Hóf skothríð á umdeildum pítsustað Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2016 13:48 Maðurinn gekk inn og miðaði byssunni á starfsmann áður en hann skaut einu skoti í gólfið. Vísir/EPA Lögregla í Bandaríkjunum handtók mann sem skaut úr riffli á pítsastaðinn Comet Ping Pong í Washington í nótt. Veitingastaðurinn var skotmark falskrar fréttar sem hefur verið í mikilli dreifingu meðal „alt-right“ fólks svokallaðs um mánaðaskeið. Þar var því haldið fram að Hillary Clinton ræki barnaklámshring úr fyrirtækinu.Engan sakaði í árásinni en árásarmaðurinn sagðist hafa farið á veitingahúsið til að rannsaka samsæriskenninguna, sem hefur gengið undir nafninu „Pizzagate“. Maðurinn gekk inn og miðaði byssunni á starfsmann áður en hann skaut einu skoti í gólfið. Hann var með tvær byssur á sér og ein til viðbótar fannst í bílnum hans. Uppruna samsæriskenningunnar má, samkvæmt BBC, rekja til spjallborða 4chan þar sem umræðurnar byggðu á leka tölvupósta John Pedesta og Wikileaks. Podesta hafði rætt veitingastaðinn í tölvupóstum sínum og einn notandi stakk upp á því að orð eins og ostur, pylsa og pizza væru dulmál fyrir ung börn og kynlíf. Kenningum þessum, sem byggja á engu, hefur verið dreift á bloggsíðum eins og Infowars, sem Alex Jones, stuðningsmaður Donald Trump, sér um og víðar. Þar á meðal dreifði sonur þjóðaröryggisráðgjafa Trump, Michael Flynn, kenningunni. Eiganda og starfsmönnum Comet Ping Pong hefur margsinnis verið hótað á samfélagsmiðlum og jafnvel lífláti. „Ég vona að þeir sem taka þátt í að kynda undir eldana hugsi um það sem gerðist hérna í dag og hætti að dreifa þessum lygum strax,“ sagði James Alefantis, eigandi Comet Ping Pong. Donald Trump Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Sjá meira
Lögregla í Bandaríkjunum handtók mann sem skaut úr riffli á pítsastaðinn Comet Ping Pong í Washington í nótt. Veitingastaðurinn var skotmark falskrar fréttar sem hefur verið í mikilli dreifingu meðal „alt-right“ fólks svokallaðs um mánaðaskeið. Þar var því haldið fram að Hillary Clinton ræki barnaklámshring úr fyrirtækinu.Engan sakaði í árásinni en árásarmaðurinn sagðist hafa farið á veitingahúsið til að rannsaka samsæriskenninguna, sem hefur gengið undir nafninu „Pizzagate“. Maðurinn gekk inn og miðaði byssunni á starfsmann áður en hann skaut einu skoti í gólfið. Hann var með tvær byssur á sér og ein til viðbótar fannst í bílnum hans. Uppruna samsæriskenningunnar má, samkvæmt BBC, rekja til spjallborða 4chan þar sem umræðurnar byggðu á leka tölvupósta John Pedesta og Wikileaks. Podesta hafði rætt veitingastaðinn í tölvupóstum sínum og einn notandi stakk upp á því að orð eins og ostur, pylsa og pizza væru dulmál fyrir ung börn og kynlíf. Kenningum þessum, sem byggja á engu, hefur verið dreift á bloggsíðum eins og Infowars, sem Alex Jones, stuðningsmaður Donald Trump, sér um og víðar. Þar á meðal dreifði sonur þjóðaröryggisráðgjafa Trump, Michael Flynn, kenningunni. Eiganda og starfsmönnum Comet Ping Pong hefur margsinnis verið hótað á samfélagsmiðlum og jafnvel lífláti. „Ég vona að þeir sem taka þátt í að kynda undir eldana hugsi um það sem gerðist hérna í dag og hætti að dreifa þessum lygum strax,“ sagði James Alefantis, eigandi Comet Ping Pong.
Donald Trump Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Sjá meira