Hver er Melania Trump? Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 12:09 Melania Trump verður næsta forsetafrú Bandaríkjanna eftir sigur eiginmanns hennar í forsetakosningunum í nótt. vísir/epa Melania Trump verður næsta forsetafrú Bandaríkjanna eftir sigur eiginmanns hennar, Donalds Trump, í kosningunum í nótt. Hún verður fyrsta útlenda konan sem mun gegna þessu starfi frá því að John Quincy Adams var forseti Bandaríkjanna árin 1825 til 1829, en eiginkona hans var Louisa Adams frá Englandi. Melania Trump, áður Melania Knauss, er fædd í Slóveníu árið 1970. Hún ólst upp í Sevnica en fluttist þaðan til Ljubljana til þess að nema hönnun og ljósmyndun í menntaskóla. Trump hjónin kynntust í veislu árið 1998. Melania fékk græna kortið árið 2001 og gekk að eiga Donald árið 2005. Árið 2006 fékk hún bandarískan ríkisborgararétt og átti son sinn Barron.vísir/epa Melania starfaði sem fyrirsæta en hún hóf feril sinn sextán ára gömul og hefur birst á forsíðum stærstu tímarita heims á borð við Bazaar, Vanity Fair og GQ. Hún á eigin skartgripa- og húðlínu og talar fimm tungumál; slóvensku, serbnesku, ensku, frönsku og þýsku. Sjá einnig: Þetta er fólkið sem mun fylgja Donaldi Trump í Hvíta húsið Trump hjónin kynntust í veislu í september 1998. Þau giftu sig árið 2005 og var brúðkaupið, líkt og við var að búast, með því glæsilegasta. Melania skartaði 100 þúsund dollara brúðarkjól sem hannaður var af Christian Dior og voru Bill og Hillary Clinton á meðal veislugesta. Melania á eigin skartgripa- og húðlínu og talar fimm tungumál; slóvensku, serbnesku, ensku, frönsku og þýsku.vísir/epa Melania og Trump áttu sitt fyrsta barn árið 2006, drenginn Barron. Það sama ár fékk Melania bandarískan ríkisborgararétt, en hún fékk græna kortið árið 2001. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar staðreyndir sem teknar hafa verið saman um næstu forsetafrú Bandaríkjanna. 1. Melania talar fimm tungumál; slóvensku, ensku, frönsku, serbnesku og þýsku. 2. Melania verður fyrsta útlenda konan sem verður forsetafrú Bandaríkjanna frá árinu 1825. Brúðkaup Trump-hjónanna var með glæsilegasta móti, en Hillary og Bill Clinton voru á meðal veislugesta. Hér má sjá trúlofunarhring hennar.vísir/epa 3. Hún er óvinsælasta maki forsetaframbjóðanda frá því að Hillary Clinton var forsetafrú, samkvæmt skoðanakönnun Washington Post og ABC. 4. Melania ráðleggur Donaldi oft í stjórnmálum. „Ég segi honum skoðanir mínar, mjög, mjög oft,“ sagði hún í samtali við CNN. „Ég er ekki sammála öllu sem hann segir, en það er eðlilegt. Ég er eigin persóna, segi honum hvað mér finnst og stend föst á mínum skoðunum.“ 5. Hún þolir ekki að eiginmaður sinn skuli nota Twitter. Melania kemur ekki oft fram í viðtölum, og hafa erlendir fjölmiðlar lýst henni sem „þögla makanum“.vísir/epa 6. Mótframbjóðandi Trump, Hillary Clinton, og eiginmaður Hillary, Bill, voru á meðal veislugesta í brúðkaupi Trump hjónanna árið 2005. 7. Melania hefur verið verðlaunuð af Rauða krossinum fyrir störf sín í þágu góðgerðarmála. 8. Melania var sökuð um að hafa stolið hluta af ræðu Michelle Obama á landsþingi Repúblikana í júlí. Ræðuhöfundur hennar viðurkenndi síðar að hafa notast við kafla úr ræðu Obama, og baðst afsökunar. 9. Melania hefur verið grunuð um að hafa komið ólöglega til Bandaríkjanna, en hún sjálf fullyrðir þó annað. Fréttastofa AP segist hafa heimildir fyrir því að Melania hafi fengið greitt fyrir allt tíu verkefni á tímabilinu 10. september til 15. október 1996, þegar hún mátti ekki starfa í landinu. 10. Melania kemur ekki oft fram í viðtölum, og hafa erlendir fjölmiðlar lýst henni sem „þögla makanum“. Tengdar fréttir Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00 Velta fyrir sér hvort Sanders hefði haft betur gegn Trump Kannanir sýndu að Sanders stóð betur að vígi gegn Trump en Clinton. En nú spyrja margir, hvaða mark er takandi á könnunum? 