Avni Pepa, fyrirliði ÍBV, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍBV.
Pepa kom til ÍBV fyrir tímabilið í fyrra og hefur stimplað sig inn sem einn af bestu miðvörðum Pepsi-deildarinnar.
Pepa hefur leikið 30 leiki í efstu deild fyrir ÍBV, þar af alla 11 deildarleikina í sumar.
Pepa er landsliðsmaður Kósovó sem er með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2018.
Á sunnudaginn sækir ÍBV ÍA heim í Pepsi-deildinni. Fjórum dögum síðar mæta Eyjamenn svo FH-ingum í undanúrslitum Borgunarbikars karla á Hásteinsvelli.

