Lenda á Mars í dag og leit að lífi heldur áfram Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. október 2016 07:30 Vísindamenn evrópsku geimvísindastofnunarinnar ESA hafa nóg að gera í dag. vísir/epa Um þrjúleytið í dag að íslenskum tíma er áætlað að geimfar frá evrópsku geimvísindastofnuninni ESA lendi á reikistjörnunni Mars. Þetta verður í fjórtánda sinn sem reynt er að koma geimfari til lendingar á mars, en í áttunda sinn sem það tekst.Geimfarið Schiaparelli var leyst frá móðurferju sinni á sunnudaginn, en móðurferjan TGO fer í dag á sporbraut um Mars og gerist það um svipað leyti og Schiaparelli lendir, eða laust fyrir klukkan þrjú að íslenskum tíma. Tilgangurinn er að leita að ummerkjum um líf á rauðu plánetunni, sem svo er nefnd. Þetta er fyrsti leiðangurinn til Mars sem sérstaklega er ætlað leita þar að lífsmarki. Þetta er fyrri hluti leiðangursins, sem nefndur hefur verið ExoMars, en árið 2018 er áætlað að önnur geimflaug frá ESA lendi á Mars með búnað til að gera enn frekari rannsóknir. Þessi fyrri leiðangur á jafnframt að undirbúa seinni leiðangurinn með því að prófa lendingarbúnað og finna hentugan lendingarstað. Vísindamenn segja ýmislegt benda til þess að líf geti hafa þrifist á Mars í einhverju formi. Það geti jafnvel enn verið að finna þar. ESA hefur einu sinni áður reynt að koma geimfari til Mars. Það var Beagle 2 sem Bretar smíðuðu og komst reyndar til Mars árið 2003, en missti strax allt samband við jörð þannig að lítið sem ekkert gagn varð af umstanginu öllu. Rússar hafa tekið þátt í þessu verkefni með samstarfi við ESA. Bandaríkjamönnum hefur hins vegar nokkrum sinnum tekist að senda geimfar til Mars, þar á meðal árið 2008 þegar Phobos-lendingarfarið sendi athyglisverðar myndir til jarðar. Á þeim mátti meðal annars greina snjókomu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lenda geimfari á Mars á morgun Um mjög mikilvægt skref fyrir ESA er að ræða og er það liður í öðrum geimferðum til Mars í framtíðinni. 18. október 2016 15:00 Stefnt að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um að utanríkisráðherra verði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu 13. október 2016 12:57 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Sjá meira
Um þrjúleytið í dag að íslenskum tíma er áætlað að geimfar frá evrópsku geimvísindastofnuninni ESA lendi á reikistjörnunni Mars. Þetta verður í fjórtánda sinn sem reynt er að koma geimfari til lendingar á mars, en í áttunda sinn sem það tekst.Geimfarið Schiaparelli var leyst frá móðurferju sinni á sunnudaginn, en móðurferjan TGO fer í dag á sporbraut um Mars og gerist það um svipað leyti og Schiaparelli lendir, eða laust fyrir klukkan þrjú að íslenskum tíma. Tilgangurinn er að leita að ummerkjum um líf á rauðu plánetunni, sem svo er nefnd. Þetta er fyrsti leiðangurinn til Mars sem sérstaklega er ætlað leita þar að lífsmarki. Þetta er fyrri hluti leiðangursins, sem nefndur hefur verið ExoMars, en árið 2018 er áætlað að önnur geimflaug frá ESA lendi á Mars með búnað til að gera enn frekari rannsóknir. Þessi fyrri leiðangur á jafnframt að undirbúa seinni leiðangurinn með því að prófa lendingarbúnað og finna hentugan lendingarstað. Vísindamenn segja ýmislegt benda til þess að líf geti hafa þrifist á Mars í einhverju formi. Það geti jafnvel enn verið að finna þar. ESA hefur einu sinni áður reynt að koma geimfari til Mars. Það var Beagle 2 sem Bretar smíðuðu og komst reyndar til Mars árið 2003, en missti strax allt samband við jörð þannig að lítið sem ekkert gagn varð af umstanginu öllu. Rússar hafa tekið þátt í þessu verkefni með samstarfi við ESA. Bandaríkjamönnum hefur hins vegar nokkrum sinnum tekist að senda geimfar til Mars, þar á meðal árið 2008 þegar Phobos-lendingarfarið sendi athyglisverðar myndir til jarðar. Á þeim mátti meðal annars greina snjókomu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lenda geimfari á Mars á morgun Um mjög mikilvægt skref fyrir ESA er að ræða og er það liður í öðrum geimferðum til Mars í framtíðinni. 18. október 2016 15:00 Stefnt að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um að utanríkisráðherra verði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu 13. október 2016 12:57 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Sjá meira
Lenda geimfari á Mars á morgun Um mjög mikilvægt skref fyrir ESA er að ræða og er það liður í öðrum geimferðum til Mars í framtíðinni. 18. október 2016 15:00
Stefnt að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um að utanríkisráðherra verði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu 13. október 2016 12:57