Fótbolti

Wenger: Barnalegt hjá okkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Arsene Wenger var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í Arsenal sem töpuðu, 2-0, fyrir Barcelona í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

„Barcelona er með frábært lið. Við settum mikið púður í leikinn og taktískt vorum við í meðallagi,“ sagði hann.

„Það sem ég sé eftir við þennan leik að við gefum þeim mark þegar það lítur út fyrir að við séum að stjórna leiknum.“

Sjá einnig: Messi sjá um Arsenal | Sjáðu mörkin

„Þetta var svipað og gegn Monaco á síðasta tímabili. Þetta var barnalegt og það er pirrandi. Við köstum þessu frá okkur þegar það lítur út fyrir að við getum unnið leikinn.“

„Þetta verður afar, afar erfitt hjá okkur - ef ekki ómögulegt. Við verðum að fara þangað og berjast. Við fengum færi í kvöld en skoruðum ekki.“

Hann segir að það hafi verið vitað mál að Arsenal hafði ekki efni á því að gefa Börsungum færi á að komast í skyndisókn en fyrra mark Börsunga kom eftir eina slíka.

„Þeir drepa mann alltaf þegar maður heldur að þetta sé að koma. Þeir eru betri en við og það er engin skömm að því. Þeir eru Evrópumeistarar og það er engin tilviljun.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×