Uppreisnarmenn nánast að falli komnir í borginni Aleppo Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. desember 2016 07:00 Stór svæði í Aleppo eru rústir einar eftir langvarandi átök og loftárásir. Nordicphotos/AFP Uppreisnarmenn í Aleppo sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir vopnahléi. Stjórnarherinn hefur, með aðstoð Rússa, náð stærstum hluta borgarinnar úr höndum þeirra. Fjögurra ára umsátur stjórnarhersins um yfirráðasvæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar virðist vera að ljúka með afgerandi sigri Bashars al Assad forseta. Í fyrrinótt yfirgáfu uppreisnarmenn gamla bæjarhlutann og ráða nú aðeins yfir svæði í suðurhluta borgarinnar, sem er um þriðjungur þess sem þeir réðu yfir þangað til stjórnarherinn hóf fyrir nokkrum vikum stórsókn sína með aðstoð Rússa. Uppreisnarmenn hafa hins vegar varist hart á þessu svæði í gær og gert árásir á stjórnarherinn sem nálgast. Átökin hafa breiðst út um alla borgina og nágrenni hennar, með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk sem enn býr þar.Þrengt að uppreisnarmönnum í AleppoRússar eru harðlega gagnrýndir fyrir loftárásir sínar á almenna borgara í sameiginlegri yfirlýsingu sex vestrænna leiðtoga: „Sjúkrahúsum og skólum hefur ekki verið hlíft. Svo virðist sem þau séu frekar skotmörk í tilraun til að þreyta fólk. Myndir af deyjandi börnum eru átakanlegar,“ segir í yfirlýsingunni, sem Barack Obama Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Angela Merkel Þýskalandskanslari, François Hollande Frakklandsforseti, Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sendu frá sér. Uppreisnarmenn sendu einnig í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir fimm daga vopnahléi, svo hægt verði að koma almenningi burt frá átakasvæðunum. Uppreisnarmenn náðu stórum hluta Aleppoborgar á sitt vald sumarið 2012, fljótlega eftir að átökin þar hófust. Stjórnarhernum tókst ekki að veita viðnám að marki fyrr en Rússar tóku að aðstoða með loftárásum haustið 2015. Síðan þá hefur stjórnarherinn smám saman saxað á umráðasvæði uppreisnarmanna í borginni, og með stórsókn sinni undanfarnar vikur stefnir allt í að uppreisnarmennirnir missi alveg tök sín í borginni.Íbúar flýja svæði uppreisnarmanna í strætisvögnum á vegum Sýrlandsstjórnar.Nordicphotos/AFPFyrir stríðið bjuggu um 2,5 milljónir manna í Aleppo, sem þá var fjörmikil borg, miðstöð viðskiptalífsins í Sýrlandi og fjölmenningarlegur suðupottur. Hundruð þúsunda manna hafa flúið borgina. Mikil óvissa ríkir um það sem við tekur eftir að uppreisnarmenn hafa verið hraktir frá Aleppo. Þetta er síðasta borgin sem þeir hafa haft á sínu valdi, þótt enn séu þeir ráðandi afl á nokkuð stórum svæðum, einkum vestan og sunnan við Aleppo. Fáir virðast hafa mikla trú á því að þeir leggi niður vopnin. Eftir að þeir missa Aleppo frá sér þurfa þeir ekki að beina kröftum sínum að því að verja borgarhverfi, en geta þess í stað tekið að stunda skæruhernað sem erfitt verður að stöðva.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Sjá meira
Uppreisnarmenn í Aleppo sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir vopnahléi. Stjórnarherinn hefur, með aðstoð Rússa, náð stærstum hluta borgarinnar úr höndum þeirra. Fjögurra ára umsátur stjórnarhersins um yfirráðasvæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar virðist vera að ljúka með afgerandi sigri Bashars al Assad forseta. Í fyrrinótt yfirgáfu uppreisnarmenn gamla bæjarhlutann og ráða nú aðeins yfir svæði í suðurhluta borgarinnar, sem er um þriðjungur þess sem þeir réðu yfir þangað til stjórnarherinn hóf fyrir nokkrum vikum stórsókn sína með aðstoð Rússa. Uppreisnarmenn hafa hins vegar varist hart á þessu svæði í gær og gert árásir á stjórnarherinn sem nálgast. Átökin hafa breiðst út um alla borgina og nágrenni hennar, með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk sem enn býr þar.Þrengt að uppreisnarmönnum í AleppoRússar eru harðlega gagnrýndir fyrir loftárásir sínar á almenna borgara í sameiginlegri yfirlýsingu sex vestrænna leiðtoga: „Sjúkrahúsum og skólum hefur ekki verið hlíft. Svo virðist sem þau séu frekar skotmörk í tilraun til að þreyta fólk. Myndir af deyjandi börnum eru átakanlegar,“ segir í yfirlýsingunni, sem Barack Obama Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Angela Merkel Þýskalandskanslari, François Hollande Frakklandsforseti, Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sendu frá sér. Uppreisnarmenn sendu einnig í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir óska eftir fimm daga vopnahléi, svo hægt verði að koma almenningi burt frá átakasvæðunum. Uppreisnarmenn náðu stórum hluta Aleppoborgar á sitt vald sumarið 2012, fljótlega eftir að átökin þar hófust. Stjórnarhernum tókst ekki að veita viðnám að marki fyrr en Rússar tóku að aðstoða með loftárásum haustið 2015. Síðan þá hefur stjórnarherinn smám saman saxað á umráðasvæði uppreisnarmanna í borginni, og með stórsókn sinni undanfarnar vikur stefnir allt í að uppreisnarmennirnir missi alveg tök sín í borginni.Íbúar flýja svæði uppreisnarmanna í strætisvögnum á vegum Sýrlandsstjórnar.Nordicphotos/AFPFyrir stríðið bjuggu um 2,5 milljónir manna í Aleppo, sem þá var fjörmikil borg, miðstöð viðskiptalífsins í Sýrlandi og fjölmenningarlegur suðupottur. Hundruð þúsunda manna hafa flúið borgina. Mikil óvissa ríkir um það sem við tekur eftir að uppreisnarmenn hafa verið hraktir frá Aleppo. Þetta er síðasta borgin sem þeir hafa haft á sínu valdi, þótt enn séu þeir ráðandi afl á nokkuð stórum svæðum, einkum vestan og sunnan við Aleppo. Fáir virðast hafa mikla trú á því að þeir leggi niður vopnin. Eftir að þeir missa Aleppo frá sér þurfa þeir ekki að beina kröftum sínum að því að verja borgarhverfi, en geta þess í stað tekið að stunda skæruhernað sem erfitt verður að stöðva.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Sjá meira