Tómas Guðbjartsson segir „fráleitt“ að hann sé einhvers konar leikstjóri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2016 10:34 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum segir það fráleitt að myndir af ganga- og biðstöfuinnlögnum hafi verið sviðsettar með sig sem leikstjóra. Vísir Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum segir það fráleitt að myndir af ganga- og biðstöfuinnlögnum hafi verið sviðsettar með sig sem leikstjóra. Hann segir það einnig ósatt að hann hafi beitt fyrir sig veikum skjólstæðingum spítalans í því skyni að ná athygli fjölmiðla. Hann segir staðhæfingu landlæknis um að ástandið á Landspítalanum sé ekki slæmt koma á óvart. Mikil umræða hefur skapast um ástandið á Landspítalanum síðustu daga eftir að Tómas birti myndir af gangainnlögnum á Facebook síðu sinni. Þá sagði hann að gangainnlagnir séu meinsemd í íslenska heilbrigðiskerfinu sem ætti ekki að þekkjast og benti á að yfirvöld í Svíþjóð beiti spítala dagskektum ef sjúklingar eru látnir liggja á göngum.Sjá einnig:Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: „Er ekki góðæri?“ Í gær sagði Ásmundur Friðiriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, töluvert vera af lausum rýmum á sjúkrahúsum allt í kringum Landspítalann í umræðu á Facebook síðu Kjartans Más Kjartanssonar. Hann sakaði Landspítalann um að stilla sjúklingum upp á göngum svo fréttamenn geti flutt ljótar sögur úr heilbrigðiskerfinu. „Fyrir tveimur árum var heilbrigðiskerfið að hruni komið vegna léglegra launa, nú eru læknum greidd hæstu laun á norðurlöndum og þá kemur næsti kafli í hruni heilbrigðiskerfisins,“ skrifaði Ásmundur.Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Birgir Jakobsson landlæknir að ástandið á Landspítalanum væri í raun „ekki mjög slæmt“ en að ekki væri ásættanlegt að fólk liggi á göngum. Tómas svarar Ásmundi og Birgi á Facebook síðu sinni í dag. Hann segir það ósatt að hann hafi notfært sér sjúklinga til að ná athygli fjölmiðla. „Ég sýndi fréttamanni RÚV aðstæður á öllum fimm legudeildunum við Hringbraut. Áður hafði ég fengið til þess tilskilin leyfi innan spítalans. Að sjúklingar á öðrum deildum hafi síðan stigið fram og viljað tjá sig við fréttamann RÚV var ekki að mínu frumkvæði. Það geta viðmælendurnir sjálfir, fjölmargir aðstandendur þeirra (sem einnig gáfu samþykki sitt) og starfsfólk viðkomandi deilda staðfest,“ skrifar Tómas og bætir því við að starfsmenn Landspítala hafi hingað til verið tregir til að tjá sig um ástandið á spítalanum. „Starfsmenn Landspítala hafa hingað til, þar með taldir stjórnendur og millistjórnendur, verið tregir til að tjá sig um þá “hjartsláttaróreglu” sem spítalinn á við að etja og hefur ríkt svo mánuðum og árum skiptir“. Hann segir ummæli landlæknis um að hann hefði brugðist skjótt við og krafið stjórnendur Landspítala um gögn koma á óvart. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala staðfesti í Kastljósi að beiðni um gögn hefði borist fyrr um morguninn. „Það er vissulega hægt að sjúkdómsgreina hjartsláttaróreglu með því þreifa púls með lokuð augu, en við brýnum fyrir læknanemum að auðveldara sé að komast að réttri greiningu með því að þreifa púlsinn um leið og maður horfir á sjúklinginn og hlustar á kvartanir hans.“ Tengdar fréttir Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: ,,Er ekki góðæri?'' Tómas tók myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á Landspítalanum. 18. desember 2016 13:07 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum segir það fráleitt að myndir af ganga- og biðstöfuinnlögnum hafi verið sviðsettar með sig sem leikstjóra. Hann segir það einnig ósatt að hann hafi beitt fyrir sig veikum skjólstæðingum spítalans í því skyni að ná athygli fjölmiðla. Hann segir staðhæfingu landlæknis um að ástandið á Landspítalanum sé ekki slæmt koma á óvart. Mikil umræða hefur skapast um ástandið á Landspítalanum síðustu daga eftir að Tómas birti myndir af gangainnlögnum á Facebook síðu sinni. Þá sagði hann að gangainnlagnir séu meinsemd í íslenska heilbrigðiskerfinu sem ætti ekki að þekkjast og benti á að yfirvöld í Svíþjóð beiti spítala dagskektum ef sjúklingar eru látnir liggja á göngum.Sjá einnig:Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: „Er ekki góðæri?“ Í gær sagði Ásmundur Friðiriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, töluvert vera af lausum rýmum á sjúkrahúsum allt í kringum Landspítalann í umræðu á Facebook síðu Kjartans Más Kjartanssonar. Hann sakaði Landspítalann um að stilla sjúklingum upp á göngum svo fréttamenn geti flutt ljótar sögur úr heilbrigðiskerfinu. „Fyrir tveimur árum var heilbrigðiskerfið að hruni komið vegna léglegra launa, nú eru læknum greidd hæstu laun á norðurlöndum og þá kemur næsti kafli í hruni heilbrigðiskerfisins,“ skrifaði Ásmundur.Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Birgir Jakobsson landlæknir að ástandið á Landspítalanum væri í raun „ekki mjög slæmt“ en að ekki væri ásættanlegt að fólk liggi á göngum. Tómas svarar Ásmundi og Birgi á Facebook síðu sinni í dag. Hann segir það ósatt að hann hafi notfært sér sjúklinga til að ná athygli fjölmiðla. „Ég sýndi fréttamanni RÚV aðstæður á öllum fimm legudeildunum við Hringbraut. Áður hafði ég fengið til þess tilskilin leyfi innan spítalans. Að sjúklingar á öðrum deildum hafi síðan stigið fram og viljað tjá sig við fréttamann RÚV var ekki að mínu frumkvæði. Það geta viðmælendurnir sjálfir, fjölmargir aðstandendur þeirra (sem einnig gáfu samþykki sitt) og starfsfólk viðkomandi deilda staðfest,“ skrifar Tómas og bætir því við að starfsmenn Landspítala hafi hingað til verið tregir til að tjá sig um ástandið á spítalanum. „Starfsmenn Landspítala hafa hingað til, þar með taldir stjórnendur og millistjórnendur, verið tregir til að tjá sig um þá “hjartsláttaróreglu” sem spítalinn á við að etja og hefur ríkt svo mánuðum og árum skiptir“. Hann segir ummæli landlæknis um að hann hefði brugðist skjótt við og krafið stjórnendur Landspítala um gögn koma á óvart. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala staðfesti í Kastljósi að beiðni um gögn hefði borist fyrr um morguninn. „Það er vissulega hægt að sjúkdómsgreina hjartsláttaróreglu með því þreifa púls með lokuð augu, en við brýnum fyrir læknanemum að auðveldara sé að komast að réttri greiningu með því að þreifa púlsinn um leið og maður horfir á sjúklinginn og hlustar á kvartanir hans.“
Tengdar fréttir Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: ,,Er ekki góðæri?'' Tómas tók myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á Landspítalanum. 18. desember 2016 13:07 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Lækna-Tómas gagnrýnir stjórnvöld: ,,Er ekki góðæri?'' Tómas tók myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á Landspítalanum. 18. desember 2016 13:07