Erlent

Repúblikanar taka illa í áform Trumps

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Kevin McCarthy og Paul Ryan, tveir helstu leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild þingsins, hafa báðir lýst andstöðu sinni við áform Trumps.
Kevin McCarthy og Paul Ryan, tveir helstu leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild þingsins, hafa báðir lýst andstöðu sinni við áform Trumps. Fréttablaðið/EPA
„Ég vil ekki lenda í einhvers konar viðskiptastríði,“ segir Kevin McCarthy, leiðtogi þingmeirihluta Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna.

Hann og fleiri forystumenn flokksins í fulltrúadeildinni hafa lýst andstöðu við áform Donalds Trump, verðandi forseta, um að leggja þungar álögur á fyrirtæki sem flytja störf úr landi.

Frá þessu er skýrt á fréttavef The New York Times.

Trump sagðist um helgina ætla að leggja 35 prósent innflutningstolla á vörur frá fyrirtækjum, sem hafa flutt starfsemi sína úr landi en ætla að halda áfram að selja vörur sínar í Bandaríkjunum.

Þetta gengur þvert gegn stefnu Repúblikanaflokksins, rétt eins og fleiri áherslur Trumps, meðal annars í skatta- og tollamálum. Hann þarf hins vegar á stuðningi Repúblikana­flokksins á þingi að halda til að geta komið málum sínum í gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×