Uppreisnarmenn nánast að falli komnir í borginni Aleppo Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. desember 2016 07:00 Stór svæði í Aleppo eru rústir einar eftir langvarandi átök og loftárásir. Nordicphotos/AFP Uppreisnarmenn í Aleppo sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir vopnahléi. Stjórnarherinn hefur, með aðstoð Rússa, náð stærstum hluta borgarinnar úr höndum þeirra. Fjögurra ára umsátur stjórnarhersins um yfirráðasvæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar virðist vera að ljúka með afgerandi sigri Bashars al Assad forseta. Í fyrrinótt yfirgáfu uppreisnarmenn gamla bæjarhlutann og ráða nú aðeins yfir svæði í suðurhluta borgarinnar, sem er um þriðjungur þess sem þeir réðu yfir þangað til stjórnarherinn hóf fyrir nokkrum vikum stórsókn sína með aðstoð Rússa. Uppreisnarmenn hafa hins vegar varist hart á þessu svæði í gær og gert árásir á stjórnarherinn sem nálgast. Átökin hafa breiðst út um alla borgina og nágrenni hennar, með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk sem enn býr þar.Þrengt að uppreisnarmönnum í AleppoRússar eru harðlega gagnrýndir fyrir loftárásir sínar á almenna borgara í sameiginlegri yfirlýsingu sex vestrænna leiðtoga: „Sjúkrahúsum og skólum hefur ekki verið hlíft. Svo virðist sem þau séu frekar skotmörk í tilraun til að þreyta fólk. Myndir af deyjandi börnum eru átakanlegar,“ segir í yfirlýsingunni, sem Barack Obama Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Angela Merkel Þýskalandskanslari, François Hollande Frakklandsforseti, Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sendu frá sér. Uppreisnarmenn sendu einnig í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir fimm daga vopnahléi, svo hægt verði að koma almenningi burt frá átakasvæðunum. Uppreisnarmenn náðu stórum hluta Aleppoborgar á sitt vald sumarið 2012, fljótlega eftir að átökin þar hófust. Stjórnarhernum tókst ekki að veita viðnám að marki fyrr en Rússar tóku að aðstoða með loftárásum haustið 2015. Síðan þá hefur stjórnarherinn smám saman saxað á umráðasvæði uppreisnarmanna í borginni, og með stórsókn sinni undanfarnar vikur stefnir allt í að uppreisnarmennirnir missi alveg tök sín í borginni.Íbúar flýja svæði uppreisnarmanna í strætisvögnum á vegum Sýrlandsstjórnar.Nordicphotos/AFPFyrir stríðið bjuggu um 2,5 milljónir manna í Aleppo, sem þá var fjörmikil borg, miðstöð viðskiptalífsins í Sýrlandi og fjölmenningarlegur suðupottur. Hundruð þúsunda manna hafa flúið borgina. Mikil óvissa ríkir um það sem við tekur eftir að uppreisnarmenn hafa verið hraktir frá Aleppo. Þetta er síðasta borgin sem þeir hafa haft á sínu valdi, þótt enn séu þeir ráðandi afl á nokkuð stórum svæðum, einkum vestan og sunnan við Aleppo. Fáir virðast hafa mikla trú á því að þeir leggi niður vopnin. Eftir að þeir missa Aleppo frá sér þurfa þeir ekki að beina kröftum sínum að því að verja borgarhverfi, en geta þess í stað tekið að stunda skæruhernað sem erfitt verður að stöðva.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Uppreisnarmenn í Aleppo sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir vopnahléi. Stjórnarherinn hefur, með aðstoð Rússa, náð stærstum hluta borgarinnar úr höndum þeirra. Fjögurra ára umsátur stjórnarhersins um yfirráðasvæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar virðist vera að ljúka með afgerandi sigri Bashars al Assad forseta. Í fyrrinótt yfirgáfu uppreisnarmenn gamla bæjarhlutann og ráða nú aðeins yfir svæði í suðurhluta borgarinnar, sem er um þriðjungur þess sem þeir réðu yfir þangað til stjórnarherinn hóf fyrir nokkrum vikum stórsókn sína með aðstoð Rússa. Uppreisnarmenn hafa hins vegar varist hart á þessu svæði í gær og gert árásir á stjórnarherinn sem nálgast. Átökin hafa breiðst út um alla borgina og nágrenni hennar, með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk sem enn býr þar.Þrengt að uppreisnarmönnum í AleppoRússar eru harðlega gagnrýndir fyrir loftárásir sínar á almenna borgara í sameiginlegri yfirlýsingu sex vestrænna leiðtoga: „Sjúkrahúsum og skólum hefur ekki verið hlíft. Svo virðist sem þau séu frekar skotmörk í tilraun til að þreyta fólk. Myndir af deyjandi börnum eru átakanlegar,“ segir í yfirlýsingunni, sem Barack Obama Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Angela Merkel Þýskalandskanslari, François Hollande Frakklandsforseti, Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sendu frá sér. Uppreisnarmenn sendu einnig í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir fimm daga vopnahléi, svo hægt verði að koma almenningi burt frá átakasvæðunum. Uppreisnarmenn náðu stórum hluta Aleppoborgar á sitt vald sumarið 2012, fljótlega eftir að átökin þar hófust. Stjórnarhernum tókst ekki að veita viðnám að marki fyrr en Rússar tóku að aðstoða með loftárásum haustið 2015. Síðan þá hefur stjórnarherinn smám saman saxað á umráðasvæði uppreisnarmanna í borginni, og með stórsókn sinni undanfarnar vikur stefnir allt í að uppreisnarmennirnir missi alveg tök sín í borginni.Íbúar flýja svæði uppreisnarmanna í strætisvögnum á vegum Sýrlandsstjórnar.Nordicphotos/AFPFyrir stríðið bjuggu um 2,5 milljónir manna í Aleppo, sem þá var fjörmikil borg, miðstöð viðskiptalífsins í Sýrlandi og fjölmenningarlegur suðupottur. Hundruð þúsunda manna hafa flúið borgina. Mikil óvissa ríkir um það sem við tekur eftir að uppreisnarmenn hafa verið hraktir frá Aleppo. Þetta er síðasta borgin sem þeir hafa haft á sínu valdi, þótt enn séu þeir ráðandi afl á nokkuð stórum svæðum, einkum vestan og sunnan við Aleppo. Fáir virðast hafa mikla trú á því að þeir leggi niður vopnin. Eftir að þeir missa Aleppo frá sér þurfa þeir ekki að beina kröftum sínum að því að verja borgarhverfi, en geta þess í stað tekið að stunda skæruhernað sem erfitt verður að stöðva.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira