Íslenski leikmaðurinn sem Hermann Hreiðarsson sagði vera á leið í Fylki eftir leik liðsins gegn Val í gær er kominn í leitirnar.
Ragnar Már Lárusson hefur fengið félagaskipti í Fylki frá enska liðinu Brighton & Hove Albion þar sem hann hefur verið síðustu þrjú árin.
Hann er uppalinn Skagamaður en hann var í láni hjá ÍA síðastliðið sumar og kom þá við sögu í einum leik. Ragnar er kominn með leikheimild með Fylki.
Ragnar á að baki leiki með U-19, U-17 og U-16 landsliðum Íslands.
Unglingalandsliðsmaður til Fylkis
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti








Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
