Múgur brenndi mann lifandi fyrir að stela fimm dölum Samúel K skrifar 19. maí 2016 14:59 Frá mótmælum gegn forseta Venesúela vegna efnahagsástands landsins. Vísir/EPA Æstur múgur í Venesúela brenndi nýverið mann lifandi fyrir að stela fimm dölum, eða rétt rúmum sex hundruð krónum. Hann var fyrst gómaður á hlaupum og barinn grimmilega af hópi manna. Eftir að annar maður kom og sakaði hann um að hafa stolið af sér fundust um fimm dalir í vösum hans. Hópurinn helti bensíni á hinn 42 ára gamla Roberto Bernal og kveikti í honum. „Við vildum kenna þessum manni lexíu,“ sagði Eduardo Mijares við AP fréttaveituna. „Við erum þreytt á því að vera rænd í hvert sinn sem við förum út og lögreglan gerir ekki neitt.“ Fréttaveitan segir frá því að atvik sem þessi, þar sem hópur fólks refsar fólki sem sakað er um glæpi, hafi farið fjölgandi í Venesúela. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hafa 74 rannsóknir farið fram á málum þar sem meintir glæpamenn hafa verið myrtir af hópi fólks. Þá styður meirihluti þjóðarinnar aðfarir sem þessar samkvæmt rannsóknum.Gerbreytt ástand Fyrir nokkrum árum var Venesúela eitt ríkasta og öruggasta ríki Suður-Ameríku, en nú er morðtíðni þar með þeim hærri í heiminum.Bernal hefði líklega látið lífið þarna á götunni fyrir framan rúmlega tuttugu manns ef prestur hefði ekki komið honum til bjargar og slökkt eldinn með jakka sínum. Alejandro Delgado segir frá því að mennirnir sem kveiktu í Bernal hafi reynt að stöðva sig og hent flöskum að sér. Meira að segja hjúkrunarfræðingurinn sem hlúði að Bernal á sjúkrahúsinu sagði hann eiga þetta skilið. Sjálf hefur hún margsinnis verið rænd. Bernal dó vegna sára sinna tveimur dögum seinna. Lögreglan tekur lítið sem ekkert á glæpum sem þessum. AP bendir á að á árum áður hafi lögreglan framkvæmt 118 handtökur fyrir hver hundrað morð. Nú eru handtökurnar átta fyrir hver hundrað morð. Í fyrra voru 268 þúsund ákærðir vegna glæpa eins og til dæmis morða og rána. Þar af voru 27 þúsund fundnir sekir.Fjölskyldi Bernal fór reglulega á skrifstofu saksóknara og fór fram á að málið yrði rannsakað til hlítar. Sem var gert á endanum og var einn maður ákærður fyrir að hella bensíninu á Bernal. Hann telur litlar líkur á því að hann verði sakfelldur. Tengdar fréttir Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð forsetans Neyðarástand ríkir í Venesúela. 18. maí 2016 23:07 Taka rafmagnið af öllu Venesúela í fjóra tíma á dag Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að taka rafmagnið af öllu landinu í fjóra tíma í senn frá og með næstu viku, til að takast á við vaxandi orkuvanda landsins. Ástandið mun vara í fjörutíu daga en ástæða orkuvandans eru miklir þurkar sem gera það að verkum að vatnsaflsvirkjanir landsins ná ekki að framleiða nægilega orku. 22. apríl 2016 08:51 Klukkunni í Venesúela flýtt til að spara rafmagn Tæplega tvær milljónir hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 2. maí 2016 07:00 Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Æstur múgur í Venesúela brenndi nýverið mann lifandi fyrir að stela fimm dölum, eða rétt rúmum sex hundruð krónum. Hann var fyrst gómaður á hlaupum og barinn grimmilega af hópi manna. Eftir að annar maður kom og sakaði hann um að hafa stolið af sér fundust um fimm dalir í vösum hans. Hópurinn helti bensíni á hinn 42 ára gamla Roberto Bernal og kveikti í honum. „Við vildum kenna þessum manni lexíu,“ sagði Eduardo Mijares við AP fréttaveituna. „Við erum þreytt á því að vera rænd í hvert sinn sem við förum út og lögreglan gerir ekki neitt.“ Fréttaveitan segir frá því að atvik sem þessi, þar sem hópur fólks refsar fólki sem sakað er um glæpi, hafi farið fjölgandi í Venesúela. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hafa 74 rannsóknir farið fram á málum þar sem meintir glæpamenn hafa verið myrtir af hópi fólks. Þá styður meirihluti þjóðarinnar aðfarir sem þessar samkvæmt rannsóknum.Gerbreytt ástand Fyrir nokkrum árum var Venesúela eitt ríkasta og öruggasta ríki Suður-Ameríku, en nú er morðtíðni þar með þeim hærri í heiminum.Bernal hefði líklega látið lífið þarna á götunni fyrir framan rúmlega tuttugu manns ef prestur hefði ekki komið honum til bjargar og slökkt eldinn með jakka sínum. Alejandro Delgado segir frá því að mennirnir sem kveiktu í Bernal hafi reynt að stöðva sig og hent flöskum að sér. Meira að segja hjúkrunarfræðingurinn sem hlúði að Bernal á sjúkrahúsinu sagði hann eiga þetta skilið. Sjálf hefur hún margsinnis verið rænd. Bernal dó vegna sára sinna tveimur dögum seinna. Lögreglan tekur lítið sem ekkert á glæpum sem þessum. AP bendir á að á árum áður hafi lögreglan framkvæmt 118 handtökur fyrir hver hundrað morð. Nú eru handtökurnar átta fyrir hver hundrað morð. Í fyrra voru 268 þúsund ákærðir vegna glæpa eins og til dæmis morða og rána. Þar af voru 27 þúsund fundnir sekir.Fjölskyldi Bernal fór reglulega á skrifstofu saksóknara og fór fram á að málið yrði rannsakað til hlítar. Sem var gert á endanum og var einn maður ákærður fyrir að hella bensíninu á Bernal. Hann telur litlar líkur á því að hann verði sakfelldur.
Tengdar fréttir Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð forsetans Neyðarástand ríkir í Venesúela. 18. maí 2016 23:07 Taka rafmagnið af öllu Venesúela í fjóra tíma á dag Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að taka rafmagnið af öllu landinu í fjóra tíma í senn frá og með næstu viku, til að takast á við vaxandi orkuvanda landsins. Ástandið mun vara í fjörutíu daga en ástæða orkuvandans eru miklir þurkar sem gera það að verkum að vatnsaflsvirkjanir landsins ná ekki að framleiða nægilega orku. 22. apríl 2016 08:51 Klukkunni í Venesúela flýtt til að spara rafmagn Tæplega tvær milljónir hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 2. maí 2016 07:00 Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð forsetans Neyðarástand ríkir í Venesúela. 18. maí 2016 23:07
Taka rafmagnið af öllu Venesúela í fjóra tíma á dag Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að taka rafmagnið af öllu landinu í fjóra tíma í senn frá og með næstu viku, til að takast á við vaxandi orkuvanda landsins. Ástandið mun vara í fjörutíu daga en ástæða orkuvandans eru miklir þurkar sem gera það að verkum að vatnsaflsvirkjanir landsins ná ekki að framleiða nægilega orku. 22. apríl 2016 08:51
Klukkunni í Venesúela flýtt til að spara rafmagn Tæplega tvær milljónir hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 2. maí 2016 07:00
Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34