Ragnar: „Ég fékk boltann og hugsaði að nú ætla ég að gera eitthvað sniðugt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. desember 2016 11:30 Einn stærsti sigur íslenska fótboltalandsliðsins undanfarin misseri var vafalítið sigurinn á Hollandi á Amsterdam Arena í undankeppni EM 2016. Gylfi Þór Sigurðsson tryggði strákunum okkar sigurinn með marki úr vítaspyrnu en Holland var ekki búið að tapa mótsleik í Amsterdam í rúman áratug. Hollenska liðið var heillum horfið í leiknum og missti mann af velli þegar Bruno Martin Indi var rekinn út af. Marki undir og manni færri settu hollensku stjörnurnar ekki mikla pressu á okkar menn. Svo litla að Ragnar Sigurðsson, landsliðsmiðvörður, ákvað að stríða þeim aðeins.Sjá einnig:Eiður Smári opnar sig: „Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Ragnar talar um leikinn gegn Hollandi í myndinni Jökullinn logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan.Ragnar Sigurðsson.vísir/gettyVildi ekki gera mistök „Þeir voru búnir að missa mann út af og við vorum yfir en samt voru þeir ekki að pressa á okkur. Þeir bökkuðu niður á miðju sem mér fannst geðveikt skrítið,“ segir Ragnar þegar hann rifjar upp leikinn fræga. „Ég fékk boltann og hugsaði að nú myndi ég gera eitthvað sniðugt þannig að ég steig ofan á boltann. Ég stóð svoleiðis í svona þrjár til fjórar sekúndur, held ég.“ „Fólkið var að byrja að baula á mig en þá gaf ég boltann. Ég sé ógeðslega eftir því að hafa ekki staðið á boltanum í tíu sekúndur. Ég held að það hefði verið flott sena.“ „Mér var skítsama um áhorfendur og allt þannig. Ég hugsaði bara að ég ætlaði ekki að taka svona „move“ og gera svo mistökin sem leiða til þess að þeir jafna. Þess vegna hætti ég við þetta,“ segir Ragnar Sigurðsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn logar má sjá hér að ofan. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með 120 mínútum af aukaefni. Fótbolti Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Sjá meira
Einn stærsti sigur íslenska fótboltalandsliðsins undanfarin misseri var vafalítið sigurinn á Hollandi á Amsterdam Arena í undankeppni EM 2016. Gylfi Þór Sigurðsson tryggði strákunum okkar sigurinn með marki úr vítaspyrnu en Holland var ekki búið að tapa mótsleik í Amsterdam í rúman áratug. Hollenska liðið var heillum horfið í leiknum og missti mann af velli þegar Bruno Martin Indi var rekinn út af. Marki undir og manni færri settu hollensku stjörnurnar ekki mikla pressu á okkar menn. Svo litla að Ragnar Sigurðsson, landsliðsmiðvörður, ákvað að stríða þeim aðeins.Sjá einnig:Eiður Smári opnar sig: „Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Ragnar talar um leikinn gegn Hollandi í myndinni Jökullinn logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan.Ragnar Sigurðsson.vísir/gettyVildi ekki gera mistök „Þeir voru búnir að missa mann út af og við vorum yfir en samt voru þeir ekki að pressa á okkur. Þeir bökkuðu niður á miðju sem mér fannst geðveikt skrítið,“ segir Ragnar þegar hann rifjar upp leikinn fræga. „Ég fékk boltann og hugsaði að nú myndi ég gera eitthvað sniðugt þannig að ég steig ofan á boltann. Ég stóð svoleiðis í svona þrjár til fjórar sekúndur, held ég.“ „Fólkið var að byrja að baula á mig en þá gaf ég boltann. Ég sé ógeðslega eftir því að hafa ekki staðið á boltanum í tíu sekúndur. Ég held að það hefði verið flott sena.“ „Mér var skítsama um áhorfendur og allt þannig. Ég hugsaði bara að ég ætlaði ekki að taka svona „move“ og gera svo mistökin sem leiða til þess að þeir jafna. Þess vegna hætti ég við þetta,“ segir Ragnar Sigurðsson.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn logar má sjá hér að ofan. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með 120 mínútum af aukaefni.
Fótbolti Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Sjá meira
Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00
Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Eiður Smári Guðjohnsen hefur lent í meiðslum og erfiðleikum á annars glæstum ferli. 16. desember 2016 11:30
Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30