Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2016 10:40 Látinn uppreisnarmaður á götum Aleppo. Vísir/AFP Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að fjöldamorð hafi átt sér stað í Aleppo í Sýrlandi. Þeir segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi í gær og í nótt. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segir fólkið hafa verið myrt í minnst fjórum hverfum borgarinnar. Á meðal hinna myrtu eru ellefu konur og þrettán börn. Sjálfboðaliðar sem veita stjórnarhernum stuðning eru sagðir meðal annars hafa farið inn á heimili fólks og myrt það. Þá hafa gífurlegar loftárásir og stórskotaliðsárásir verið gerðar á borgina. Í gærkvöldi sögðu „Hvítu hjálmarnir“ svokölluðu að minnst 90 manns væru föst í rústum húsa í borginni. Ekki væri hægt að komast til þeirra, en björgunarmenn heyrðu í fólki í rústunum. Talsmaður Mannréttindastofnunarinnar segir fregnir einnig hafa borist af því að fjöldi líka liggi á götum Aleppo. Íbúar þori ekki að sækja þau vegna loftárása og af ótta við að verða skotin til bana. Borginni hefur í raun verið skipt upp í tvo hluta í fjögur ár. Stjórnarherinn hefur stjórnað vesturhluta hennar og uppreisnarmenn austurhlutanum. Stjórnarhernum tókst þó að brjótast í gegnum víglínurnar með hjálp sjálfboðaliða frá Íran og öðrum löndum og loftárásum Rússa. Uppreisnin í Aleppo virðist nú vera komin að endalokum en talið er að enn haldi um hundrað þúsund manns til á því litla svæði sem uppreisnarmenn stjórna enn. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa biðlað til stjórnvalda Sýrlands og Rússa til að binda enda á loftárásirnar í borginni og gefa borgurum möguleika á því að yfirgefa svæðið. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Uppreisnarmenn kalla eftir vopnahléi í Aleppo Uppreisnarmenn hafa kallað eftir vopnahléi í Aleppo til að gefa saklausum borgurum færi á að flýja. 7. desember 2016 18:19 Uppreisnarmenn nánast að falli komnir í borginni Aleppo Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð gamla bæjarhlutanum í Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Megnið af borginni allri er nú á valdi stjórnarhersins. Tvær og hálf milljón manna bjó í borginni þegar átök hófust. 8. desember 2016 07:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að fjöldamorð hafi átt sér stað í Aleppo í Sýrlandi. Þeir segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi í gær og í nótt. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segir fólkið hafa verið myrt í minnst fjórum hverfum borgarinnar. Á meðal hinna myrtu eru ellefu konur og þrettán börn. Sjálfboðaliðar sem veita stjórnarhernum stuðning eru sagðir meðal annars hafa farið inn á heimili fólks og myrt það. Þá hafa gífurlegar loftárásir og stórskotaliðsárásir verið gerðar á borgina. Í gærkvöldi sögðu „Hvítu hjálmarnir“ svokölluðu að minnst 90 manns væru föst í rústum húsa í borginni. Ekki væri hægt að komast til þeirra, en björgunarmenn heyrðu í fólki í rústunum. Talsmaður Mannréttindastofnunarinnar segir fregnir einnig hafa borist af því að fjöldi líka liggi á götum Aleppo. Íbúar þori ekki að sækja þau vegna loftárása og af ótta við að verða skotin til bana. Borginni hefur í raun verið skipt upp í tvo hluta í fjögur ár. Stjórnarherinn hefur stjórnað vesturhluta hennar og uppreisnarmenn austurhlutanum. Stjórnarhernum tókst þó að brjótast í gegnum víglínurnar með hjálp sjálfboðaliða frá Íran og öðrum löndum og loftárásum Rússa. Uppreisnin í Aleppo virðist nú vera komin að endalokum en talið er að enn haldi um hundrað þúsund manns til á því litla svæði sem uppreisnarmenn stjórna enn. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa biðlað til stjórnvalda Sýrlands og Rússa til að binda enda á loftárásirnar í borginni og gefa borgurum möguleika á því að yfirgefa svæðið.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Uppreisnarmenn kalla eftir vopnahléi í Aleppo Uppreisnarmenn hafa kallað eftir vopnahléi í Aleppo til að gefa saklausum borgurum færi á að flýja. 7. desember 2016 18:19 Uppreisnarmenn nánast að falli komnir í borginni Aleppo Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð gamla bæjarhlutanum í Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Megnið af borginni allri er nú á valdi stjórnarhersins. Tvær og hálf milljón manna bjó í borginni þegar átök hófust. 8. desember 2016 07:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30
Uppreisnarmenn kalla eftir vopnahléi í Aleppo Uppreisnarmenn hafa kallað eftir vopnahléi í Aleppo til að gefa saklausum borgurum færi á að flýja. 7. desember 2016 18:19
Uppreisnarmenn nánast að falli komnir í borginni Aleppo Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð gamla bæjarhlutanum í Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Megnið af borginni allri er nú á valdi stjórnarhersins. Tvær og hálf milljón manna bjó í borginni þegar átök hófust. 8. desember 2016 07:00