Fótbolti

Messi sá um Arsenal | Sjáðu mörkin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Messi fagnar ásamt félögum sínum.
Messi fagnar ásamt félögum sínum. Vísir/Getty
Barcelona er í afar sterkri stöðu eftir 2-0 sigur á Arsenal í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik tók Lionel Messi leikinn yfir. Hann kom Börsungum yfir eftir frábæra skyndisókn á 71. mínútu og innsiglaði svo sigurinn tólf mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.

Arsenal hafði fengið færi til að skora í leiknum en bæði Alex Oxlade-Chamberlain og Olivier Giroud náðu ekki að skora úr sínum færum.

Petr Cech varði frá Neymar en hann kom engum vörnum við eftir hraða skyndisókn Börsunga. Neymar og Luis Suarez báru boltann upp og komu honum á Messi sem skoraði af yfirvegun í teignum.

Þetta var í fyrsta sinn sem Lionel Messi náði að skora gegn Petr Cech í sjö tilraunum en hann gerði það svo öðru sinni er hann skoraði úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að varamaðurinn Mathieu Flamini braut á Messi.

Síðari leikurinn fer fram á Nou Camp þann 16. mars.

Lionel Messi kom Barcelona yfir á 71. mínútu: Lionel Messi jók forystuna í 2-0 á 84. mínútu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×