Saka uppreisnarmenn um að sviðsetja myndbönd af ódæðum Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2016 15:45 Stjórnarliðar ganga um götur hverfis sem var nýverið tekið af uppreisnarmönnum. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir myndbönd sem sýna almenna borgara verða fyrir loftárásum og annars konar ódæðum í Aleppo í Sýrlandi, vera framleidd af uppreisnarmönnum. Igor Konashenkov, talsmaður ráðuneytisins, segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. Þá segir Konashenkov að engir aktívístar hafi fundist í austurhluta Aleppo. Góðgerðarsamtök og björgunaraðilar hafi heldur ekki fundist á svæðinu, eingöngu hryðjuverkamenn sem hafi farið illa með íbúa. Rússar segja hryðjuverkamenn hafa haldið um hundrað þúsund borgurum í gíslingu og notað þá sem mennska skildi. Þá hafi skólar og sjúkrahús verið notuð til vopnaframleiðslu og birgðageymslu. Þá segir ráðuneytið að sóknin í Aleppo hafi verið „mannúðleg“ gagnvart almennum borgurum. Sameinuðu þjóðirnar áætluðu í október að í Aleppo hafi um 900 vígamenn hryðjuverkasamtaka haldið til, af um átta þúsund uppreisnarmönnum.Lík á víð og dreif Sameinuðu þjóðirnar segja að minnst 82 almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í borginni og fregnir hafa borist af fjölda fólks sem sé fast í rústum húsa. Þar að auki eru lík sögð liggja á götum borgarinnar. Varað er við því að hinir látnu gætu verið mun fleiri. Undanfarna daga hafa loftárásirnar á Aleppo verið einhverjar þær mestu á árinu. Af þeim 82 sem hafi verið myrt eru 13 börn og 11 konur. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur bendlað íraska sjálfboðaliða sem berjast í Sýrlandi til stuðnings Bashar al-Assad við hluta morðanna. „Fregnirnar sem okkur hafa borist benda til þess að fólk hafi verið skotið til bana á götum borgarinnar og á heimilum sínum,“ sagði talsmaður Mannréttindastofnunarinnar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði blaðamönnum í dag að Rússar væru orðnir þreyttir á „vælinu“ í núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna um að stöðva átökin í borginni, þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ekkert gert til að reyna að fá „hófsama uppreisnarmenn“ til þess að slíta sig frá vígamönnum hryðjuverkasamtaka.Talsmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Blaðamaður keyrir inn í Aleppo. Grim arrival in #Aleppo pic.twitter.com/x2iMKA8s8s— Dan Rivers (@danriversitv) December 13, 2016 Rætt við íbúa borgarinnar As MPs debate ways to alleviate suffering in #Aleppo - harrowing words from trapped #c4news journalist @waadalkateab pic.twitter.com/4vz9XTvg1b— Hayley Barlow (@Hayley_Barlow) December 13, 2016 Íbúar í vesturhluta Aleppo fagna sigri stjórnarhersins. #Syria: People in #Aleppo were freed by the #Assad government troops, does not look as if people are unhappy about it. pic.twitter.com/XAR0MyoxxK— Onlinemagazin (@OnlineMagazin) December 13, 2016 Tengdar fréttir Kenna skorti á samvinnu frá Bandaríkjunum um fall Palmyra Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Moskvu sagði nú í morgun að Bandaríkin vildu ekki starfa með Rússlandi, en hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina með samvinnu. 13. desember 2016 13:30 Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir myndbönd sem sýna almenna borgara verða fyrir loftárásum og annars konar ódæðum í Aleppo í Sýrlandi, vera framleidd af uppreisnarmönnum. Igor Konashenkov, talsmaður ráðuneytisins, segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. Þá segir Konashenkov að engir aktívístar hafi fundist í austurhluta Aleppo. Góðgerðarsamtök og björgunaraðilar hafi heldur ekki fundist á svæðinu, eingöngu hryðjuverkamenn sem hafi farið illa með íbúa. Rússar segja hryðjuverkamenn hafa haldið um hundrað þúsund borgurum í gíslingu og notað þá sem mennska skildi. Þá hafi skólar og sjúkrahús verið notuð til vopnaframleiðslu og birgðageymslu. Þá segir ráðuneytið að sóknin í Aleppo hafi verið „mannúðleg“ gagnvart almennum borgurum. Sameinuðu þjóðirnar áætluðu í október að í Aleppo hafi um 900 vígamenn hryðjuverkasamtaka haldið til, af um átta þúsund uppreisnarmönnum.Lík á víð og dreif Sameinuðu þjóðirnar segja að minnst 82 almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í borginni og fregnir hafa borist af fjölda fólks sem sé fast í rústum húsa. Þar að auki eru lík sögð liggja á götum borgarinnar. Varað er við því að hinir látnu gætu verið mun fleiri. Undanfarna daga hafa loftárásirnar á Aleppo verið einhverjar þær mestu á árinu. Af þeim 82 sem hafi verið myrt eru 13 börn og 11 konur. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur bendlað íraska sjálfboðaliða sem berjast í Sýrlandi til stuðnings Bashar al-Assad við hluta morðanna. „Fregnirnar sem okkur hafa borist benda til þess að fólk hafi verið skotið til bana á götum borgarinnar og á heimilum sínum,“ sagði talsmaður Mannréttindastofnunarinnar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði blaðamönnum í dag að Rússar væru orðnir þreyttir á „vælinu“ í núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna um að stöðva átökin í borginni, þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ekkert gert til að reyna að fá „hófsama uppreisnarmenn“ til þess að slíta sig frá vígamönnum hryðjuverkasamtaka.Talsmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Blaðamaður keyrir inn í Aleppo. Grim arrival in #Aleppo pic.twitter.com/x2iMKA8s8s— Dan Rivers (@danriversitv) December 13, 2016 Rætt við íbúa borgarinnar As MPs debate ways to alleviate suffering in #Aleppo - harrowing words from trapped #c4news journalist @waadalkateab pic.twitter.com/4vz9XTvg1b— Hayley Barlow (@Hayley_Barlow) December 13, 2016 Íbúar í vesturhluta Aleppo fagna sigri stjórnarhersins. #Syria: People in #Aleppo were freed by the #Assad government troops, does not look as if people are unhappy about it. pic.twitter.com/XAR0MyoxxK— Onlinemagazin (@OnlineMagazin) December 13, 2016
Tengdar fréttir Kenna skorti á samvinnu frá Bandaríkjunum um fall Palmyra Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Moskvu sagði nú í morgun að Bandaríkin vildu ekki starfa með Rússlandi, en hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina með samvinnu. 13. desember 2016 13:30 Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Kenna skorti á samvinnu frá Bandaríkjunum um fall Palmyra Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Moskvu sagði nú í morgun að Bandaríkin vildu ekki starfa með Rússlandi, en hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina með samvinnu. 13. desember 2016 13:30
Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12
Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30
Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40