Enski boltinn

Koeman hefur áhuga á United-tvíeykinu sem er í kuldanum hjá Mourinho

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Schneiderlin og Memphis hafa hvorugur byrjað leik í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Schneiderlin og Memphis hafa hvorugur byrjað leik í ensku úrvalsdeildinni í vetur. vísir/getty
Ronald Koeman hefur áhuga á að fá Morgan Schneiderlin og Memphis Depay, leikmenn Manchester United, til Everton í janúarglugganum.

Schneiderlin og Depay hafa verið í aukahlutverkum hjá United í vetur en hvorugur þeirra hefur byrjað leik í ensku úrvalsdeildinni.

José Mourinho hefur sagt að hann sé tilbúinn að hlusta á tilboð í leikmennina sem virðast ekki eiga sér framtíð hjá United.

Koeman þekkir vel til Schneiderlins en hann vann með honum hjá Southampton. Talið er að Frakkinn muni kosta Everton í kringum 24 milljónir punda. Líklegra er talið að Memphis fari á láni til Everton en að hann verði seldur.

Everton vann góðan sigur á Arsenal í síðustu umferð. Liðið er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir 16 umferðir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×