Skæruhernaður ISIS í Mosúl reynist stjórnarhernum erfiður Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2016 13:22 Kúrdískur hermaður kannar göng ISIS-manna í Mosúl. Vísir/AFP Hryðjuverkasamtökin ISIS beitir hefðbundnum skæruhernaði þar sem þeir verjast sókn írakskra og kúrdískra öryggissveita að Mosúl. Liðsmenn ISIS notast við undirgöng undir götum Mosúl og ræðst gegn öryggissveitunum í fámennum hópum. Þessi aðferð ISIS-liða hefur reynst írakska og kúrdíska hernum erfið. „Þetta er á góðri leið með að snúast upp í martröð,“ segir ónafngreindur írakskur hershöfðingi í samtali við Reuters. Hann segir svo gott sem ómögulegt að skilja ISIS-liða frá almennum borgurum þar sem ISIS hefur skipað almennum borgurum að klæða sig líkt og ISIS-liðar, það er í hefðbundnum íslömskum klæðnaði og með alskegg. „Hermenn okkar uppgötva þá ekki fyrr það er orðið of seint, þegar árásarmaðurinn hefur annað hvort sprengt sjálfsvígsvesti sitt eða kastað handsprengju,“ segir hershöfðinginn.Tuttugu sinnum fleiri Um 100 þúsund hermenn sækja nú að borginni sem hefur verið á valdi ISIS síðan júní 2014. Um er að ræða liðsmenn írakska stjórnarhersins, sveita Kúrda og sjíamúslima. Talið er að um fimm þúsund ISIS-liðar hafist enn við í Mosúl sem er næststærsta borg Íraks. Þrátt fyrir að vera um tuttugu sinnum færri þá hafa ISIS-liðarnir veitt harða mótspyrnu. Þannig missti hershöfðinginn sem rætt er við þrjú brynvarin farartæki í átökum einn og sama daginn fyrr í vikunni.Gangnanetið um sjötíu kílómetrar Hisham al-Hashimi, ráðgjafi Íraksstjórnar, segir að ISIS-liðar hafi grafið göng undir borgina allt frá því að þeir náðu yfirráðum í borginni fyrir rúmum tveimur árum. Gangnanetið í austurhluta borgarinnar er talið vera samtals um 70 kílómetra langt. Fara liðsmenn ISIS um göngin, fara upp á yfirborðið og ráðast gegn andstæðingum sínum um miðja nótt. Erfitt hefur reynst fyrir stjórnarherinn að taka á þessum árásum. Írakski herinn hefur náð stjórn á tveimur hverfum borgarinnar sem hann náði á sitt vald í síðustu viku. Þá hefur hann sótt inn í fimm hverfi til viðbótar en þar er enn barist. Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Hryðjuverkasamtökin ISIS beitir hefðbundnum skæruhernaði þar sem þeir verjast sókn írakskra og kúrdískra öryggissveita að Mosúl. Liðsmenn ISIS notast við undirgöng undir götum Mosúl og ræðst gegn öryggissveitunum í fámennum hópum. Þessi aðferð ISIS-liða hefur reynst írakska og kúrdíska hernum erfið. „Þetta er á góðri leið með að snúast upp í martröð,“ segir ónafngreindur írakskur hershöfðingi í samtali við Reuters. Hann segir svo gott sem ómögulegt að skilja ISIS-liða frá almennum borgurum þar sem ISIS hefur skipað almennum borgurum að klæða sig líkt og ISIS-liðar, það er í hefðbundnum íslömskum klæðnaði og með alskegg. „Hermenn okkar uppgötva þá ekki fyrr það er orðið of seint, þegar árásarmaðurinn hefur annað hvort sprengt sjálfsvígsvesti sitt eða kastað handsprengju,“ segir hershöfðinginn.Tuttugu sinnum fleiri Um 100 þúsund hermenn sækja nú að borginni sem hefur verið á valdi ISIS síðan júní 2014. Um er að ræða liðsmenn írakska stjórnarhersins, sveita Kúrda og sjíamúslima. Talið er að um fimm þúsund ISIS-liðar hafist enn við í Mosúl sem er næststærsta borg Íraks. Þrátt fyrir að vera um tuttugu sinnum færri þá hafa ISIS-liðarnir veitt harða mótspyrnu. Þannig missti hershöfðinginn sem rætt er við þrjú brynvarin farartæki í átökum einn og sama daginn fyrr í vikunni.Gangnanetið um sjötíu kílómetrar Hisham al-Hashimi, ráðgjafi Íraksstjórnar, segir að ISIS-liðar hafi grafið göng undir borgina allt frá því að þeir náðu yfirráðum í borginni fyrir rúmum tveimur árum. Gangnanetið í austurhluta borgarinnar er talið vera samtals um 70 kílómetra langt. Fara liðsmenn ISIS um göngin, fara upp á yfirborðið og ráðast gegn andstæðingum sínum um miðja nótt. Erfitt hefur reynst fyrir stjórnarherinn að taka á þessum árásum. Írakski herinn hefur náð stjórn á tveimur hverfum borgarinnar sem hann náði á sitt vald í síðustu viku. Þá hefur hann sótt inn í fimm hverfi til viðbótar en þar er enn barist.
Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira