Fyrrverandi ráðherra skiptir um lið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júní 2016 07:00 Stuðningsmenn Vote Leave segja kjósendum að trúa ekki forsætisráðherranum David Cameron sem styður Remain. Nordicphotos/AFP Sayeeda Warsi, barónessa og fyrrverandi ráðherra í breska utanríkisráðuneytinu fyrir hönd Íhaldsflokksins, sagði í gær skilið við samtökin Vote Leave, sem berjast fyrir aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, svokölluðu Brexit, og gekk til liðs við Remain, samtök sem styðja áframhaldandi veru Bretlands innan sambandsins. Warsi, sem er fyrsti músliminn sem gegndi stöðu ráðherra á Bretlandi, sakaði Michael Gove, einn forstöðumanna Vote Leave, um lygar í gær. Sagði Warsi hann hafa logið um mögulega inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið og alið á ótta með því að tengja tyrknesk samfélög við glæpi.Sayeeda Warsi, barónessa.„Málflutningur fólks innan Vote Leave er óþægilegur. Þaggað hefur verið niður í hófsömum röddum,“ sagði Warsi við BBC. Hún sagðist hafa gengið til liðs við samtökin til að setja fram jákvæða framtíðarsýn Bretlands utan Evrópusambandsins. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands, sagði liðhlaup Warsi algjöra firru. „Warsi hefur alla tíð gert lítið úr öllu sem ég hef sagt og gert. Hún var aldrei stuðningsmaður Vote Leave,“ sagði Farage í útvarpsviðtali hjá LBC.Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands.Farage sakaði Cameron og Remain um að nýta morðið á þingkonunni Jo Cox í pólitískum tilgangi. „Það sem við sjáum hér er að forsætisráðherra og Remain reyna að blása upp gjörðir geðveiks manns og tengja þær við skoðanir helmings Breta sem vilja að við náum aftur stjórn á landamærum okkar.“ „Ég held að stuðningsmenn Remains reyni margir hverjir að nota þennan harmleik til að ýja að því að þetta einangraða, hrikalega atvik sé einhvern veginn tengt þeim rökfærslum sem ég hef sjálfur lagt fram eða aðrir innan Vote Leave,“ sagði Farage. Cox var myrt síðastliðinn fimmtudag. Þegar Thomas Mair, sem ákærður er fyrir morðið, var spurður til nafns fyrir dómstólum sagði hann: „Drepum föðurlandssvikara, frelsum Bretland.“ Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman aðhyllast 44 prósent nú aðskilnað en 44 prósent eru á móti.Úrvalsdeildin andsnúin aðskilnaði „Úrvalsdeildin er opin í eðli sínu. Aðskilnaður frá Evrópusambandinu væri úr öllu sambandi við eðli deildarinnar,“ sagði Richard Scudamore, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hann segir öll tuttugu knattspyrnufélögin í deildinni eru hlynnt áframhaldandi veru innan sambandsins. „Þegar þú ferðast um heiminn, eins og við gerum, er vel tekið á móti þér þegar þú ert opinn fyrir viðræðum, viðskiptum og samstarfil“ Robert Oxley, liðsmaður Vote Leave, var hins vegar ósammála. „Reglur Evrópusambandsins takmarka möguleika okkar á að þróa hæfileikaríka leikmenn og minnka aðgengi okkar að leikmönnum utan Evrópu,“ sagði Oxley.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Sayeeda Warsi, barónessa og fyrrverandi ráðherra í breska utanríkisráðuneytinu fyrir hönd Íhaldsflokksins, sagði í gær skilið við samtökin Vote Leave, sem berjast fyrir aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, svokölluðu Brexit, og gekk til liðs við Remain, samtök sem styðja áframhaldandi veru Bretlands innan sambandsins. Warsi, sem er fyrsti músliminn sem gegndi stöðu ráðherra á Bretlandi, sakaði Michael Gove, einn forstöðumanna Vote Leave, um lygar í gær. Sagði Warsi hann hafa logið um mögulega inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið og alið á ótta með því að tengja tyrknesk samfélög við glæpi.Sayeeda Warsi, barónessa.„Málflutningur fólks innan Vote Leave er óþægilegur. Þaggað hefur verið niður í hófsömum röddum,“ sagði Warsi við BBC. Hún sagðist hafa gengið til liðs við samtökin til að setja fram jákvæða framtíðarsýn Bretlands utan Evrópusambandsins. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands, sagði liðhlaup Warsi algjöra firru. „Warsi hefur alla tíð gert lítið úr öllu sem ég hef sagt og gert. Hún var aldrei stuðningsmaður Vote Leave,“ sagði Farage í útvarpsviðtali hjá LBC.Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands.Farage sakaði Cameron og Remain um að nýta morðið á þingkonunni Jo Cox í pólitískum tilgangi. „Það sem við sjáum hér er að forsætisráðherra og Remain reyna að blása upp gjörðir geðveiks manns og tengja þær við skoðanir helmings Breta sem vilja að við náum aftur stjórn á landamærum okkar.“ „Ég held að stuðningsmenn Remains reyni margir hverjir að nota þennan harmleik til að ýja að því að þetta einangraða, hrikalega atvik sé einhvern veginn tengt þeim rökfærslum sem ég hef sjálfur lagt fram eða aðrir innan Vote Leave,“ sagði Farage. Cox var myrt síðastliðinn fimmtudag. Þegar Thomas Mair, sem ákærður er fyrir morðið, var spurður til nafns fyrir dómstólum sagði hann: „Drepum föðurlandssvikara, frelsum Bretland.“ Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman aðhyllast 44 prósent nú aðskilnað en 44 prósent eru á móti.Úrvalsdeildin andsnúin aðskilnaði „Úrvalsdeildin er opin í eðli sínu. Aðskilnaður frá Evrópusambandinu væri úr öllu sambandi við eðli deildarinnar,“ sagði Richard Scudamore, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hann segir öll tuttugu knattspyrnufélögin í deildinni eru hlynnt áframhaldandi veru innan sambandsins. „Þegar þú ferðast um heiminn, eins og við gerum, er vel tekið á móti þér þegar þú ert opinn fyrir viðræðum, viðskiptum og samstarfil“ Robert Oxley, liðsmaður Vote Leave, var hins vegar ósammála. „Reglur Evrópusambandsins takmarka möguleika okkar á að þróa hæfileikaríka leikmenn og minnka aðgengi okkar að leikmönnum utan Evrópu,“ sagði Oxley.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira