Hver er Melania Trump? Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 12:09 Melania Trump verður næsta forsetafrú Bandaríkjanna eftir sigur eiginmanns hennar í forsetakosningunum í nótt. vísir/epa Melania Trump verður næsta forsetafrú Bandaríkjanna eftir sigur eiginmanns hennar, Donalds Trump, í kosningunum í nótt. Hún verður fyrsta útlenda konan sem mun gegna þessu starfi frá því að John Quincy Adams var forseti Bandaríkjanna árin 1825 til 1829, en eiginkona hans var Louisa Adams frá Englandi. Melania Trump, áður Melania Knauss, er fædd í Slóveníu árið 1970. Hún ólst upp í Sevnica en fluttist þaðan til Ljubljana til þess að nema hönnun og ljósmyndun í menntaskóla. Trump hjónin kynntust í veislu árið 1998. Melania fékk græna kortið árið 2001 og gekk að eiga Donald árið 2005. Árið 2006 fékk hún bandarískan ríkisborgararétt og átti son sinn Barron.vísir/epa Melania starfaði sem fyrirsæta en hún hóf feril sinn sextán ára gömul og hefur birst á forsíðum stærstu tímarita heims á borð við Bazaar, Vanity Fair og GQ. Hún á eigin skartgripa- og húðlínu og talar fimm tungumál; slóvensku, serbnesku, ensku, frönsku og þýsku. Sjá einnig: Þetta er fólkið sem mun fylgja Donaldi Trump í Hvíta húsið Trump hjónin kynntust í veislu í september 1998. Þau giftu sig árið 2005 og var brúðkaupið, líkt og við var að búast, með því glæsilegasta. Melania skartaði 100 þúsund dollara brúðarkjól sem hannaður var af Christian Dior og voru Bill og Hillary Clinton á meðal veislugesta. Melania á eigin skartgripa- og húðlínu og talar fimm tungumál; slóvensku, serbnesku, ensku, frönsku og þýsku.vísir/epa Melania og Trump áttu sitt fyrsta barn árið 2006, drenginn Barron. Það sama ár fékk Melania bandarískan ríkisborgararétt, en hún fékk græna kortið árið 2001. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar staðreyndir sem teknar hafa verið saman um næstu forsetafrú Bandaríkjanna. 1. Melania talar fimm tungumál; slóvensku, ensku, frönsku, serbnesku og þýsku. 2. Melania verður fyrsta útlenda konan sem verður forsetafrú Bandaríkjanna frá árinu 1825. Brúðkaup Trump-hjónanna var með glæsilegasta móti, en Hillary og Bill Clinton voru á meðal veislugesta. Hér má sjá trúlofunarhring hennar.vísir/epa 3. Hún er óvinsælasta maki forsetaframbjóðanda frá því að Hillary Clinton var forsetafrú, samkvæmt skoðanakönnun Washington Post og ABC. 4. Melania ráðleggur Donaldi oft í stjórnmálum. „Ég segi honum skoðanir mínar, mjög, mjög oft,“ sagði hún í samtali við CNN. „Ég er ekki sammála öllu sem hann segir, en það er eðlilegt. Ég er eigin persóna, segi honum hvað mér finnst og stend föst á mínum skoðunum.“ 5. Hún þolir ekki að eiginmaður sinn skuli nota Twitter. Melania kemur ekki oft fram í viðtölum, og hafa erlendir fjölmiðlar lýst henni sem „þögla makanum“.vísir/epa 6. Mótframbjóðandi Trump, Hillary Clinton, og eiginmaður Hillary, Bill, voru á meðal veislugesta í brúðkaupi Trump hjónanna árið 2005. 7. Melania hefur verið verðlaunuð af Rauða krossinum fyrir störf sín í þágu góðgerðarmála. 8. Melania var sökuð um að hafa stolið hluta af ræðu Michelle Obama á landsþingi Repúblikana í júlí. Ræðuhöfundur hennar viðurkenndi síðar að hafa notast við kafla úr ræðu Obama, og baðst afsökunar. 9. Melania hefur verið grunuð um að hafa komið ólöglega til Bandaríkjanna, en hún sjálf fullyrðir þó annað. Fréttastofa AP segist hafa heimildir fyrir því að Melania hafi fengið greitt fyrir allt tíu verkefni á tímabilinu 10. september til 15. október 1996, þegar hún mátti ekki starfa í landinu. 10. Melania kemur ekki oft fram í viðtölum, og hafa erlendir fjölmiðlar lýst henni sem „þögla makanum“. Tengdar fréttir Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00 Velta fyrir sér hvort Sanders hefði haft betur gegn Trump Kannanir sýndu að Sanders stóð betur að vígi gegn Trump en Clinton. En nú spyrja margir, hvaða mark er takandi á könnunum? 9. nóvember 2016 10:28 Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira
