Áhangendur Trumps réðust harkalega á mótmælanda nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 6. nóvember 2016 16:03 Frá fundi Trumps í Reno. mynd/getty Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblíkana, var forðað af sviði á kosningafundi í Reno í Nevada-fylki í morgun en öryggisverðir töldu að einhver áhorfendanna hefði dregið fram skotvopn á fundinum. Svo reyndist þó ekki vera. Sjá einnig: Trump forðað af sviðinu í RenoHinn meinti byssumaður var öllu heldur óvopnaður mótmælandi sem hélt á skilti sem á stóð „Repúblíkanar gegn Trump“. Mótmælandinn heitir Austyn Crites og er 33 ára íbúi Nevada-fylkis. Hann sagði í samtali við The Guardian að skiltið sem hann hélt á hafi valdið slíkum usla að fundargestir hafi á endanum ráðist á hann. „Fyrstu viðbrögð fólks voru að púa á mig og ég hafði svo sem búist við því,“ sagði Crites í samtali við The Guardian. „Skyndilega fór fólkið í kringum mig að beita mig ofbeldi. Það greip í handlegginn á mér og reyndi að hrifsa skiltið úr höndum mér,“ sagði Crites. Trump virðist hafa orðið var við stympingarnar og benti í áttina að mótmælandanum. Í kjölfarið var Trump forðað af sviðinu og veittist þá hópur fólks að Crites. Að sögn Crites héldu reiðir fundargestir honum niðri á meðan þeir spörkuðu í hann, kýldu hann, tóku hann kverkataki og klipu þéttingsfast í eistu hans. Crites, sem æfði glímu sem barn og ungur maður, marðist talsvert við átökin en er ekki alvarlega slasaður. Hann telur að ef ekki hefði verið fyrir glímukunnáttu sína, þá hefði hann mögulega getað hlotið alvarlegan skaða af. „Þessir menn tóku mig kverkataki, þeir hefðu auðveldlega getað kyrkt mig til dauða,“ sagði Crites sem náði að halda höfði sínu kyrru á hlið til þess að halda öndunarvegi sínum opnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump forðað af sviðinu í Reno Öryggisverðir heyrðu einhvern hrópa orðið „byssa.“ 6. nóvember 2016 11:01 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblíkana, var forðað af sviði á kosningafundi í Reno í Nevada-fylki í morgun en öryggisverðir töldu að einhver áhorfendanna hefði dregið fram skotvopn á fundinum. Svo reyndist þó ekki vera. Sjá einnig: Trump forðað af sviðinu í RenoHinn meinti byssumaður var öllu heldur óvopnaður mótmælandi sem hélt á skilti sem á stóð „Repúblíkanar gegn Trump“. Mótmælandinn heitir Austyn Crites og er 33 ára íbúi Nevada-fylkis. Hann sagði í samtali við The Guardian að skiltið sem hann hélt á hafi valdið slíkum usla að fundargestir hafi á endanum ráðist á hann. „Fyrstu viðbrögð fólks voru að púa á mig og ég hafði svo sem búist við því,“ sagði Crites í samtali við The Guardian. „Skyndilega fór fólkið í kringum mig að beita mig ofbeldi. Það greip í handlegginn á mér og reyndi að hrifsa skiltið úr höndum mér,“ sagði Crites. Trump virðist hafa orðið var við stympingarnar og benti í áttina að mótmælandanum. Í kjölfarið var Trump forðað af sviðinu og veittist þá hópur fólks að Crites. Að sögn Crites héldu reiðir fundargestir honum niðri á meðan þeir spörkuðu í hann, kýldu hann, tóku hann kverkataki og klipu þéttingsfast í eistu hans. Crites, sem æfði glímu sem barn og ungur maður, marðist talsvert við átökin en er ekki alvarlega slasaður. Hann telur að ef ekki hefði verið fyrir glímukunnáttu sína, þá hefði hann mögulega getað hlotið alvarlegan skaða af. „Þessir menn tóku mig kverkataki, þeir hefðu auðveldlega getað kyrkt mig til dauða,“ sagði Crites sem náði að halda höfði sínu kyrru á hlið til þess að halda öndunarvegi sínum opnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump forðað af sviðinu í Reno Öryggisverðir heyrðu einhvern hrópa orðið „byssa.“ 6. nóvember 2016 11:01 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Trump forðað af sviðinu í Reno Öryggisverðir heyrðu einhvern hrópa orðið „byssa.“ 6. nóvember 2016 11:01
Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15
Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59