táknræn. Hollande varaði einmitt við því í dag að þrátt fyrir að ríki Evrópu þyrftu að auka öryggi sitt og berjast af öllum krafti gegn íslömskum öfgamönnum þá mætti þjóðernishyggjan ekki ná yfirhöndinni í álfunni. Þá minntist Merkel þess að Evrópusambandið hefði verið stofnað eftir einhverja dimmustu tíma sem álfan hefði séð. Nú þyrftu ríki Evrópu hins vegar að vinna saman enda stæðu þau frammi fyrir miklum áskorunum varðandi það að styrkja ytri og innri landamæri, auka hagvöxt og skapa störf fyrir ungt fólk.
Brexit Tengdar fréttir Lofar því að ríkissjóður styrki þau verkefni sem ESB styrkti áður Philip Hammond fjármálaráðherra Bretlands heitir því að ríkissjóður landsins muni styrkja þau verkefni í Bretlandi sem Evrópusambandið styrkti áður. 13. ágúst 2016 10:45 Atvinnuleysi í Bretlandi minnkar í kjölfar Brexit Einnig minnkaði atvinnuleysi í landinu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júní en nýjustu tölur eru fyrir júlímánuð. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið minna í ellefu ár og er nú 4,91 prósent. 18. ágúst 2016 04:00 Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Meðalhúsnæðisverð í London hefur lækkað um 155 þúsund krónur á dag frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Ný skýrsla frá Morgan McKinley sýnir að nýjum störfum í breska fjármálageiranum hafi fækkað um 12 prósen 11. ágúst 2016 08:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Lofar því að ríkissjóður styrki þau verkefni sem ESB styrkti áður Philip Hammond fjármálaráðherra Bretlands heitir því að ríkissjóður landsins muni styrkja þau verkefni í Bretlandi sem Evrópusambandið styrkti áður. 13. ágúst 2016 10:45
Atvinnuleysi í Bretlandi minnkar í kjölfar Brexit Einnig minnkaði atvinnuleysi í landinu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júní en nýjustu tölur eru fyrir júlímánuð. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið minna í ellefu ár og er nú 4,91 prósent. 18. ágúst 2016 04:00
Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Meðalhúsnæðisverð í London hefur lækkað um 155 þúsund krónur á dag frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Ný skýrsla frá Morgan McKinley sýnir að nýjum störfum í breska fjármálageiranum hafi fækkað um 12 prósen 11. ágúst 2016 08:00