Gríðarlegar skemmdir eftir jarðskjálfta Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Jarðskjálftinn á Ítalíu kostaði meira en 120 manns lífið hið minnsta „Hálft þorpið er horfið,“ sagði Sergio Pirozzi, bæjarstjóri í Amatrice, við fjölmiðla í gær. „Björgunarstörf eru í gangi og þau eru afar erfið. Markmiðið nú er að bjarga eins mörgum mannslífum og unnt verður.“ Þorpið hans varð, ásamt nágrannabæjunum Accumoli og Arquata del Tronto, verst úti í jarðskjálftanum sem reið yfir í fyrrinótt. Hann sagði að heyra mætti fólk hrópa á hjálp grafið undir rústunum. Að minnsta kosti 120 létu lífið en margra var saknað og óttast var að tala látinna ætti eftir að hækka. Vitað var um 86 látna í bæjunum Amatrice Accumoli og 34 í Markehéraði. Amatrice er þekkt fyrir sögulegar byggingar í gamla miðbænum, sem hefur haft mikið aðdráttarafl á ferðafólk. Sjúkrahúsið í bænum skemmdist verulega svo flytja þurfti sjúklinga út á götur. Einnig þurfti að rýma dvalarheimili aldraðra. Matteo Renzi forsætisráðherra sagði að næstu dagana yrði öll áhersla lögð á að bjarga fólki sem enn kynni að vera á lífi í rústunum. Meðal annars var herinn kallaður út til að vinna að björgunarstörfum. Skjálftinn varð klukkan 3.36 að staðartíma eða rúmlega hálf tvö að íslenskum tíma. Hann mældist 6,2 að stærð en upptökin voru á tíu kílómetra dýpi í fjöllunum syðst í Úmbríuhéraði á Mið-Ítalíu, tæplega 70 kílómetra suðaustur af borginni Perugia. Hundruð eftirskjálfta urðu næstu klukkutímana, sá sterkasti um það bil klukkustund síðar og mældist hann 5,5 stig. Skjálftinn fannst nokkuð vel í Róm, sem er 150 kílómetra suðvestur af upptökum skjálftans. Hann fannst einnig allt norður til Bologna og suður til Napolí. Bæði François Hollande Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari, sem eru nýkomin frá Ítalíu, hafa boðið fram hjálp sína: „Myndirnar sem við sjáum eru skelfilegar,“ segir Merkel. „Við verðum tilbúin til að gera hvað sem við getum til að hjálpa Ítalíu ef þörf verður á.“ Frans páfi frestaði að hluta hinni vikulegu áheyrn sinni á Péturstorginu í Róm til að minnast þeirra sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans: „Það snerti mig djúpt að heyra borgarstjórann í Amatrice segja að þorpið væri ekki lengur til og vita að á meðal hinna látnu væru börn,“ sagði páfi. Skjálftinn er sagður álíka stór og skjálftinn mikli árið 2009, sem varð meira en 300 manns að bana. Upptök þess skjálfta voru í Abruzzo-héraði rétt hjá bænum L’Aquila, sem er aðeins 50 kílómetra suður af Amatrice. Bandaríska jarðfræðistofnunin USGS rifjar upp að stórir jarðskjálftar hafi verið nokkuð algengir á þessum slóðum austan til á Mið-Ítalíu, á flóknum flekamótum Appennína-fjallgarðsins sem liggur eftir Ítalíu endilangri. Skjálftar á Ítalíu hafa stundum kostað tugi þúsunda manna lífið. Þannig létu 10 þúsund manns í jarðskjálfta í Kampaníuhéraði árið 1688, 10 þúsund í Úmbríu árið 1703, nærri 30 þúsund í Kalabríu árið 1783, meira en 60 þúsund á Suður-Ítalíu árið 1908 og um 30 þúsund manns létust árið 1915 í jarðskjálfta á svipuðum slóðum og skjálftinn í fyrrinótt.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuSkemmdirnar urðu mestar í þorpinu Amatrice, sem bæjarstjórinn segir að hafi eyðilagst að hálfu.vísir/EPA Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