Melania Trump verður næsta forsetafrú Bandaríkjanna eftir sigur eiginmanns hennar, Donalds Trump, í kosningunum í nótt. Hún verður fyrsta útlenda konan sem mun gegna þessu starfi frá því að John Quincy Adams var forseti Bandaríkjanna árin 1825 til 1829, en eiginkona hans var Louisa Adams frá Englandi. Melania Trump, áður Melania Knauss, er fædd í Slóveníu árið 1970. Hún ólst upp í Sevnica en fluttist þaðan til Ljubljana til þess að nema hönnun og ljósmyndun í menntaskóla. Trump hjónin kynntust í veislu árið 1998. Melania fékk græna kortið árið 2001 og gekk að eiga Donald árið 2005. Árið 2006 fékk hún bandarískan ríkisborgararétt og átti son sinn Barron.vísir/epa Melania starfaði sem fyrirsæta en hún hóf feril sinn sextán ára gömul og hefur birst á forsíðum stærstu tímarita heims á borð við Bazaar, Vanity Fair og GQ. Hún á eigin skartgripa- og húðlínu og talar fimm tungumál; slóvensku, serbnesku, ensku, frönsku og þýsku. Sjá einnig: Þetta er fólkið sem mun fylgja Donaldi Trump í Hvíta húsið Trump hjónin kynntust í veislu í september 1998. Þau giftu sig árið 2005 og var brúðkaupið, líkt og við var að búast, með því glæsilegasta. Melania skartaði 100 þúsund dollara brúðarkjól sem hannaður var af Christian Dior og voru Bill og Hillary Clinton á meðal veislugesta. Melania á eigin skartgripa- og húðlínu og talar fimm tungumál; slóvensku, serbnesku, ensku, frönsku og þýsku.vísir/epa Melania og Trump áttu sitt fyrsta barn árið 2006, drenginn Barron. Það sama ár fékk Melania bandarískan ríkisborgararétt, en hún fékk græna kortið árið 2001. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar staðreyndir sem teknar hafa verið saman um næstu forsetafrú Bandaríkjanna. 1. Melania talar fimm tungumál; slóvensku, ensku, frönsku, serbnesku og þýsku. 2. Melania verður fyrsta útlenda konan sem verður forsetafrú Bandaríkjanna frá árinu 1825. Brúðkaup Trump-hjónanna var með glæsilegasta móti, en Hillary og Bill Clinton voru á meðal veislugesta. Hér má sjá trúlofunarhring hennar.vísir/epa 3. Hún er óvinsælasta maki forsetaframbjóðanda frá því að Hillary Clinton var forsetafrú, samkvæmt skoðanakönnun Washington Post og ABC. 4. Melania ráðleggur Donaldi oft í stjórnmálum. „Ég segi honum skoðanir mínar, mjög, mjög oft,“ sagði hún í samtali við CNN. „Ég er ekki sammála öllu sem hann segir, en það er eðlilegt. Ég er eigin persóna, segi honum hvað mér finnst og stend föst á mínum skoðunum.“ 5. Hún þolir ekki að eiginmaður sinn skuli nota Twitter. Melania kemur ekki oft fram í viðtölum, og hafa erlendir fjölmiðlar lýst henni sem „þögla makanum“.vísir/epa 6. Mótframbjóðandi Trump, Hillary Clinton, og eiginmaður Hillary, Bill, voru á meðal veislugesta í brúðkaupi Trump hjónanna árið 2005. 7. Melania hefur verið verðlaunuð af Rauða krossinum fyrir störf sín í þágu góðgerðarmála. 8. Melania var sökuð um að hafa stolið hluta af ræðu Michelle Obama á landsþingi Repúblikana í júlí. Ræðuhöfundur hennar viðurkenndi síðar að hafa notast við kafla úr ræðu Obama, og baðst afsökunar. 9. Melania hefur verið grunuð um að hafa komið ólöglega til Bandaríkjanna, en hún sjálf fullyrðir þó annað. Fréttastofa AP segist hafa heimildir fyrir því að Melania hafi fengið greitt fyrir allt tíu verkefni á tímabilinu 10. september til 15. október 1996, þegar hún mátti ekki starfa í landinu. 10. Melania kemur ekki oft fram í viðtölum, og hafa erlendir fjölmiðlar lýst henni sem „þögla makanum“.
Tengdar fréttir Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00 Velta fyrir sér hvort Sanders hefði haft betur gegn Trump Kannanir sýndu að Sanders stóð betur að vígi gegn Trump en Clinton. En nú spyrja margir, hvaða mark er takandi á könnunum? 9. nóvember 2016 10:28 Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira
Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00
Velta fyrir sér hvort Sanders hefði haft betur gegn Trump Kannanir sýndu að Sanders stóð betur að vígi gegn Trump en Clinton. En nú spyrja margir, hvaða mark er takandi á könnunum? 9. nóvember 2016 10:28
Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46