Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2016 07:30 Donald Trump verður 45. forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. Hann vann óvænta sigra í fjölda ríkja en samkvæmt könnunum síðustu daga þótti ólíklegt að Trump myndi takast að vinna. Svo virðist sem að hann hafi verið með mun hærra hlutfall þeldökkra og spænskættaðra Bandaríkjamanna með sér í liði en talið var. Trump hefur nú tryggt sér þá kjörmenn sem hann þurfti. Meðal þess sem að Trump hefur heitið því að gera á fyrstu dögum sínum í starfi er að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka Hillary Clinton, að afnema heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama, afnema kjarnorkusamninginn við Íran, semja á nýtt um viðskiptasamninga við önnur ríki og reka milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi. Í sigurræðu sinni þakkaði Trump Hillary Clinton fyrir ötult starf í þágu Bandaríkjamanna um árabil og sagði hana hafa barist hart í kosningabaráttunni. Hann kallaði eftir einingu innan Bandaríkjanna og sagðist ætla að vera forseti allra íbúa Bandaríkjanna. Hann sagði að Bandaríkin myndu héðan frá ekki sætta sig við neitt annað en það besta. Bandaríkin myndu eiga í góðu sambandi við aðrar þjóðir og þrátt fyrir að Trump myndi hafa hag Bandaríkjanna fyrst og fremst í huga, myndi hann koma fram við önnur ríki af sanngirni. Velgengni Trump í kosningunum hefur valdið miklum usla á mörkuðum um allan heim. Þegar Trump tekur við völdum á næsta ári munu repúblikanar vera við stjórnvölin í Hvíta húsinu og í báðum deildum þingsins. Þrátt fyrir sigur Trump er mjög líklegt að þegar öll atkvæði hafa verið talin mun Hillary Clinton hafa hlotið meirihluta atkvæða í Bandaríkjunum, en færri kjörmenn. Undir lok talningarinnar voru nokkur mikilvæg ríki þar sem talningin stóð sem lengst yfir var munurinn á milli frambjóðenda mjög lítill. Framboð Hillary Clinton hefur lýst því yfir að hún muni ekki tjá sig um kosningarnar að svo stöddu. Hins vegar er hún sögð hafa hringt í Donald Trump og óskað honum til hamingju.
Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. Hann vann óvænta sigra í fjölda ríkja en samkvæmt könnunum síðustu daga þótti ólíklegt að Trump myndi takast að vinna. Svo virðist sem að hann hafi verið með mun hærra hlutfall þeldökkra og spænskættaðra Bandaríkjamanna með sér í liði en talið var. Trump hefur nú tryggt sér þá kjörmenn sem hann þurfti. Meðal þess sem að Trump hefur heitið því að gera á fyrstu dögum sínum í starfi er að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka Hillary Clinton, að afnema heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama, afnema kjarnorkusamninginn við Íran, semja á nýtt um viðskiptasamninga við önnur ríki og reka milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi. Í sigurræðu sinni þakkaði Trump Hillary Clinton fyrir ötult starf í þágu Bandaríkjamanna um árabil og sagði hana hafa barist hart í kosningabaráttunni. Hann kallaði eftir einingu innan Bandaríkjanna og sagðist ætla að vera forseti allra íbúa Bandaríkjanna. Hann sagði að Bandaríkin myndu héðan frá ekki sætta sig við neitt annað en það besta. Bandaríkin myndu eiga í góðu sambandi við aðrar þjóðir og þrátt fyrir að Trump myndi hafa hag Bandaríkjanna fyrst og fremst í huga, myndi hann koma fram við önnur ríki af sanngirni. Velgengni Trump í kosningunum hefur valdið miklum usla á mörkuðum um allan heim. Þegar Trump tekur við völdum á næsta ári munu repúblikanar vera við stjórnvölin í Hvíta húsinu og í báðum deildum þingsins. Þrátt fyrir sigur Trump er mjög líklegt að þegar öll atkvæði hafa verið talin mun Hillary Clinton hafa hlotið meirihluta atkvæða í Bandaríkjunum, en færri kjörmenn. Undir lok talningarinnar voru nokkur mikilvæg ríki þar sem talningin stóð sem lengst yfir var munurinn á milli frambjóðenda mjög lítill. Framboð Hillary Clinton hefur lýst því yfir að hún muni ekki tjá sig um kosningarnar að svo stöddu. Hins vegar er hún sögð hafa hringt í Donald Trump og óskað honum til hamingju.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“