Árásin í Berlín: Pólski vörubílstjórinn skotinn nokkru fyrir árásina Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2016 13:26 Lögregla rannsakar nú hvort að Anis Amri kunni mögulega að hafa verið með samverkamenn. Vísir/AFP Pólski vörubílstjórinn Lukasz Urban var skotinn í höfuðið nokkrum klukkustundum áður en Túnisinn Anis Amri ók vörubílnum inn á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz í Berlín þann 19. desember. Þýskir fjölmiðlar greina frá þessu og vísa í skýrslu réttarlækna. Urban var í hópi tólf manna sem fórust í árásinni, en auk þeirra særðust tugir til viðbótar. Eftir árásina fannst Urban stunginn og skotinn í vörubílnum og bárust fréttir af því að hann hefði komið í veg fyrir að Amri hafi banað fleirum. Þýska blaðið Bild segir nú frá því að læknar útiloki að hinn 37 ára Urban hafi verið með meðvitund þegar árásin var gerð. Krufning hafi leitt í ljós að hann hafi verið skotinn milli 16:30 og 17:30 að staðartíma og að hann hafi misst mikið blóð. Frændi Urban hafði áður greint frá því að hann hafi misst samband við Urban um klukkan 16, en árásin var gerð skömmu eftir klukkan 20. Bild segir mögulegt að Urban hafi verið á lífi í farþegasætinu þegar árásin var gerð en að útilokað hafi verið fyrir hann að grípa í stýrið og hafa þannig áhrif á akstursleið vörubílsins. Hinn 24 ára Amri var skotinn til bana af lögreglu í Mílanó á Ítalíu þann 23. desember. Á myndbandi sem áróðursdeild ISIS birti mátti sjá hann sverja hollustu við samtökin. Lögregla rannsakar nú hvort að hann kunni mögulega að hafa verið með samverkamenn. Á upptöku úr öryggismyndavél á Lyon-Part-Dieu lestarstöðinni má sjá Amri skömmu áður en hann steig um borð í lest á leið til Chambery á leið sinni til Mílano. Þar virtist hann vera einn á ferð. Tengdar fréttir Móðir Anis Amri segir lögregluna hafa brugðist Anis Amri féll í fyrrinótt í skotbardaga við lögreglumenn í Mílanó á Ítalíu. Hans hafði verið leitað um alla Evrópu vegna árásarinnar á jólamarkaðinn í Berlín á mánudag. 24. desember 2016 07:00 Bílstjórar safna fyrir Urban Bresk söfnun vörubílsstjóra fyrir fjölskyldu Pólverjans Lukasz Urban, sem barðist við hryðjuverkamanninn Anis Amri skömmu áður en hann ók inn á jólamarkað í Berlín, er kominn upp í rúm 165 þúsund pund. 27. desember 2016 07:00 Árásin í Berlín: Merkel vill hraða brottvísunarferli hælisleitenda Angela Merkel lagði áherslu á að rannsókninni á árásinni á jólamarkaðnum í Berlín væri á engan hátt lokið. 23. desember 2016 14:51 Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira
Pólski vörubílstjórinn Lukasz Urban var skotinn í höfuðið nokkrum klukkustundum áður en Túnisinn Anis Amri ók vörubílnum inn á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz í Berlín þann 19. desember. Þýskir fjölmiðlar greina frá þessu og vísa í skýrslu réttarlækna. Urban var í hópi tólf manna sem fórust í árásinni, en auk þeirra særðust tugir til viðbótar. Eftir árásina fannst Urban stunginn og skotinn í vörubílnum og bárust fréttir af því að hann hefði komið í veg fyrir að Amri hafi banað fleirum. Þýska blaðið Bild segir nú frá því að læknar útiloki að hinn 37 ára Urban hafi verið með meðvitund þegar árásin var gerð. Krufning hafi leitt í ljós að hann hafi verið skotinn milli 16:30 og 17:30 að staðartíma og að hann hafi misst mikið blóð. Frændi Urban hafði áður greint frá því að hann hafi misst samband við Urban um klukkan 16, en árásin var gerð skömmu eftir klukkan 20. Bild segir mögulegt að Urban hafi verið á lífi í farþegasætinu þegar árásin var gerð en að útilokað hafi verið fyrir hann að grípa í stýrið og hafa þannig áhrif á akstursleið vörubílsins. Hinn 24 ára Amri var skotinn til bana af lögreglu í Mílanó á Ítalíu þann 23. desember. Á myndbandi sem áróðursdeild ISIS birti mátti sjá hann sverja hollustu við samtökin. Lögregla rannsakar nú hvort að hann kunni mögulega að hafa verið með samverkamenn. Á upptöku úr öryggismyndavél á Lyon-Part-Dieu lestarstöðinni má sjá Amri skömmu áður en hann steig um borð í lest á leið til Chambery á leið sinni til Mílano. Þar virtist hann vera einn á ferð.
Tengdar fréttir Móðir Anis Amri segir lögregluna hafa brugðist Anis Amri féll í fyrrinótt í skotbardaga við lögreglumenn í Mílanó á Ítalíu. Hans hafði verið leitað um alla Evrópu vegna árásarinnar á jólamarkaðinn í Berlín á mánudag. 24. desember 2016 07:00 Bílstjórar safna fyrir Urban Bresk söfnun vörubílsstjóra fyrir fjölskyldu Pólverjans Lukasz Urban, sem barðist við hryðjuverkamanninn Anis Amri skömmu áður en hann ók inn á jólamarkað í Berlín, er kominn upp í rúm 165 þúsund pund. 27. desember 2016 07:00 Árásin í Berlín: Merkel vill hraða brottvísunarferli hælisleitenda Angela Merkel lagði áherslu á að rannsókninni á árásinni á jólamarkaðnum í Berlín væri á engan hátt lokið. 23. desember 2016 14:51 Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira
Móðir Anis Amri segir lögregluna hafa brugðist Anis Amri féll í fyrrinótt í skotbardaga við lögreglumenn í Mílanó á Ítalíu. Hans hafði verið leitað um alla Evrópu vegna árásarinnar á jólamarkaðinn í Berlín á mánudag. 24. desember 2016 07:00
Bílstjórar safna fyrir Urban Bresk söfnun vörubílsstjóra fyrir fjölskyldu Pólverjans Lukasz Urban, sem barðist við hryðjuverkamanninn Anis Amri skömmu áður en hann ók inn á jólamarkað í Berlín, er kominn upp í rúm 165 þúsund pund. 27. desember 2016 07:00
Árásin í Berlín: Merkel vill hraða brottvísunarferli hælisleitenda Angela Merkel lagði áherslu á að rannsókninni á árásinni á jólamarkaðnum í Berlín væri á engan hátt lokið. 23. desember 2016 14:51
Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31