Múgur brenndi mann lifandi fyrir að stela fimm dölum Samúel K skrifar 19. maí 2016 14:59 Frá mótmælum gegn forseta Venesúela vegna efnahagsástands landsins. Vísir/EPA Æstur múgur í Venesúela brenndi nýverið mann lifandi fyrir að stela fimm dölum, eða rétt rúmum sex hundruð krónum. Hann var fyrst gómaður á hlaupum og barinn grimmilega af hópi manna. Eftir að annar maður kom og sakaði hann um að hafa stolið af sér fundust um fimm dalir í vösum hans. Hópurinn helti bensíni á hinn 42 ára gamla Roberto Bernal og kveikti í honum. „Við vildum kenna þessum manni lexíu,“ sagði Eduardo Mijares við AP fréttaveituna. „Við erum þreytt á því að vera rænd í hvert sinn sem við förum út og lögreglan gerir ekki neitt.“ Fréttaveitan segir frá því að atvik sem þessi, þar sem hópur fólks refsar fólki sem sakað er um glæpi, hafi farið fjölgandi í Venesúela. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hafa 74 rannsóknir farið fram á málum þar sem meintir glæpamenn hafa verið myrtir af hópi fólks. Þá styður meirihluti þjóðarinnar aðfarir sem þessar samkvæmt rannsóknum.Gerbreytt ástand Fyrir nokkrum árum var Venesúela eitt ríkasta og öruggasta ríki Suður-Ameríku, en nú er morðtíðni þar með þeim hærri í heiminum.Bernal hefði líklega látið lífið þarna á götunni fyrir framan rúmlega tuttugu manns ef prestur hefði ekki komið honum til bjargar og slökkt eldinn með jakka sínum. Alejandro Delgado segir frá því að mennirnir sem kveiktu í Bernal hafi reynt að stöðva sig og hent flöskum að sér. Meira að segja hjúkrunarfræðingurinn sem hlúði að Bernal á sjúkrahúsinu sagði hann eiga þetta skilið. Sjálf hefur hún margsinnis verið rænd. Bernal dó vegna sára sinna tveimur dögum seinna. Lögreglan tekur lítið sem ekkert á glæpum sem þessum. AP bendir á að á árum áður hafi lögreglan framkvæmt 118 handtökur fyrir hver hundrað morð. Nú eru handtökurnar átta fyrir hver hundrað morð. Í fyrra voru 268 þúsund ákærðir vegna glæpa eins og til dæmis morða og rána. Þar af voru 27 þúsund fundnir sekir.Fjölskyldi Bernal fór reglulega á skrifstofu saksóknara og fór fram á að málið yrði rannsakað til hlítar. Sem var gert á endanum og var einn maður ákærður fyrir að hella bensíninu á Bernal. Hann telur litlar líkur á því að hann verði sakfelldur. Tengdar fréttir Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð forsetans Neyðarástand ríkir í Venesúela. 18. maí 2016 23:07 Taka rafmagnið af öllu Venesúela í fjóra tíma á dag Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að taka rafmagnið af öllu landinu í fjóra tíma í senn frá og með næstu viku, til að takast á við vaxandi orkuvanda landsins. Ástandið mun vara í fjörutíu daga en ástæða orkuvandans eru miklir þurkar sem gera það að verkum að vatnsaflsvirkjanir landsins ná ekki að framleiða nægilega orku. 22. apríl 2016 08:51 Klukkunni í Venesúela flýtt til að spara rafmagn Tæplega tvær milljónir hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 2. maí 2016 07:00 Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Æstur múgur í Venesúela brenndi nýverið mann lifandi fyrir að stela fimm dölum, eða rétt rúmum sex hundruð krónum. Hann var fyrst gómaður á hlaupum og barinn grimmilega af hópi manna. Eftir að annar maður kom og sakaði hann um að hafa stolið af sér fundust um fimm dalir í vösum hans. Hópurinn helti bensíni á hinn 42 ára gamla Roberto Bernal og kveikti í honum. „Við vildum kenna þessum manni lexíu,“ sagði Eduardo Mijares við AP fréttaveituna. „Við erum þreytt á því að vera rænd í hvert sinn sem við förum út og lögreglan gerir ekki neitt.“ Fréttaveitan segir frá því að atvik sem þessi, þar sem hópur fólks refsar fólki sem sakað er um glæpi, hafi farið fjölgandi í Venesúela. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hafa 74 rannsóknir farið fram á málum þar sem meintir glæpamenn hafa verið myrtir af hópi fólks. Þá styður meirihluti þjóðarinnar aðfarir sem þessar samkvæmt rannsóknum.Gerbreytt ástand Fyrir nokkrum árum var Venesúela eitt ríkasta og öruggasta ríki Suður-Ameríku, en nú er morðtíðni þar með þeim hærri í heiminum.Bernal hefði líklega látið lífið þarna á götunni fyrir framan rúmlega tuttugu manns ef prestur hefði ekki komið honum til bjargar og slökkt eldinn með jakka sínum. Alejandro Delgado segir frá því að mennirnir sem kveiktu í Bernal hafi reynt að stöðva sig og hent flöskum að sér. Meira að segja hjúkrunarfræðingurinn sem hlúði að Bernal á sjúkrahúsinu sagði hann eiga þetta skilið. Sjálf hefur hún margsinnis verið rænd. Bernal dó vegna sára sinna tveimur dögum seinna. Lögreglan tekur lítið sem ekkert á glæpum sem þessum. AP bendir á að á árum áður hafi lögreglan framkvæmt 118 handtökur fyrir hver hundrað morð. Nú eru handtökurnar átta fyrir hver hundrað morð. Í fyrra voru 268 þúsund ákærðir vegna glæpa eins og til dæmis morða og rána. Þar af voru 27 þúsund fundnir sekir.Fjölskyldi Bernal fór reglulega á skrifstofu saksóknara og fór fram á að málið yrði rannsakað til hlítar. Sem var gert á endanum og var einn maður ákærður fyrir að hella bensíninu á Bernal. Hann telur litlar líkur á því að hann verði sakfelldur.
Tengdar fréttir Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð forsetans Neyðarástand ríkir í Venesúela. 18. maí 2016 23:07 Taka rafmagnið af öllu Venesúela í fjóra tíma á dag Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að taka rafmagnið af öllu landinu í fjóra tíma í senn frá og með næstu viku, til að takast á við vaxandi orkuvanda landsins. Ástandið mun vara í fjörutíu daga en ástæða orkuvandans eru miklir þurkar sem gera það að verkum að vatnsaflsvirkjanir landsins ná ekki að framleiða nægilega orku. 22. apríl 2016 08:51 Klukkunni í Venesúela flýtt til að spara rafmagn Tæplega tvær milljónir hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 2. maí 2016 07:00 Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð forsetans Neyðarástand ríkir í Venesúela. 18. maí 2016 23:07
Taka rafmagnið af öllu Venesúela í fjóra tíma á dag Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að taka rafmagnið af öllu landinu í fjóra tíma í senn frá og með næstu viku, til að takast á við vaxandi orkuvanda landsins. Ástandið mun vara í fjörutíu daga en ástæða orkuvandans eru miklir þurkar sem gera það að verkum að vatnsaflsvirkjanir landsins ná ekki að framleiða nægilega orku. 22. apríl 2016 08:51
Klukkunni í Venesúela flýtt til að spara rafmagn Tæplega tvær milljónir hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 2. maí 2016 07:00
Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34