Uppreisnarmenn nánast að falli komnir í borginni Aleppo Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. desember 2016 07:00 Stór svæði í Aleppo eru rústir einar eftir langvarandi átök og loftárásir. Nordicphotos/AFP Uppreisnarmenn í Aleppo sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir vopnahléi. Stjórnarherinn hefur, með aðstoð Rússa, náð stærstum hluta borgarinnar úr höndum þeirra. Fjögurra ára umsátur stjórnarhersins um yfirráðasvæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar virðist vera að ljúka með afgerandi sigri Bashars al Assad forseta. Í fyrrinótt yfirgáfu uppreisnarmenn gamla bæjarhlutann og ráða nú aðeins yfir svæði í suðurhluta borgarinnar, sem er um þriðjungur þess sem þeir réðu yfir þangað til stjórnarherinn hóf fyrir nokkrum vikum stórsókn sína með aðstoð Rússa. Uppreisnarmenn hafa hins vegar varist hart á þessu svæði í gær og gert árásir á stjórnarherinn sem nálgast. Átökin hafa breiðst út um alla borgina og nágrenni hennar, með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk sem enn býr þar.Þrengt að uppreisnarmönnum í AleppoRússar eru harðlega gagnrýndir fyrir loftárásir sínar á almenna borgara í sameiginlegri yfirlýsingu sex vestrænna leiðtoga: „Sjúkrahúsum og skólum hefur ekki verið hlíft. Svo virðist sem þau séu frekar skotmörk í tilraun til að þreyta fólk. Myndir af deyjandi börnum eru átakanlegar,“ segir í yfirlýsingunni, sem Barack Obama Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Angela Merkel Þýskalandskanslari, François Hollande Frakklandsforseti, Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sendu frá sér. Uppreisnarmenn sendu einnig í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir fimm daga vopnahléi, svo hægt verði að koma almenningi burt frá átakasvæðunum. Uppreisnarmenn náðu stórum hluta Aleppoborgar á sitt vald sumarið 2012, fljótlega eftir að átökin þar hófust. Stjórnarhernum tókst ekki að veita viðnám að marki fyrr en Rússar tóku að aðstoða með loftárásum haustið 2015. Síðan þá hefur stjórnarherinn smám saman saxað á umráðasvæði uppreisnarmanna í borginni, og með stórsókn sinni undanfarnar vikur stefnir allt í að uppreisnarmennirnir missi alveg tök sín í borginni.Íbúar flýja svæði uppreisnarmanna í strætisvögnum á vegum Sýrlandsstjórnar.Nordicphotos/AFPFyrir stríðið bjuggu um 2,5 milljónir manna í Aleppo, sem þá var fjörmikil borg, miðstöð viðskiptalífsins í Sýrlandi og fjölmenningarlegur suðupottur. Hundruð þúsunda manna hafa flúið borgina. Mikil óvissa ríkir um það sem við tekur eftir að uppreisnarmenn hafa verið hraktir frá Aleppo. Þetta er síðasta borgin sem þeir hafa haft á sínu valdi, þótt enn séu þeir ráðandi afl á nokkuð stórum svæðum, einkum vestan og sunnan við Aleppo. Fáir virðast hafa mikla trú á því að þeir leggi niður vopnin. Eftir að þeir missa Aleppo frá sér þurfa þeir ekki að beina kröftum sínum að því að verja borgarhverfi, en geta þess í stað tekið að stunda skæruhernað sem erfitt verður að stöðva.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sjá meira
Uppreisnarmenn í Aleppo sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir vopnahléi. Stjórnarherinn hefur, með aðstoð Rússa, náð stærstum hluta borgarinnar úr höndum þeirra. Fjögurra ára umsátur stjórnarhersins um yfirráðasvæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar virðist vera að ljúka með afgerandi sigri Bashars al Assad forseta. Í fyrrinótt yfirgáfu uppreisnarmenn gamla bæjarhlutann og ráða nú aðeins yfir svæði í suðurhluta borgarinnar, sem er um þriðjungur þess sem þeir réðu yfir þangað til stjórnarherinn hóf fyrir nokkrum vikum stórsókn sína með aðstoð Rússa. Uppreisnarmenn hafa hins vegar varist hart á þessu svæði í gær og gert árásir á stjórnarherinn sem nálgast. Átökin hafa breiðst út um alla borgina og nágrenni hennar, með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk sem enn býr þar.Þrengt að uppreisnarmönnum í AleppoRússar eru harðlega gagnrýndir fyrir loftárásir sínar á almenna borgara í sameiginlegri yfirlýsingu sex vestrænna leiðtoga: „Sjúkrahúsum og skólum hefur ekki verið hlíft. Svo virðist sem þau séu frekar skotmörk í tilraun til að þreyta fólk. Myndir af deyjandi börnum eru átakanlegar,“ segir í yfirlýsingunni, sem Barack Obama Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Angela Merkel Þýskalandskanslari, François Hollande Frakklandsforseti, Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sendu frá sér. Uppreisnarmenn sendu einnig í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir fimm daga vopnahléi, svo hægt verði að koma almenningi burt frá átakasvæðunum. Uppreisnarmenn náðu stórum hluta Aleppoborgar á sitt vald sumarið 2012, fljótlega eftir að átökin þar hófust. Stjórnarhernum tókst ekki að veita viðnám að marki fyrr en Rússar tóku að aðstoða með loftárásum haustið 2015. Síðan þá hefur stjórnarherinn smám saman saxað á umráðasvæði uppreisnarmanna í borginni, og með stórsókn sinni undanfarnar vikur stefnir allt í að uppreisnarmennirnir missi alveg tök sín í borginni.Íbúar flýja svæði uppreisnarmanna í strætisvögnum á vegum Sýrlandsstjórnar.Nordicphotos/AFPFyrir stríðið bjuggu um 2,5 milljónir manna í Aleppo, sem þá var fjörmikil borg, miðstöð viðskiptalífsins í Sýrlandi og fjölmenningarlegur suðupottur. Hundruð þúsunda manna hafa flúið borgina. Mikil óvissa ríkir um það sem við tekur eftir að uppreisnarmenn hafa verið hraktir frá Aleppo. Þetta er síðasta borgin sem þeir hafa haft á sínu valdi, þótt enn séu þeir ráðandi afl á nokkuð stórum svæðum, einkum vestan og sunnan við Aleppo. Fáir virðast hafa mikla trú á því að þeir leggi niður vopnin. Eftir að þeir missa Aleppo frá sér þurfa þeir ekki að beina kröftum sínum að því að verja borgarhverfi, en geta þess í stað tekið að stunda skæruhernað sem erfitt verður að stöðva.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sjá meira