Ríkharð Óskar Guðnason, íþróttalýsandi á Stöð 2 Sport, er fyrir löngu orðinn víðfrægur fyrir kappsfullar lýsingar sínar, þá helst í fótboltanum.
Það eru tæplega margir söngvarar á landinu sem geta farið jafn hátt með röddina og Rikki eins og má sjá og heyra bæði hér og hér.
Ríkharð Óskar, eða Rikki G eins og hann er kallaður, fór ekki upp á háa C-ið þegar hann lýsti viðureign Arsenal og Barcelona í Meistaradeildinni í gærkvöldi en skondið atvik kom engu að síður upp.
Þegar Per Mertesacker ætlaði að taka aukaspyrnu eftir hálftíma leik reyndi Rikki að lýsa því sem var að gerast en það gekk frekar illa. Rikki var með svo svakalega loftbólu hálsinu að það hljómaði eins og hann hefði tæmt helíumblöðru í beinni útsendingu.
„Röddin eitthvað aðeins að stríða mér. Loftbóla hérna,“ sagði Ríkharð Óskar léttur og hélt svo áfram að lýsa eins og ekkert hefði gerst.
Tæmdi Rikki G helíumblöðru í beinni útsendingu?
Tengdar fréttir

Fullkomið hjá spænsku liðunum í Evrópukeppnunum
Barcelona er í frábærum málum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir tveggja marka sigur í fyrri leiknum á heimavelli Arsenal í gær. Barca er aftur á móti langt frá því að vera eina spænska liðið sem er á leið áfram í Evrópukeppninni.

Cech: Við fengum ekki á okkur fimm mörk þannig við eigum enn þá séns
Markvörður Arsenal gefst ekki upp í baráttunni á móti Barcelona þrátt fyrir 2-0 tap á heiamvelli.

Sjöþrautarkona grýtti fjarstýringu sinni í sjónvarpið
Kelly Sotherton er eldheitur stuðningskona Arsenal og átti erfitt með sig í kvöld.

Messi sá um Arsenal | Sjáðu mörkin
Barcelona komið langleiðina í 8-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 sigur á Arsenal í London.

Wenger: Barnalegt hjá okkur
Arsene Wenger segir að Barcelona sé frábært lið en það megi ekki gefa því mörk.