Getnaðarvarnarsprauta fyrir karlmenn ber árangur nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 31. október 2016 20:16 Tuttugu karlar hættu þátttöku í rannsókninni vegna óbærilegra aukaverkana. Vísir/Vilhelm Ný hormónasprauta fyrir karlmenn veitir 96 prósent vörn gegn getnaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum bresku heilbrigðisþjónustunnar sem birtar voru fyrr í mánuðinum. Framkvæmd rannsóknarinnar fólst í því að prófa getnaðarvörnina á hundrað 266 kynferðislega virkum pörum í eitt ár. Í lok árs höfðu aðeins fjórar konur orðið þungaðar. Virknin er ögn minni en í tilfelli getnaðarvarnarpillunnar, sem ætluð er konum, en líkurnar á þungun kvenna sem taka pilluna er undir einum á móti hundrað. Líkurnar á að karl sem sprautaður hefur verið með hormónasprautunni er 1,57 á móti hundrað.Löng bið eftir getnaðarvörnum fyrir karlaEfni sprautunnar inniheldur tvö hormón, annars vegar hormónið prógesterón sem kemur í veg fyrir sæðisframleiðslu og hins vegar testósterón sem vegur upp á móti prógesteróninu og sér til þess að jafnvægi haldist á hormónastarfseminni. Til þess tilætlaður árangur náist þarf karlmaðurinn að fá hormónasprautu á tveggja mánaða fresti. Þróun á hormónagetnaðarvörnum fyrir karlmenn á sér tæplega fjögurra áratuga langa sögu. Fyrstu rannsóknir báru ekki tilskilinn árangur og en frjóleysi í sæði, sem er forsendan fyrir getnaðarvörninni, kom aðeins fram í 65 prósent karlanna sem tóku þátt í þeim. Enn er engin getnaðarvörn á markaði fyrir karla, að smokknum undanskildum. Lyfjafyrirtæki víða um heim hafa þó hafið rannsóknir á þessum valkosti. Meðal annars er verið að þróa getnaðarvarnarpillu fyrir karlmenn sem á að hafa þau áhrif að sáðlát verður ekki við fullnægingu. Auk þess er þróun á annars konar sprautu sem kallast Vasalgel langt komin. Vonast er til að sú sprauta, sem er án hormóna, geti farið á markað í kringum 2020. Getnaðarvarnarpillur gætu einnig orðið fýsilegur valkostur fyrir karla.Aukaverkanir setja strik í reikninginnAf þeim 266 karlmönnum sem tóku þátt í rannsókninni fundu tuttugu þeirra fyrir slæmum aukaverkunum og varð það til þess að þeir þurftu að hætta þátttöku fyrr en áætlað var. Aukaverkanirnar voru meðal annars þunglyndi, bólur og breyting á kynlöngun. Þessum aukaverkunum svipar til þeirra hliðarverkanna sem sumar konur finna fyrir þegar þær taka inn getnaðarvarnarpilluna.Sjá einnig: Ný rannsókn staðfestir tengsl milli þunglyndis og getnaðarvarnarpillunnar Aðeins þrír af hverjum fjórum karlmönnum sem tóku þátt í rannsókninni sögðust geta hugsað sér að halda áfram að nota getnaðarvarnarsprautuna. Hún mun ekki fara á markað fyrr að loknum frekari rannsóknum. „Þrátt fyrir að sprautan hafi náð að sporna gegn þungun að einhverju leyti er þörf á að rannsaka nánar samsetningu hormónanna til þess að sjá til þess að jafnvægi sé á milli virkni og öryggis,“ sagði Mario Festin, meðhöfundur greinarinnar. Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Ný hormónasprauta fyrir karlmenn veitir 96 prósent vörn gegn getnaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum bresku heilbrigðisþjónustunnar sem birtar voru fyrr í mánuðinum. Framkvæmd rannsóknarinnar fólst í því að prófa getnaðarvörnina á hundrað 266 kynferðislega virkum pörum í eitt ár. Í lok árs höfðu aðeins fjórar konur orðið þungaðar. Virknin er ögn minni en í tilfelli getnaðarvarnarpillunnar, sem ætluð er konum, en líkurnar á þungun kvenna sem taka pilluna er undir einum á móti hundrað. Líkurnar á að karl sem sprautaður hefur verið með hormónasprautunni er 1,57 á móti hundrað.Löng bið eftir getnaðarvörnum fyrir karlaEfni sprautunnar inniheldur tvö hormón, annars vegar hormónið prógesterón sem kemur í veg fyrir sæðisframleiðslu og hins vegar testósterón sem vegur upp á móti prógesteróninu og sér til þess að jafnvægi haldist á hormónastarfseminni. Til þess tilætlaður árangur náist þarf karlmaðurinn að fá hormónasprautu á tveggja mánaða fresti. Þróun á hormónagetnaðarvörnum fyrir karlmenn á sér tæplega fjögurra áratuga langa sögu. Fyrstu rannsóknir báru ekki tilskilinn árangur og en frjóleysi í sæði, sem er forsendan fyrir getnaðarvörninni, kom aðeins fram í 65 prósent karlanna sem tóku þátt í þeim. Enn er engin getnaðarvörn á markaði fyrir karla, að smokknum undanskildum. Lyfjafyrirtæki víða um heim hafa þó hafið rannsóknir á þessum valkosti. Meðal annars er verið að þróa getnaðarvarnarpillu fyrir karlmenn sem á að hafa þau áhrif að sáðlát verður ekki við fullnægingu. Auk þess er þróun á annars konar sprautu sem kallast Vasalgel langt komin. Vonast er til að sú sprauta, sem er án hormóna, geti farið á markað í kringum 2020. Getnaðarvarnarpillur gætu einnig orðið fýsilegur valkostur fyrir karla.Aukaverkanir setja strik í reikninginnAf þeim 266 karlmönnum sem tóku þátt í rannsókninni fundu tuttugu þeirra fyrir slæmum aukaverkunum og varð það til þess að þeir þurftu að hætta þátttöku fyrr en áætlað var. Aukaverkanirnar voru meðal annars þunglyndi, bólur og breyting á kynlöngun. Þessum aukaverkunum svipar til þeirra hliðarverkanna sem sumar konur finna fyrir þegar þær taka inn getnaðarvarnarpilluna.Sjá einnig: Ný rannsókn staðfestir tengsl milli þunglyndis og getnaðarvarnarpillunnar Aðeins þrír af hverjum fjórum karlmönnum sem tóku þátt í rannsókninni sögðust geta hugsað sér að halda áfram að nota getnaðarvarnarsprautuna. Hún mun ekki fara á markað fyrr að loknum frekari rannsóknum. „Þrátt fyrir að sprautan hafi náð að sporna gegn þungun að einhverju leyti er þörf á að rannsaka nánar samsetningu hormónanna til þess að sjá til þess að jafnvægi sé á milli virkni og öryggis,“ sagði Mario Festin, meðhöfundur greinarinnar.
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira