Leggja mikla áherslu á að Brexit sé ekki upphaf endaloka ESB Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2016 23:55 Frá fundi leiðtoganna í dag. vísir/getty Útganga Breta úr Evrópusambandinu markar ekki upphafið að endalokum þess segja þau Angela Merkel Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu og Francois Hollande, Frakklandsforseti. Þau hittust á fundi á Ítalíu í dag til að ræða þá stöðu sem ESB er í vegna þess að Bretar hafa ákveðið að yfirgefa sambandið, en þetta er annað skiptið sem leiðtogarnir hittast eftir Brexit. „Margir töldu að Evrópusambandið væri búið að vera eftir Brexit en svo er ekki,“ sagði Renzi á blaðamannafundi og bætti við: „Við virðum auðvitað val Breta en við þurfum að skrifa næsta kafla. Evrópa eftir Brexit mun endurvekja okkar öflugu hugmyndir um einingu og frið, frelsi og drauma.“ Renzi tók á móti Merkel og Hollande á herflugvellinum í Napólí áður en hann fór með þau til eyjunnar Ventotene þar sem þau lögð blóm á leiði Altiero Spinelli en hann er talinn vera einn af upphafsmönnum hugmyndarinnar um að hægt væri að sameina Evrópu. Spinelli var andvígur fasistastjórninni á Ítalíu sem réði þar ríkjum þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði. Hann var því fangelsaður ásamt öðrum hugsjónamanni, Ernesto Rossi, og saman skrifuðu þeir Ventotene-yfirlýsinguna þar sem þeir hvetja til þess að ríki Evrópu stofni með sér einhvers konar samband til að berjast gegn þjóðernishyggjunni sem leiddi til seinni heimsstyrjaldarinnar. Heimsókn leiðtoganna þriggja var því mjög táknræn. Hollande varaði einmitt við því í dag að þrátt fyrir að ríki Evrópu þyrftu að auka öryggi sitt og berjast af öllum krafti gegn íslömskum öfgamönnum þá mætti þjóðernishyggjan ekki ná yfirhöndinni í álfunni. Þá minntist Merkel þess að Evrópusambandið hefði verið stofnað eftir einhverja dimmustu tíma sem álfan hefði séð. Nú þyrftu ríki Evrópu hins vegar að vinna saman enda stæðu þau frammi fyrir miklum áskorunum varðandi það að styrkja ytri og innri landamæri, auka hagvöxt og skapa störf fyrir ungt fólk. Brexit Tengdar fréttir Lofar því að ríkissjóður styrki þau verkefni sem ESB styrkti áður Philip Hammond fjármálaráðherra Bretlands heitir því að ríkissjóður landsins muni styrkja þau verkefni í Bretlandi sem Evrópusambandið styrkti áður. 13. ágúst 2016 10:45 Atvinnuleysi í Bretlandi minnkar í kjölfar Brexit Einnig minnkaði atvinnuleysi í landinu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júní en nýjustu tölur eru fyrir júlímánuð. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið minna í ellefu ár og er nú 4,91 prósent. 18. ágúst 2016 04:00 Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Meðalhúsnæðisverð í London hefur lækkað um 155 þúsund krónur á dag frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Ný skýrsla frá Morgan McKinley sýnir að nýjum störfum í breska fjármálageiranum hafi fækkað um 12 prósen 11. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Útganga Breta úr Evrópusambandinu markar ekki upphafið að endalokum þess segja þau Angela Merkel Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu og Francois Hollande, Frakklandsforseti. Þau hittust á fundi á Ítalíu í dag til að ræða þá stöðu sem ESB er í vegna þess að Bretar hafa ákveðið að yfirgefa sambandið, en þetta er annað skiptið sem leiðtogarnir hittast eftir Brexit. „Margir töldu að Evrópusambandið væri búið að vera eftir Brexit en svo er ekki,“ sagði Renzi á blaðamannafundi og bætti við: „Við virðum auðvitað val Breta en við þurfum að skrifa næsta kafla. Evrópa eftir Brexit mun endurvekja okkar öflugu hugmyndir um einingu og frið, frelsi og drauma.“ Renzi tók á móti Merkel og Hollande á herflugvellinum í Napólí áður en hann fór með þau til eyjunnar Ventotene þar sem þau lögð blóm á leiði Altiero Spinelli en hann er talinn vera einn af upphafsmönnum hugmyndarinnar um að hægt væri að sameina Evrópu. Spinelli var andvígur fasistastjórninni á Ítalíu sem réði þar ríkjum þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði. Hann var því fangelsaður ásamt öðrum hugsjónamanni, Ernesto Rossi, og saman skrifuðu þeir Ventotene-yfirlýsinguna þar sem þeir hvetja til þess að ríki Evrópu stofni með sér einhvers konar samband til að berjast gegn þjóðernishyggjunni sem leiddi til seinni heimsstyrjaldarinnar. Heimsókn leiðtoganna þriggja var því mjög táknræn. Hollande varaði einmitt við því í dag að þrátt fyrir að ríki Evrópu þyrftu að auka öryggi sitt og berjast af öllum krafti gegn íslömskum öfgamönnum þá mætti þjóðernishyggjan ekki ná yfirhöndinni í álfunni. Þá minntist Merkel þess að Evrópusambandið hefði verið stofnað eftir einhverja dimmustu tíma sem álfan hefði séð. Nú þyrftu ríki Evrópu hins vegar að vinna saman enda stæðu þau frammi fyrir miklum áskorunum varðandi það að styrkja ytri og innri landamæri, auka hagvöxt og skapa störf fyrir ungt fólk.
Brexit Tengdar fréttir Lofar því að ríkissjóður styrki þau verkefni sem ESB styrkti áður Philip Hammond fjármálaráðherra Bretlands heitir því að ríkissjóður landsins muni styrkja þau verkefni í Bretlandi sem Evrópusambandið styrkti áður. 13. ágúst 2016 10:45 Atvinnuleysi í Bretlandi minnkar í kjölfar Brexit Einnig minnkaði atvinnuleysi í landinu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júní en nýjustu tölur eru fyrir júlímánuð. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið minna í ellefu ár og er nú 4,91 prósent. 18. ágúst 2016 04:00 Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Meðalhúsnæðisverð í London hefur lækkað um 155 þúsund krónur á dag frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Ný skýrsla frá Morgan McKinley sýnir að nýjum störfum í breska fjármálageiranum hafi fækkað um 12 prósen 11. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Lofar því að ríkissjóður styrki þau verkefni sem ESB styrkti áður Philip Hammond fjármálaráðherra Bretlands heitir því að ríkissjóður landsins muni styrkja þau verkefni í Bretlandi sem Evrópusambandið styrkti áður. 13. ágúst 2016 10:45
Atvinnuleysi í Bretlandi minnkar í kjölfar Brexit Einnig minnkaði atvinnuleysi í landinu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júní en nýjustu tölur eru fyrir júlímánuð. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið minna í ellefu ár og er nú 4,91 prósent. 18. ágúst 2016 04:00
Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Meðalhúsnæðisverð í London hefur lækkað um 155 þúsund krónur á dag frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Ný skýrsla frá Morgan McKinley sýnir að nýjum störfum í breska fjármálageiranum hafi fækkað um 12 prósen 11. ágúst 2016 08:00