„Hálft þorpið er horfið,“ sagði Sergio Pirozzi, bæjarstjóri í Amatrice, við fjölmiðla í gær. „Björgunarstörf eru í gangi og þau eru afar erfið. Markmiðið nú er að bjarga eins mörgum mannslífum og unnt verður.“ Þorpið hans varð, ásamt nágrannabæjunum Accumoli og Arquata del Tronto, verst úti í jarðskjálftanum sem reið yfir í fyrrinótt. Hann sagði að heyra mætti fólk hrópa á hjálp grafið undir rústunum. Að minnsta kosti 120 létu lífið en margra var saknað og óttast var að tala látinna ætti eftir að hækka. Vitað var um 86 látna í bæjunum Amatrice Accumoli og 34 í Markehéraði. Amatrice er þekkt fyrir sögulegar byggingar í gamla miðbænum, sem hefur haft mikið aðdráttarafl á ferðafólk. Sjúkrahúsið í bænum skemmdist verulega svo flytja þurfti sjúklinga út á götur. Einnig þurfti að rýma dvalarheimili aldraðra. Matteo Renzi forsætisráðherra sagði að næstu dagana yrði öll áhersla lögð á að bjarga fólki sem enn kynni að vera á lífi í rústunum. Meðal annars var herinn kallaður út til að vinna að björgunarstörfum. Skjálftinn varð klukkan 3.36 að staðartíma eða rúmlega hálf tvö að íslenskum tíma. Hann mældist 6,2 að stærð en upptökin voru á tíu kílómetra dýpi í fjöllunum syðst í Úmbríuhéraði á Mið-Ítalíu, tæplega 70 kílómetra suðaustur af borginni Perugia. Hundruð eftirskjálfta urðu næstu klukkutímana, sá sterkasti um það bil klukkustund síðar og mældist hann 5,5 stig. Skjálftinn fannst nokkuð vel í Róm, sem er 150 kílómetra suðvestur af upptökum skjálftans. Hann fannst einnig allt norður til Bologna og suður til Napolí. Bæði François Hollande Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari, sem eru nýkomin frá Ítalíu, hafa boðið fram hjálp sína: „Myndirnar sem við sjáum eru skelfilegar,“ segir Merkel. „Við verðum tilbúin til að gera hvað sem við getum til að hjálpa Ítalíu ef þörf verður á.“ Frans páfi frestaði að hluta hinni vikulegu áheyrn sinni á Péturstorginu í Róm til að minnast þeirra sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans: „Það snerti mig djúpt að heyra borgarstjórann í Amatrice segja að þorpið væri ekki lengur til og vita að á meðal hinna látnu væru börn,“ sagði páfi. Skjálftinn er sagður álíka stór og skjálftinn mikli árið 2009, sem varð meira en 300 manns að bana. Upptök þess skjálfta voru í Abruzzo-héraði rétt hjá bænum L’Aquila, sem er aðeins 50 kílómetra suður af Amatrice. Bandaríska jarðfræðistofnunin USGS rifjar upp að stórir jarðskjálftar hafi verið nokkuð algengir á þessum slóðum austan til á Mið-Ítalíu, á flóknum flekamótum Appennína-fjallgarðsins sem liggur eftir Ítalíu endilangri. Skjálftar á Ítalíu hafa stundum kostað tugi þúsunda manna lífið. Þannig létu 10 þúsund manns í jarðskjálfta í Kampaníuhéraði árið 1688, 10 þúsund í Úmbríu árið 1703, nærri 30 þúsund í Kalabríu árið 1783, meira en 60 þúsund á Suður-Ítalíu árið 1908 og um 30 þúsund manns létust árið 1915 í jarðskjálfta á svipuðum slóðum og skjálftinn í fyrrinótt.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuSkemmdirnar urðu mestar í þorpinu Amatrice, sem bæjarstjórinn segir að hafi eyðilagst að hálfu.vísir/EPA
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira