Ný rannsókn staðfestir tengsl milli þunglyndis og getnaðarvarnapillunar nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 3. október 2016 21:25 Pillan er algengasta getnaðarvörn íslenskra kvenna. NordicPhotos/Getty Ný rannsókn hefur leitt í ljós að getnaðarvarnapillan getur aukið líkur á þunglyndi. Fram kemur í frétt The Guardian að rannsóknin, sem gerð var af læknum í Kaupmannahafnarháskóla, sé sú stærsta sinnar tegundar. Milljón danskar konur á aldrinum 15 til 34 ára tóku þátt í rannsókninni en alls var fylgst með þeim í þrettán ár. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að konur sem taka svokallaða samsetta getnaðarvarnapillu eru 23 prósent líklegri en aðrar til þess að greinast með þunglyndi. Konur sem taka svokallaða „míní-pillu“, sem inniheldur aðeins hormónið prógesterón, eru hins vegar 34 prósent líklegri til þess að greinast með þunglyndi. Í fréttinni kemur jafnframt fram að unglingar séu helsti áhættuhópurinn.Pillan sem boðaði frelsi Getnaðarvarnapillan kom á markað í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld en hún var fyrsta lyfseðilsskylda lyfið sem ekki var ætlað til meðhöndlunar á sjúkdómi. Tilkoma pillunnar var talin liður í kvenfrelsisbaráttunni sem var áberandi á sjöunda áratugi síðustu aldar. Árið 1965 breyttu Bandaríkjamenn löggjöf þess efnis að bannað væri fyrir hjón að nota getnaðarvarnir innan hjónabandsins. Hin nýja getnaðarvarnarpilla, ásamt lagabreytingunni, gerði það að verkum að auðveldara varð fyrir hjón að stjórna því hvenær eða hvort barneignir væru reyndar. Hið sama gilti vitaskuld um einhleypar konur. Tilkoma pillunnar á bandarískum markaði hafði í för með sér víðtækar félagslegar breytingar. Kvenkyns nemendum fjölgaði til muna í háskólum í Bandaríkjunum og fræðimenn hafa haldið því fram að ástæðan fyrir skyndilegri fjölgun kvenna á atvinnumarkaði árið 1970 megi rekja til pillunnar.Lífshættulegar aukaverkanir Þótt kostir pillunar séu margir þá er hún ekki gallalaus. Ýmsir fylgikvillar pillunnar eru þekktir en rannsóknir hafa sýnt fram á að 63,7 prósent kvenna sem byrja að taka pilluna hætta að taka hana innan árs vegna óþægilegra aukaverkana. Þessar aukaverkanir eru yfirleitt andlegir kvillar. Enn alvarlegri aukaverkanir, blóðtappar í æðum, hafa einnig verið tengdar við inntöku sumra tegunda getnaðarvarnarpilla. Blóðtappar geta verið lífshættulegir ef þeir ná að ferðast í lungu eða heila sjúklingsins. Danskir læknar hafa einnig rannsakað þessa fylgni á milli blóðtappa og getnaðarvarnarpillunnar en niðurstöður rannsóknar þeirra sýndu fram á að konur sem taka eldri „kynslóðir“ getnaðarvarnarpilla eru tvisvar sinnum líklegri til þess að fá blóðtappa en aðrar konur.Fréttablaðið ræddi í fyrra við tvær íslenskar konur sem höfðu fengið blóðtappa sem raktir voru til pillunnar. Þær gagnrýndu það báðar að hafa fengið ávísun á pilluna án þess að hafa þurft að gefa upp sjúkra- eða fjölskyldusögu. Tilvik um blóðtappa í tengslum við inntöku pillunar koma upp árlega hér á landi. Læknar og sjúklingar þurfa að vera á varðbergi Øjvind Lidegaard, kvensjúkdómalæknir og meðhöfundur að rannsókninni sagði í kjölfar niðurstaðnanna, að hann telji nauðsynlegt að sjúklingar og læknar séu meðvitaðir um þessar mögulegu aukaverkanir. „Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þrátt fyrir kostina, þá geta utanaðkomandi hormón einnig framkallað aukaverkanir. Aukin áhætta á þunglyndi er ein þeirra,“ sagði Lidegaard. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Ný rannsókn hefur leitt í ljós að getnaðarvarnapillan getur aukið líkur á þunglyndi. Fram kemur í frétt The Guardian að rannsóknin, sem gerð var af læknum í Kaupmannahafnarháskóla, sé sú stærsta sinnar tegundar. Milljón danskar konur á aldrinum 15 til 34 ára tóku þátt í rannsókninni en alls var fylgst með þeim í þrettán ár. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að konur sem taka svokallaða samsetta getnaðarvarnapillu eru 23 prósent líklegri en aðrar til þess að greinast með þunglyndi. Konur sem taka svokallaða „míní-pillu“, sem inniheldur aðeins hormónið prógesterón, eru hins vegar 34 prósent líklegri til þess að greinast með þunglyndi. Í fréttinni kemur jafnframt fram að unglingar séu helsti áhættuhópurinn.Pillan sem boðaði frelsi Getnaðarvarnapillan kom á markað í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld en hún var fyrsta lyfseðilsskylda lyfið sem ekki var ætlað til meðhöndlunar á sjúkdómi. Tilkoma pillunnar var talin liður í kvenfrelsisbaráttunni sem var áberandi á sjöunda áratugi síðustu aldar. Árið 1965 breyttu Bandaríkjamenn löggjöf þess efnis að bannað væri fyrir hjón að nota getnaðarvarnir innan hjónabandsins. Hin nýja getnaðarvarnarpilla, ásamt lagabreytingunni, gerði það að verkum að auðveldara varð fyrir hjón að stjórna því hvenær eða hvort barneignir væru reyndar. Hið sama gilti vitaskuld um einhleypar konur. Tilkoma pillunnar á bandarískum markaði hafði í för með sér víðtækar félagslegar breytingar. Kvenkyns nemendum fjölgaði til muna í háskólum í Bandaríkjunum og fræðimenn hafa haldið því fram að ástæðan fyrir skyndilegri fjölgun kvenna á atvinnumarkaði árið 1970 megi rekja til pillunnar.Lífshættulegar aukaverkanir Þótt kostir pillunar séu margir þá er hún ekki gallalaus. Ýmsir fylgikvillar pillunnar eru þekktir en rannsóknir hafa sýnt fram á að 63,7 prósent kvenna sem byrja að taka pilluna hætta að taka hana innan árs vegna óþægilegra aukaverkana. Þessar aukaverkanir eru yfirleitt andlegir kvillar. Enn alvarlegri aukaverkanir, blóðtappar í æðum, hafa einnig verið tengdar við inntöku sumra tegunda getnaðarvarnarpilla. Blóðtappar geta verið lífshættulegir ef þeir ná að ferðast í lungu eða heila sjúklingsins. Danskir læknar hafa einnig rannsakað þessa fylgni á milli blóðtappa og getnaðarvarnarpillunnar en niðurstöður rannsóknar þeirra sýndu fram á að konur sem taka eldri „kynslóðir“ getnaðarvarnarpilla eru tvisvar sinnum líklegri til þess að fá blóðtappa en aðrar konur.Fréttablaðið ræddi í fyrra við tvær íslenskar konur sem höfðu fengið blóðtappa sem raktir voru til pillunnar. Þær gagnrýndu það báðar að hafa fengið ávísun á pilluna án þess að hafa þurft að gefa upp sjúkra- eða fjölskyldusögu. Tilvik um blóðtappa í tengslum við inntöku pillunar koma upp árlega hér á landi. Læknar og sjúklingar þurfa að vera á varðbergi Øjvind Lidegaard, kvensjúkdómalæknir og meðhöfundur að rannsókninni sagði í kjölfar niðurstaðnanna, að hann telji nauðsynlegt að sjúklingar og læknar séu meðvitaðir um þessar mögulegu aukaverkanir. „Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þrátt fyrir kostina, þá geta utanaðkomandi hormón einnig framkallað aukaverkanir. Aukin áhætta á þunglyndi er ein þeirra,“ sagði Lidegaard.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira