Tómas Guðbjartsson segir „fráleitt“ að hann sé einhvers konar leikstjóri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2016 10:34 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum segir það fráleitt að myndir af ganga- og biðstöfuinnlögnum hafi verið sviðsettar með sig sem leikstjóra. Vísir Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum segir það fráleitt að myndir af ganga- og biðstöfuinnlögnum hafi verið sviðsettar með sig sem leikstjóra. Hann segir það einnig ósatt að hann hafi beitt fyrir sig veikum skjólstæðingum spítalans í því skyni að ná athygli fjölmiðla. Hann segir staðhæfingu landlæknis um að ástandið á Landspítalanum sé ekki slæmt koma á óvart. Mikil umræða hefur skapast um ástandið á Landspítalanum síðustu daga eftir að Tómas birti myndir af gangainnlögnum á Facebook síðu sinni. Þá sagði hann að gangainnlagnir séu meinsemd í íslenska heilbrigðiskerfinu sem ætti ekki að þekkjast og benti á að yfirvöld í Svíþjóð beiti spítala dagskektum ef sjúklingar eru látnir liggja á göngum.Sjá einnig:Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: „Er ekki góðæri?“ Í gær sagði Ásmundur Friðiriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, töluvert vera af lausum rýmum á sjúkrahúsum allt í kringum Landspítalann í umræðu á Facebook síðu Kjartans Más Kjartanssonar. Hann sakaði Landspítalann um að stilla sjúklingum upp á göngum svo fréttamenn geti flutt ljótar sögur úr heilbrigðiskerfinu. „Fyrir tveimur árum var heilbrigðiskerfið að hruni komið vegna léglegra launa, nú eru læknum greidd hæstu laun á norðurlöndum og þá kemur næsti kafli í hruni heilbrigðiskerfisins,“ skrifaði Ásmundur.Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Birgir Jakobsson landlæknir að ástandið á Landspítalanum væri í raun „ekki mjög slæmt“ en að ekki væri ásættanlegt að fólk liggi á göngum. Tómas svarar Ásmundi og Birgi á Facebook síðu sinni í dag. Hann segir það ósatt að hann hafi notfært sér sjúklinga til að ná athygli fjölmiðla. „Ég sýndi fréttamanni RÚV aðstæður á öllum fimm legudeildunum við Hringbraut. Áður hafði ég fengið til þess tilskilin leyfi innan spítalans. Að sjúklingar á öðrum deildum hafi síðan stigið fram og viljað tjá sig við fréttamann RÚV var ekki að mínu frumkvæði. Það geta viðmælendurnir sjálfir, fjölmargir aðstandendur þeirra (sem einnig gáfu samþykki sitt) og starfsfólk viðkomandi deilda staðfest,“ skrifar Tómas og bætir því við að starfsmenn Landspítala hafi hingað til verið tregir til að tjá sig um ástandið á spítalanum. „Starfsmenn Landspítala hafa hingað til, þar með taldir stjórnendur og millistjórnendur, verið tregir til að tjá sig um þá “hjartsláttaróreglu” sem spítalinn á við að etja og hefur ríkt svo mánuðum og árum skiptir“. Hann segir ummæli landlæknis um að hann hefði brugðist skjótt við og krafið stjórnendur Landspítala um gögn koma á óvart. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala staðfesti í Kastljósi að beiðni um gögn hefði borist fyrr um morguninn. „Það er vissulega hægt að sjúkdómsgreina hjartsláttaróreglu með því þreifa púls með lokuð augu, en við brýnum fyrir læknanemum að auðveldara sé að komast að réttri greiningu með því að þreifa púlsinn um leið og maður horfir á sjúklinginn og hlustar á kvartanir hans.“ Tengdar fréttir Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: ,,Er ekki góðæri?'' Tómas tók myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á Landspítalanum. 18. desember 2016 13:07 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum segir það fráleitt að myndir af ganga- og biðstöfuinnlögnum hafi verið sviðsettar með sig sem leikstjóra. Hann segir það einnig ósatt að hann hafi beitt fyrir sig veikum skjólstæðingum spítalans í því skyni að ná athygli fjölmiðla. Hann segir staðhæfingu landlæknis um að ástandið á Landspítalanum sé ekki slæmt koma á óvart. Mikil umræða hefur skapast um ástandið á Landspítalanum síðustu daga eftir að Tómas birti myndir af gangainnlögnum á Facebook síðu sinni. Þá sagði hann að gangainnlagnir séu meinsemd í íslenska heilbrigðiskerfinu sem ætti ekki að þekkjast og benti á að yfirvöld í Svíþjóð beiti spítala dagskektum ef sjúklingar eru látnir liggja á göngum.Sjá einnig:Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: „Er ekki góðæri?“ Í gær sagði Ásmundur Friðiriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, töluvert vera af lausum rýmum á sjúkrahúsum allt í kringum Landspítalann í umræðu á Facebook síðu Kjartans Más Kjartanssonar. Hann sakaði Landspítalann um að stilla sjúklingum upp á göngum svo fréttamenn geti flutt ljótar sögur úr heilbrigðiskerfinu. „Fyrir tveimur árum var heilbrigðiskerfið að hruni komið vegna léglegra launa, nú eru læknum greidd hæstu laun á norðurlöndum og þá kemur næsti kafli í hruni heilbrigðiskerfisins,“ skrifaði Ásmundur.Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Birgir Jakobsson landlæknir að ástandið á Landspítalanum væri í raun „ekki mjög slæmt“ en að ekki væri ásættanlegt að fólk liggi á göngum. Tómas svarar Ásmundi og Birgi á Facebook síðu sinni í dag. Hann segir það ósatt að hann hafi notfært sér sjúklinga til að ná athygli fjölmiðla. „Ég sýndi fréttamanni RÚV aðstæður á öllum fimm legudeildunum við Hringbraut. Áður hafði ég fengið til þess tilskilin leyfi innan spítalans. Að sjúklingar á öðrum deildum hafi síðan stigið fram og viljað tjá sig við fréttamann RÚV var ekki að mínu frumkvæði. Það geta viðmælendurnir sjálfir, fjölmargir aðstandendur þeirra (sem einnig gáfu samþykki sitt) og starfsfólk viðkomandi deilda staðfest,“ skrifar Tómas og bætir því við að starfsmenn Landspítala hafi hingað til verið tregir til að tjá sig um ástandið á spítalanum. „Starfsmenn Landspítala hafa hingað til, þar með taldir stjórnendur og millistjórnendur, verið tregir til að tjá sig um þá “hjartsláttaróreglu” sem spítalinn á við að etja og hefur ríkt svo mánuðum og árum skiptir“. Hann segir ummæli landlæknis um að hann hefði brugðist skjótt við og krafið stjórnendur Landspítala um gögn koma á óvart. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala staðfesti í Kastljósi að beiðni um gögn hefði borist fyrr um morguninn. „Það er vissulega hægt að sjúkdómsgreina hjartsláttaróreglu með því þreifa púls með lokuð augu, en við brýnum fyrir læknanemum að auðveldara sé að komast að réttri greiningu með því að þreifa púlsinn um leið og maður horfir á sjúklinginn og hlustar á kvartanir hans.“
Tengdar fréttir Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: ,,Er ekki góðæri?'' Tómas tók myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á Landspítalanum. 18. desember 2016 13:07 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: ,,Er ekki góðæri?'' Tómas tók myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á Landspítalanum. 18. desember 2016 13:07