Erlent

Hulk Hogan fær 14 milljarða í skaðabætur vegna kynlífsmyndbands

Atli ísleifsson skrifar
Hulk Hogan heitir réttu nafni Terry Bollea.
Hulk Hogan heitir réttu nafni Terry Bollea. Vísir/Getty
Dómstóll í Flórída hefur dæmt vefsíðuna Gawker að greiða glímukappanum fyrrverandi, Hulk Hogan, 115 milljónir Bandaríkjadala, rúmlega 14 milljarða króna, í skaðabætur vegna kynlífsmyndbands sem þar birtist í apríl 2012.

Gawker birti brot úr myndbandinu þar sem sást til Hogan og Heather Clem, fyrrum eiginkonu útvarpsmannsins og vinar Hogan, Bubba the Love Sponge, í ástarleikjum.

Lögmenn Hogan sögðu vefsíðuna hafa brotið gróflega á rétti Hogan til einkalífs og að myndbandið hefði ekkert fréttagildi. Verjendur Gawker lögðu hins vegar mikla áherslu á fjölmiðlafrelsi við vörn sína, en talið er að dómurinn muni hafa fordæmisgildi.

Réttarhöldin hafa vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og vel hefur verið fylgst með framgangi mála.

Í frétt CNN segir að Hogan, réttu nafni Terry Bollea, hafi grátið í réttarsalnum eftir að kviðdómur hafði kveðið upp dóm sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×