Uppreisnarmenn nánast að falli komnir í borginni Aleppo Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. desember 2016 07:00 Stór svæði í Aleppo eru rústir einar eftir langvarandi átök og loftárásir. Nordicphotos/AFP Uppreisnarmenn í Aleppo sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir vopnahléi. Stjórnarherinn hefur, með aðstoð Rússa, náð stærstum hluta borgarinnar úr höndum þeirra. Fjögurra ára umsátur stjórnarhersins um yfirráðasvæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar virðist vera að ljúka með afgerandi sigri Bashars al Assad forseta. Í fyrrinótt yfirgáfu uppreisnarmenn gamla bæjarhlutann og ráða nú aðeins yfir svæði í suðurhluta borgarinnar, sem er um þriðjungur þess sem þeir réðu yfir þangað til stjórnarherinn hóf fyrir nokkrum vikum stórsókn sína með aðstoð Rússa. Uppreisnarmenn hafa hins vegar varist hart á þessu svæði í gær og gert árásir á stjórnarherinn sem nálgast. Átökin hafa breiðst út um alla borgina og nágrenni hennar, með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk sem enn býr þar.Þrengt að uppreisnarmönnum í AleppoRússar eru harðlega gagnrýndir fyrir loftárásir sínar á almenna borgara í sameiginlegri yfirlýsingu sex vestrænna leiðtoga: „Sjúkrahúsum og skólum hefur ekki verið hlíft. Svo virðist sem þau séu frekar skotmörk í tilraun til að þreyta fólk. Myndir af deyjandi börnum eru átakanlegar,“ segir í yfirlýsingunni, sem Barack Obama Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Angela Merkel Þýskalandskanslari, François Hollande Frakklandsforseti, Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sendu frá sér. Uppreisnarmenn sendu einnig í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir fimm daga vopnahléi, svo hægt verði að koma almenningi burt frá átakasvæðunum. Uppreisnarmenn náðu stórum hluta Aleppoborgar á sitt vald sumarið 2012, fljótlega eftir að átökin þar hófust. Stjórnarhernum tókst ekki að veita viðnám að marki fyrr en Rússar tóku að aðstoða með loftárásum haustið 2015. Síðan þá hefur stjórnarherinn smám saman saxað á umráðasvæði uppreisnarmanna í borginni, og með stórsókn sinni undanfarnar vikur stefnir allt í að uppreisnarmennirnir missi alveg tök sín í borginni.Íbúar flýja svæði uppreisnarmanna í strætisvögnum á vegum Sýrlandsstjórnar.Nordicphotos/AFPFyrir stríðið bjuggu um 2,5 milljónir manna í Aleppo, sem þá var fjörmikil borg, miðstöð viðskiptalífsins í Sýrlandi og fjölmenningarlegur suðupottur. Hundruð þúsunda manna hafa flúið borgina. Mikil óvissa ríkir um það sem við tekur eftir að uppreisnarmenn hafa verið hraktir frá Aleppo. Þetta er síðasta borgin sem þeir hafa haft á sínu valdi, þótt enn séu þeir ráðandi afl á nokkuð stórum svæðum, einkum vestan og sunnan við Aleppo. Fáir virðast hafa mikla trú á því að þeir leggi niður vopnin. Eftir að þeir missa Aleppo frá sér þurfa þeir ekki að beina kröftum sínum að því að verja borgarhverfi, en geta þess í stað tekið að stunda skæruhernað sem erfitt verður að stöðva.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Uppreisnarmenn í Aleppo sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir vopnahléi. Stjórnarherinn hefur, með aðstoð Rússa, náð stærstum hluta borgarinnar úr höndum þeirra. Fjögurra ára umsátur stjórnarhersins um yfirráðasvæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar virðist vera að ljúka með afgerandi sigri Bashars al Assad forseta. Í fyrrinótt yfirgáfu uppreisnarmenn gamla bæjarhlutann og ráða nú aðeins yfir svæði í suðurhluta borgarinnar, sem er um þriðjungur þess sem þeir réðu yfir þangað til stjórnarherinn hóf fyrir nokkrum vikum stórsókn sína með aðstoð Rússa. Uppreisnarmenn hafa hins vegar varist hart á þessu svæði í gær og gert árásir á stjórnarherinn sem nálgast. Átökin hafa breiðst út um alla borgina og nágrenni hennar, með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk sem enn býr þar.Þrengt að uppreisnarmönnum í AleppoRússar eru harðlega gagnrýndir fyrir loftárásir sínar á almenna borgara í sameiginlegri yfirlýsingu sex vestrænna leiðtoga: „Sjúkrahúsum og skólum hefur ekki verið hlíft. Svo virðist sem þau séu frekar skotmörk í tilraun til að þreyta fólk. Myndir af deyjandi börnum eru átakanlegar,“ segir í yfirlýsingunni, sem Barack Obama Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Angela Merkel Þýskalandskanslari, François Hollande Frakklandsforseti, Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sendu frá sér. Uppreisnarmenn sendu einnig í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir fimm daga vopnahléi, svo hægt verði að koma almenningi burt frá átakasvæðunum. Uppreisnarmenn náðu stórum hluta Aleppoborgar á sitt vald sumarið 2012, fljótlega eftir að átökin þar hófust. Stjórnarhernum tókst ekki að veita viðnám að marki fyrr en Rússar tóku að aðstoða með loftárásum haustið 2015. Síðan þá hefur stjórnarherinn smám saman saxað á umráðasvæði uppreisnarmanna í borginni, og með stórsókn sinni undanfarnar vikur stefnir allt í að uppreisnarmennirnir missi alveg tök sín í borginni.Íbúar flýja svæði uppreisnarmanna í strætisvögnum á vegum Sýrlandsstjórnar.Nordicphotos/AFPFyrir stríðið bjuggu um 2,5 milljónir manna í Aleppo, sem þá var fjörmikil borg, miðstöð viðskiptalífsins í Sýrlandi og fjölmenningarlegur suðupottur. Hundruð þúsunda manna hafa flúið borgina. Mikil óvissa ríkir um það sem við tekur eftir að uppreisnarmenn hafa verið hraktir frá Aleppo. Þetta er síðasta borgin sem þeir hafa haft á sínu valdi, þótt enn séu þeir ráðandi afl á nokkuð stórum svæðum, einkum vestan og sunnan við Aleppo. Fáir virðast hafa mikla trú á því að þeir leggi niður vopnin. Eftir að þeir missa Aleppo frá sér þurfa þeir ekki að beina kröftum sínum að því að verja borgarhverfi, en geta þess í stað tekið að stunda skæruhernað sem erfitt verður að stöðva.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira