Erlent

Fögnuðu fréttum af andláti Castro í Litlu Havana í Miami

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill fjöldi brottfluttra Kúbumanna búa í Miami.
Mikill fjöldi brottfluttra Kúbumanna búa í Miami. Vísir/AFP
Íbúar hverfisins sem gengur undir nafninu Litlu Havana í bandarísku borginni Miami fögnuðu fréttum um andlát Fyrrverandi Kúbuforseta á götum hverfisins í nótt.

Raul Castro, Kúbuforseti og bróðir Fídel, greindi frá andláti bróður síns í sjónvarpsávarpi snemma í morgun.

Mikill fjöldi brottfluttra Kúbumanna búa í Miami. Þar var fólk dansandi á götum, veifandi fánum og skutu upp flugeldum eftir að fréttirnar bárust. Í frétt Miami Herald segir að fjölmargir hafi farið út á götur borgarinnar í náttfötum til að fagna.

„Ég vildi óska þess að faðir minn væri hér til að upplifa þetta,“ segir hinn 27 ára Abraham Quintero í samtali við blaðið.

Fögnuður á götum Miami hefur haft mikil áhrif á umferð í Litlu Havana þar sem hefur sums staðar þurft að loka götum.

Sjá má myndband af Facebook-síðu Miami Herald af fagnaðarlátum að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×