9. nóvember 2016 10:28 Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Melania Trump verður næsta forsetafrú Bandaríkjanna eftir sigur eiginmanns hennar, Donalds Trump, í kosningunum í nótt. Hún verður fyrsta útlenda konan sem mun gegna þessu starfi frá því að John Quincy Adams var forseti Bandaríkjanna árin 1825 til 1829, en eiginkona hans var Louisa Adams frá Englandi. Melania Trump, áður Melania Knauss, er fædd í Slóveníu árið 1970. Hún ólst upp í Sevnica en fluttist þaðan til Ljubljana til þess að nema hönnun og ljósmyndun í menntaskóla. Trump hjónin kynntust í veislu árið 1998. Melania fékk græna kortið árið 2001 og gekk að eiga Donald árið 2005. Árið 2006 fékk hún bandarískan ríkisborgararétt og átti son sinn Barron.vísir/epa Melania starfaði sem fyrirsæta en hún hóf feril sinn sextán ára gömul og hefur birst á forsíðum stærstu tímarita heims á borð við Bazaar, Vanity Fair og GQ. Hún á eigin skartgripa- og húðlínu og talar fimm tungumál; slóvensku, serbnesku, ensku, frönsku og þýsku. Sjá einnig: Þetta er fólkið sem mun fylgja Donaldi Trump í Hvíta húsið Trump hjónin kynntust í veislu í september 1998. Þau giftu sig árið 2005 og var brúðkaupið, líkt og við var að búast, með því glæsilegasta. Melania skartaði 100 þúsund dollara brúðarkjól sem hannaður var af Christian Dior og voru Bill og Hillary Clinton á meðal veislugesta. Melania á eigin skartgripa- og húðlínu og talar fimm tungumál; slóvensku, serbnesku, ensku, frönsku og þýsku.vísir/epa Melania og Trump áttu sitt fyrsta barn árið 2006, drenginn Barron. Það sama ár fékk Melania bandarískan ríkisborgararétt, en hún fékk græna kortið árið 2001. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar staðreyndir sem teknar hafa verið saman um næstu forsetafrú Bandaríkjanna. 1. Melania talar fimm tungumál; slóvensku, ensku, frönsku, serbnesku og þýsku. 2. Melania verður fyrsta útlenda konan sem verður forsetafrú Bandaríkjanna frá árinu 1825. Brúðkaup Trump-hjónanna var með glæsilegasta móti, en Hillary og Bill Clinton voru á meðal veislugesta. Hér má sjá trúlofunarhring hennar.vísir/epa 3. Hún er óvinsælasta maki forsetaframbjóðanda frá því að Hillary Clinton var forsetafrú, samkvæmt skoðanakönnun Washington Post og ABC. 4. Melania ráðleggur Donaldi oft í stjórnmálum. „Ég segi honum skoðanir mínar, mjög, mjög oft,“ sagði hún í samtali við CNN. „Ég er ekki sammála öllu sem hann segir, en það er eðlilegt. Ég er eigin persóna, segi honum hvað mér finnst og stend föst á mínum skoðunum.“ 5. Hún þolir ekki að eiginmaður sinn skuli nota Twitter. Melania kemur ekki oft fram í viðtölum, og hafa erlendir fjölmiðlar lýst henni sem „þögla makanum“.vísir/epa 6. Mótframbjóðandi Trump, Hillary Clinton, og eiginmaður Hillary, Bill, voru á meðal veislugesta í brúðkaupi Trump hjónanna árið 2005. 7. Melania hefur verið verðlaunuð af Rauða krossinum fyrir störf sín í þágu góðgerðarmála. 8. Melania var sökuð um að hafa stolið hluta af ræðu Michelle Obama á landsþingi Repúblikana í júlí. Ræðuhöfundur hennar viðurkenndi síðar að hafa notast við kafla úr ræðu Obama, og baðst afsökunar. 9. Melania hefur verið grunuð um að hafa komið ólöglega til Bandaríkjanna, en hún sjálf fullyrðir þó annað. Fréttastofa AP segist hafa heimildir fyrir því að Melania hafi fengið greitt fyrir allt tíu verkefni á tímabilinu 10. september til 15. október 1996, þegar hún mátti ekki starfa í landinu. 10. Melania kemur ekki oft fram í viðtölum, og hafa erlendir fjölmiðlar lýst henni sem „þögla makanum“.
Tengdar fréttir Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00 Velta fyrir sér hvort Sanders hefði haft betur gegn Trump Kannanir sýndu að Sanders stóð betur að vígi gegn Trump en Clinton. En nú spyrja margir, hvaða mark er takandi á könnunum? 9. nóvember 2016 10:28 Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00
Velta fyrir sér hvort Sanders hefði haft betur gegn Trump Kannanir sýndu að Sanders stóð betur að vígi gegn Trump en Clinton. En nú spyrja margir, hvaða mark er takandi á könnunum? 9. nóvember 2016 10:28
Sigurræða Trump í heild sinni Donald Trump var sigurreifur er hann hélt sigurræðu sína fyrir stuðningsmenn sína á kosningavöku Trump í New York 9. nóvember 2016 07:46