Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2016 11:30 Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska fótboltalandsliðsins frá upphafi, hefur lent í ýmsu á sínum ferli og glímt bæði við meiðsli og veikindi. Það hélt honum samt ekki niðri því á glæstum 22 ára löngum meistaraflokksferli hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, spænska bikarinn, Meistaradeildina og spilað á EM. Eiður Smári talar opinskátt um meiðslin í myndinni Jökullinn Logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan. Árið 1996 kom Eiður Smári inn á sem varamaður í vináttulandsleik gegn Eistlandi fyrir föður sinn, Arnór. Þeir voru fyrstu feðgarnir sem voru valdir í landsliðshóp en pressa var sett á þáverandi landsliðsþjálfara, Loga Ólafsson, að láta þá ekki byrja leikinn saman. Óskar var eftir því að feðgarnir myndu byrja saman inn á í leik gegn Makedóníu 1. júní þetta sama ár en ekkert varð af því eins og frægt er orðið. Eiður Smári var tæklaður hryllilega í leik gegn Írlandi í Dyflinni með 18 ára landsliðinu og fékk aldrei landsleikinn með Arnóri. „Þetta var svolítið súrrealísk stund því um leið og ég var tæklaður fann ég að eitthvað var farið. Það fyrsta sem mér datt til hugar: „Andskotinn, leikurinn með pabba er farinn,“,“ segir Eiður Smári sem fékk á einum tímapunkti þær fréttir að ferill hans myndi aldrei ná jafnlangt og hann vonaðist til. „Það var tekin röntgenmynd og þá var kominn aftur einhver beinvöxtur í ökklann. Þá sagði læknirinn við mig að því miður gæti hann ekki séð fram á það að ég myndi spila aftur á háu stigi. Maður felldi tár og hringdi í mömmu,“ segir Eiður.Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki með Chelsea.vísir/afpSvimaköst hjá Chelsea Læknirinn hafði ekki rétt fyrir sér því Eiður Smári kom heim til Íslands og spilaði með KR til að koma sér í stand. Þaðan fór hann til Bolton og svo til Chelsea þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina í tvígang undir stjórn José Mourinho. Eiður Smári spilaði „bara“ 26 deildarleiki fyrir Chelsea á síðustu leiktíð sinni hjá Lundúnarfélaginu áður en hann hélt til Barcelona. En það er önnur ástæða fyrir því sem Eiður hefur ekki áður talað um. „Síðasta tímabilið mitt hjá Chelsea var erfitt því ég var að spila minna. Ég var ekki að glíma við meiðsli en ég þjáðist af brjáluðum svimaköstum sem komu upp úr þurru og enginn gat fundið skýringu á,“ segir hann. „Oft á tíðum var ég að missa af æfingum og leikjum út af einhverju sem enginn vann skýringu á. Ég var svolítið hræddur við það og fer í heilaskoðun til að gá hvort það væri ekki allt í fína.“ „Það var haldið að þetta hefði eitthvað með jafnvægistaugina í eyranu að gera eða eitthvað svoleiðis. Það var hálft ár þar sem ég ældi út af svima og vissi ekki hvað var að gerast,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með fjórum klukkustundum af aukaefni. Enski boltinn Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska fótboltalandsliðsins frá upphafi, hefur lent í ýmsu á sínum ferli og glímt bæði við meiðsli og veikindi. Það hélt honum samt ekki niðri því á glæstum 22 ára löngum meistaraflokksferli hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, spænska bikarinn, Meistaradeildina og spilað á EM. Eiður Smári talar opinskátt um meiðslin í myndinni Jökullinn Logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan. Árið 1996 kom Eiður Smári inn á sem varamaður í vináttulandsleik gegn Eistlandi fyrir föður sinn, Arnór. Þeir voru fyrstu feðgarnir sem voru valdir í landsliðshóp en pressa var sett á þáverandi landsliðsþjálfara, Loga Ólafsson, að láta þá ekki byrja leikinn saman. Óskar var eftir því að feðgarnir myndu byrja saman inn á í leik gegn Makedóníu 1. júní þetta sama ár en ekkert varð af því eins og frægt er orðið. Eiður Smári var tæklaður hryllilega í leik gegn Írlandi í Dyflinni með 18 ára landsliðinu og fékk aldrei landsleikinn með Arnóri. „Þetta var svolítið súrrealísk stund því um leið og ég var tæklaður fann ég að eitthvað var farið. Það fyrsta sem mér datt til hugar: „Andskotinn, leikurinn með pabba er farinn,“,“ segir Eiður Smári sem fékk á einum tímapunkti þær fréttir að ferill hans myndi aldrei ná jafnlangt og hann vonaðist til. „Það var tekin röntgenmynd og þá var kominn aftur einhver beinvöxtur í ökklann. Þá sagði læknirinn við mig að því miður gæti hann ekki séð fram á það að ég myndi spila aftur á háu stigi. Maður felldi tár og hringdi í mömmu,“ segir Eiður.Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki með Chelsea.vísir/afpSvimaköst hjá Chelsea Læknirinn hafði ekki rétt fyrir sér því Eiður Smári kom heim til Íslands og spilaði með KR til að koma sér í stand. Þaðan fór hann til Bolton og svo til Chelsea þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina í tvígang undir stjórn José Mourinho. Eiður Smári spilaði „bara“ 26 deildarleiki fyrir Chelsea á síðustu leiktíð sinni hjá Lundúnarfélaginu áður en hann hélt til Barcelona. En það er önnur ástæða fyrir því sem Eiður hefur ekki áður talað um. „Síðasta tímabilið mitt hjá Chelsea var erfitt því ég var að spila minna. Ég var ekki að glíma við meiðsli en ég þjáðist af brjáluðum svimaköstum sem komu upp úr þurru og enginn gat fundið skýringu á,“ segir hann. „Oft á tíðum var ég að missa af æfingum og leikjum út af einhverju sem enginn vann skýringu á. Ég var svolítið hræddur við það og fer í heilaskoðun til að gá hvort það væri ekki allt í fína.“ „Það var haldið að þetta hefði eitthvað með jafnvægistaugina í eyranu að gera eða eitthvað svoleiðis. Það var hálft ár þar sem ég ældi út af svima og vissi ekki hvað var að gerast,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með fjórum klukkustundum af aukaefni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00
Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti