Útganga Breta í uppnámi Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. nóvember 2016 07:00 Fjárfestirinn Gina Miller, sem höfðaði málið gegn bresku stjórninni, gengur ásamt fylgdarliði sinu út úr dómshúsinu í London í gær eftir að hafa borið sigur úr býtum. Nordicphotos/AFP Dómstóll í London komst í gær að þeirri niðurstöðu að breska þingið fari með ákvörðunarvald um það hvort Bretland segi sig úr Evrópusambandinu. Ríkisstjórn Bretlands geti ekki upp á sitt eindæmi virkjað 50. grein Lissabonsáttmála Evrópusambandsins, jafnvel þótt breska þjóðin hafi samþykkt útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 23. júní síðastliðinn. Ríkisstjórn Theresu May og Íhaldsflokksins sagði úrskurðinn valda vonbrigðum, en honum verði áfrýjað til hæstaréttar. Þegar hefur verið gefið út að hæstiréttur muni kveða upp úrskurð í þessu máli 7. desember næstkomandi. „Þjóðin kaus að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafði samþykki í lögum frá þinginu,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. „Og stjórnin er staðráðin í að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.” May hefur sagt stefnt að því að virkja útgönguákvæði Lissabonsamningsins, 50. greinina, í mars á næsta ári. Fari svo að hæstiréttur staðfesti dómsúrskurðinn þá þarf stjórnin hins vegar að spyrja þingið, en engan veginn er ljóst hvort meirihluti sé á þingi fyrir útgöngu. Breska pundið tók dálítinn kipp við tíðindin, hækkaði um 1,4 prósent gagnvart bæði evru og dollar. Gengi pundsins hefur hríðlækkað eftir að þjóðin samþykkti útgöngu úr ESB í júní síðastliðnum. Evrópuandstæðingurinn Nigel Farage, fráfarandi leiðtogi breska UKIP-flokksins, sagðist hins vegar í gær vera farinn að hafa verulegar áhyggjur. Hætta sé á því að breskir þingmenn muni svíkja kjósendur, sem samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar að Bretland ætti að ganga úr Evrópusambandinu. „Við erum að stefna í hálfa útgöngu,“ sagði hann í útvarpsviðtali í gær. Sjálfur ætli hann hins vegar að halda ótrauður áfram baráttu sinni gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu: „Ég er ekkert að fara að hverfa. Ef við höfum ekki farið úr ESB vorið 2019 þá myndi ég þurfa að helga allan tíma minn baráttunni á ný.” Hann sagði af sér formennsku í flokknum í sumar, eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, enda hafði hann þá náð fram helsta baráttumáli sínu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Dómstóll í London komst í gær að þeirri niðurstöðu að breska þingið fari með ákvörðunarvald um það hvort Bretland segi sig úr Evrópusambandinu. Ríkisstjórn Bretlands geti ekki upp á sitt eindæmi virkjað 50. grein Lissabonsáttmála Evrópusambandsins, jafnvel þótt breska þjóðin hafi samþykkt útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 23. júní síðastliðinn. Ríkisstjórn Theresu May og Íhaldsflokksins sagði úrskurðinn valda vonbrigðum, en honum verði áfrýjað til hæstaréttar. Þegar hefur verið gefið út að hæstiréttur muni kveða upp úrskurð í þessu máli 7. desember næstkomandi. „Þjóðin kaus að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafði samþykki í lögum frá þinginu,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. „Og stjórnin er staðráðin í að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.” May hefur sagt stefnt að því að virkja útgönguákvæði Lissabonsamningsins, 50. greinina, í mars á næsta ári. Fari svo að hæstiréttur staðfesti dómsúrskurðinn þá þarf stjórnin hins vegar að spyrja þingið, en engan veginn er ljóst hvort meirihluti sé á þingi fyrir útgöngu. Breska pundið tók dálítinn kipp við tíðindin, hækkaði um 1,4 prósent gagnvart bæði evru og dollar. Gengi pundsins hefur hríðlækkað eftir að þjóðin samþykkti útgöngu úr ESB í júní síðastliðnum. Evrópuandstæðingurinn Nigel Farage, fráfarandi leiðtogi breska UKIP-flokksins, sagðist hins vegar í gær vera farinn að hafa verulegar áhyggjur. Hætta sé á því að breskir þingmenn muni svíkja kjósendur, sem samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar að Bretland ætti að ganga úr Evrópusambandinu. „Við erum að stefna í hálfa útgöngu,“ sagði hann í útvarpsviðtali í gær. Sjálfur ætli hann hins vegar að halda ótrauður áfram baráttu sinni gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu: „Ég er ekkert að fara að hverfa. Ef við höfum ekki farið úr ESB vorið 2019 þá myndi ég þurfa að helga allan tíma minn baráttunni á ný.” Hann sagði af sér formennsku í flokknum í sumar, eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, enda hafði hann þá náð fram helsta baráttumáli sínu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent