Endi olíualdarinnar frestað Svavar Hávarðsson skrifar 10. nóvember 2016 07:15 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna og Mike Pence, verðandi varaforseti Bandarikjanna. Vísir/Getty Þegar þjóðarleiðtogar féllust í faðma eftir undirritun loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í París í desember síðastliðnum, var það kallað risaskref fram á við til að takast á við stærstu áskorun mannskyns – loftslagsbreytingar af mannavöldum. Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur aftur á móti lýst því yfir að vísindin að baki loftslagsfræðunum séu þvættingur og að baki þeim séu Kínverjar sem vilji koma höggi á Bandaríkin. Hann sagði ítrekað í kosningabaráttu sinni að yrði hann kosinn forseti þá myndi hann kljúfa þjóð sína frá samkomulaginu sem leiðtogar 196 ríkja undirrituðu og taka fyrir alla fjármögnun loftslagstengdra verkefna úr bandarískum sjóðum. Eins vill hann gera allt sem í hans valdi stendur til að auka framleiðslu á olíu, gasi og kolum á leið sinni til að tvöfalda hagvöxt í Bandaríkjunum. Það loforð endurtók hann síðast í sigurræðu sinni í gærmorgun.KaldhæðnislegtÍ þessu ljósi er það kaldhæðnislegt að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP22) stendur yfir þessa dagana í borginni Marrakesh í Marokkó – sem er jafnframt fyrsta aðildarríkjaþing Parísarsamningsins. Eins að fyrir fimm dögum gekk Parísarsamningurinn um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum í gildi á heimsvísu, en í Marrakesh liggur fyrir þinginu að útfæra nánar ýmis ákvæði Parísarsamningsins; bókhald ríkja varðandi losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis með skógrækt og öðrum aðgerðum, aðlögun að breytingum og fjármál.Stórt er spurtEn getur Donald Trump látið verða af hótunum sínum – sem jafnvel fulltrúar kínverskra stjórnvalda hafa gagnrýnt. Umhverfisráðherra Frakklands, Ségolène Royal, sem var mjög áberandi við gerð Parísarsamningsins, sagði við blaðamenn í Marrakesh í gær að Bandaríkin gætu ekki sagt sig einhliða frá samningnum. Í samkomulaginu kæmi skýrt fram að allar þjóðir sem hefðu fullgilt hann væru bundnar af honum næstu fjögur árin. Ekki eru allir jafn sannfærðir um „fjögur ár stöðugleika“, eins og Royal. Bent er á að þrátt fyrir Parísarsamkomulagið geti Trump unnið gegn markmiðum þess innan frá; með því að ónýta verk Baracks Obama, fráfarandi forseta, sem miða að því að draga úr losun í Bandaríkjunum. Hafa ber hugfast að stór hluti af innanríkispólitík Trumps, eins og hún birtist í kosningabaráttu hans, er einmitt að endurlífga kolaiðnaðinn, og styrkja aðrar uppsprettur jarðefnaeldsneytis. Það eitt gengur þvert á anda Parísarsamkomulagsins – og heitstrengingar leiðtoga heims til að ná markmiðum þess um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. Valkosturinn, eins og margoft hefur komið fram í máli ráðamanna jafnt sem vísindamanna, eru áður óþekktar hamfarir sem munu ná til allrar heimsbyggðarinnar – en bara taka á sig ólíkar myndir.40%Bandaríkin og Kína bera samanlagt ábyrgð á um 40 prósentum af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum – og bera höfuð og herðar yfir öll önnur ríki hvað það varðar. Þess vegna vakti það sérstaka athygli þegar þessir fjandvinir komu saman mánuði fyrir Parísarfundinn og undirrituðu samkomulag um að minnka útblástur sinn. Enginn efast um áhrif þessa samkomulags á framgang samningaviðræðnanna sem fylgdu, og var sagt að ef Kína og Bandaríkin gætu sameinast um þessi markmið þá gætu aðrar þjóðir heims gert það líka. Þá má spyrja hvað þetta samband þýðir ef Bandaríkin ætla ekki að virða Parísarsamkomulagið. Getur það haft áhrif á afstöðu Kínverja þar sem löndin komu fram saman sem tvíeyki, og hann hefði aldrei orðið að veruleika án ríkjanna tveggja. Án samnings í París hafði verið látið að því liggja að Sameinuðu þjóðirnar hefðu misst af sínu síðasta tækifæri til að ná samkomulagi milli allra, stórra sem smárra, um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Við tæki glundroði þar sem enginn tæki ábyrgð á lausn vandans, sem nær allir þó viðurkenna og hræðast. Parísarsamkomulagið var síðar sagt marka endi olíualdarinnar. Í dag virðist það mikilli óvissu háð. Rétt eins og hvað það raunverulega þýðir fyrir baráttuna gegn hlýnun jarðar að valdamesti maður heims viðurkennir ekki að breytingarnar séu að eiga sér stað. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Donald Trump í gegnum árin Farið yfir feril verðandi forseta Bandaríkjanna í máli og myndum. 9. nóvember 2016 14:53 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Þegar þjóðarleiðtogar féllust í faðma eftir undirritun loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í París í desember síðastliðnum, var það kallað risaskref fram á við til að takast á við stærstu áskorun mannskyns – loftslagsbreytingar af mannavöldum. Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur aftur á móti lýst því yfir að vísindin að baki loftslagsfræðunum séu þvættingur og að baki þeim séu Kínverjar sem vilji koma höggi á Bandaríkin. Hann sagði ítrekað í kosningabaráttu sinni að yrði hann kosinn forseti þá myndi hann kljúfa þjóð sína frá samkomulaginu sem leiðtogar 196 ríkja undirrituðu og taka fyrir alla fjármögnun loftslagstengdra verkefna úr bandarískum sjóðum. Eins vill hann gera allt sem í hans valdi stendur til að auka framleiðslu á olíu, gasi og kolum á leið sinni til að tvöfalda hagvöxt í Bandaríkjunum. Það loforð endurtók hann síðast í sigurræðu sinni í gærmorgun.KaldhæðnislegtÍ þessu ljósi er það kaldhæðnislegt að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP22) stendur yfir þessa dagana í borginni Marrakesh í Marokkó – sem er jafnframt fyrsta aðildarríkjaþing Parísarsamningsins. Eins að fyrir fimm dögum gekk Parísarsamningurinn um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum í gildi á heimsvísu, en í Marrakesh liggur fyrir þinginu að útfæra nánar ýmis ákvæði Parísarsamningsins; bókhald ríkja varðandi losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis með skógrækt og öðrum aðgerðum, aðlögun að breytingum og fjármál.Stórt er spurtEn getur Donald Trump látið verða af hótunum sínum – sem jafnvel fulltrúar kínverskra stjórnvalda hafa gagnrýnt. Umhverfisráðherra Frakklands, Ségolène Royal, sem var mjög áberandi við gerð Parísarsamningsins, sagði við blaðamenn í Marrakesh í gær að Bandaríkin gætu ekki sagt sig einhliða frá samningnum. Í samkomulaginu kæmi skýrt fram að allar þjóðir sem hefðu fullgilt hann væru bundnar af honum næstu fjögur árin. Ekki eru allir jafn sannfærðir um „fjögur ár stöðugleika“, eins og Royal. Bent er á að þrátt fyrir Parísarsamkomulagið geti Trump unnið gegn markmiðum þess innan frá; með því að ónýta verk Baracks Obama, fráfarandi forseta, sem miða að því að draga úr losun í Bandaríkjunum. Hafa ber hugfast að stór hluti af innanríkispólitík Trumps, eins og hún birtist í kosningabaráttu hans, er einmitt að endurlífga kolaiðnaðinn, og styrkja aðrar uppsprettur jarðefnaeldsneytis. Það eitt gengur þvert á anda Parísarsamkomulagsins – og heitstrengingar leiðtoga heims til að ná markmiðum þess um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. Valkosturinn, eins og margoft hefur komið fram í máli ráðamanna jafnt sem vísindamanna, eru áður óþekktar hamfarir sem munu ná til allrar heimsbyggðarinnar – en bara taka á sig ólíkar myndir.40%Bandaríkin og Kína bera samanlagt ábyrgð á um 40 prósentum af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum – og bera höfuð og herðar yfir öll önnur ríki hvað það varðar. Þess vegna vakti það sérstaka athygli þegar þessir fjandvinir komu saman mánuði fyrir Parísarfundinn og undirrituðu samkomulag um að minnka útblástur sinn. Enginn efast um áhrif þessa samkomulags á framgang samningaviðræðnanna sem fylgdu, og var sagt að ef Kína og Bandaríkin gætu sameinast um þessi markmið þá gætu aðrar þjóðir heims gert það líka. Þá má spyrja hvað þetta samband þýðir ef Bandaríkin ætla ekki að virða Parísarsamkomulagið. Getur það haft áhrif á afstöðu Kínverja þar sem löndin komu fram saman sem tvíeyki, og hann hefði aldrei orðið að veruleika án ríkjanna tveggja. Án samnings í París hafði verið látið að því liggja að Sameinuðu þjóðirnar hefðu misst af sínu síðasta tækifæri til að ná samkomulagi milli allra, stórra sem smárra, um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Við tæki glundroði þar sem enginn tæki ábyrgð á lausn vandans, sem nær allir þó viðurkenna og hræðast. Parísarsamkomulagið var síðar sagt marka endi olíualdarinnar. Í dag virðist það mikilli óvissu háð. Rétt eins og hvað það raunverulega þýðir fyrir baráttuna gegn hlýnun jarðar að valdamesti maður heims viðurkennir ekki að breytingarnar séu að eiga sér stað.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Donald Trump í gegnum árin Farið yfir feril verðandi forseta Bandaríkjanna í máli og myndum. 9. nóvember 2016 14:53 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Donald Trump í gegnum árin Farið yfir feril verðandi forseta Bandaríkjanna í máli og myndum. 9. nóvember 2016 14:53
Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30