Tveir reynsluboltar keppa um útnefningu Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, Francois Fillon og Alain Juppé, keppa um að verða forsetaefni Lýðveldissinna, stærsta hægri flokks Frakklands. Nordicphotos/AFP Á morgun verður efnt til seinni umferðar forvals Flokks lýðveldissinna í Frakklandi, þar sem tveir fyrrverandi forsætisráðherrar keppa um að verða forsetaefni flokksins. Þeir Alain Juppé og François Fillon mættust í sjónvarpskappræðum á fimmtudagskvöld, og þótti Fillon hafa staðið sig betur. Fillon er gallharður frjálshyggjumaður sem lofar að gefa Frökkum raflost verði hann forseti. Raflostið eigi að gagnast fyrirtækjum, sem lengi hafa kvartað undan íþyngjandi regluverki sem hindri sveigjanleika í rekstri. Juppé þykir frjálslyndari. Hann hefur varað við harkalegum umbótum sem myndu ekki skila tilætluðum efnahagsárangri. Hann hefur einnig verið opnari fyrir fjölmenningu og réttindum minnihlutahópa. Samkvæmt skoðanakönnunum á Fillon meiri möguleika á sigri. Honum er spáð 65 prósentum atkvæða í forvalinu á morgun. Hann er einnig talinn eiga meiri möguleika en Juppé í forsetakosningunum, sem haldnar verða 23. apríl næstkomandi. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti, náði ekki nógu miklu fylgi í fyrri umferð forvalsins til að komast í seinni umferðina. Það kom nokkuð á óvart, en hann er þar með úr leik. Sósíalistar, sem nú fara með stjórn landsins, eiga enn eftir að velja sér forsetaefni. Forval þeirra verður í janúar. François Hollande, núverandi forseti, hefur enn ekki tekið af skarið um hvort hann gefi kost á sér. Skoðanakannanir spá honum engum yfirburðasigri og reyndar þykir Sósíalistaflokkurinn enn sem komið er varla hafa roð við Lýðveldissinnum, hver svo sem frambjóðandi þeirra verður. Ekki mælist þjóðernissinninn Marine Le Pen heldur með nógu mikið fylgi til að geta gert sér raunhæfar vonir um forsetaembættið. Fylgi hennar hefur samt verið að aukast töluvert og óvæntar niðurstöður forsetakosninga í Bandaríkjunum og Brexit-kosninganna í Bretlandi hafa magnað upp óvissuna. Hún þykir að minnsta kosti eiga góða möguleika á að komast í gegnum fyrri umferð forsetakosninganna, þannig að kjósendur þurfi að velja á milli hennar og frambjóðanda Lýðveldissinna, hvort sem það verður Fillon eða Juppé, í seinni umferðinni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Á morgun verður efnt til seinni umferðar forvals Flokks lýðveldissinna í Frakklandi, þar sem tveir fyrrverandi forsætisráðherrar keppa um að verða forsetaefni flokksins. Þeir Alain Juppé og François Fillon mættust í sjónvarpskappræðum á fimmtudagskvöld, og þótti Fillon hafa staðið sig betur. Fillon er gallharður frjálshyggjumaður sem lofar að gefa Frökkum raflost verði hann forseti. Raflostið eigi að gagnast fyrirtækjum, sem lengi hafa kvartað undan íþyngjandi regluverki sem hindri sveigjanleika í rekstri. Juppé þykir frjálslyndari. Hann hefur varað við harkalegum umbótum sem myndu ekki skila tilætluðum efnahagsárangri. Hann hefur einnig verið opnari fyrir fjölmenningu og réttindum minnihlutahópa. Samkvæmt skoðanakönnunum á Fillon meiri möguleika á sigri. Honum er spáð 65 prósentum atkvæða í forvalinu á morgun. Hann er einnig talinn eiga meiri möguleika en Juppé í forsetakosningunum, sem haldnar verða 23. apríl næstkomandi. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti, náði ekki nógu miklu fylgi í fyrri umferð forvalsins til að komast í seinni umferðina. Það kom nokkuð á óvart, en hann er þar með úr leik. Sósíalistar, sem nú fara með stjórn landsins, eiga enn eftir að velja sér forsetaefni. Forval þeirra verður í janúar. François Hollande, núverandi forseti, hefur enn ekki tekið af skarið um hvort hann gefi kost á sér. Skoðanakannanir spá honum engum yfirburðasigri og reyndar þykir Sósíalistaflokkurinn enn sem komið er varla hafa roð við Lýðveldissinnum, hver svo sem frambjóðandi þeirra verður. Ekki mælist þjóðernissinninn Marine Le Pen heldur með nógu mikið fylgi til að geta gert sér raunhæfar vonir um forsetaembættið. Fylgi hennar hefur samt verið að aukast töluvert og óvæntar niðurstöður forsetakosninga í Bandaríkjunum og Brexit-kosninganna í Bretlandi hafa magnað upp óvissuna. Hún þykir að minnsta kosti eiga góða möguleika á að komast í gegnum fyrri umferð forsetakosninganna, þannig að kjósendur þurfi að velja á milli hennar og frambjóðanda Lýðveldissinna, hvort sem það verður Fillon eða Juppé, í seinni umferðinni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira