Ný rannsókn staðfestir tengsl milli þunglyndis og getnaðarvarnapillunar nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 3. október 2016 21:25 Pillan er algengasta getnaðarvörn íslenskra kvenna. NordicPhotos/Getty Ný rannsókn hefur leitt í ljós að getnaðarvarnapillan getur aukið líkur á þunglyndi. Fram kemur í frétt The Guardian að rannsóknin, sem gerð var af læknum í Kaupmannahafnarháskóla, sé sú stærsta sinnar tegundar. Milljón danskar konur á aldrinum 15 til 34 ára tóku þátt í rannsókninni en alls var fylgst með þeim í þrettán ár. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að konur sem taka svokallaða samsetta getnaðarvarnapillu eru 23 prósent líklegri en aðrar til þess að greinast með þunglyndi. Konur sem taka svokallaða „míní-pillu“, sem inniheldur aðeins hormónið prógesterón, eru hins vegar 34 prósent líklegri til þess að greinast með þunglyndi. Í fréttinni kemur jafnframt fram að unglingar séu helsti áhættuhópurinn.Pillan sem boðaði frelsi Getnaðarvarnapillan kom á markað í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld en hún var fyrsta lyfseðilsskylda lyfið sem ekki var ætlað til meðhöndlunar á sjúkdómi. Tilkoma pillunnar var talin liður í kvenfrelsisbaráttunni sem var áberandi á sjöunda áratugi síðustu aldar. Árið 1965 breyttu Bandaríkjamenn löggjöf þess efnis að bannað væri fyrir hjón að nota getnaðarvarnir innan hjónabandsins. Hin nýja getnaðarvarnarpilla, ásamt lagabreytingunni, gerði það að verkum að auðveldara varð fyrir hjón að stjórna því hvenær eða hvort barneignir væru reyndar. Hið sama gilti vitaskuld um einhleypar konur. Tilkoma pillunnar á bandarískum markaði hafði í för með sér víðtækar félagslegar breytingar. Kvenkyns nemendum fjölgaði til muna í háskólum í Bandaríkjunum og fræðimenn hafa haldið því fram að ástæðan fyrir skyndilegri fjölgun kvenna á atvinnumarkaði árið 1970 megi rekja til pillunnar.Lífshættulegar aukaverkanir Þótt kostir pillunar séu margir þá er hún ekki gallalaus. Ýmsir fylgikvillar pillunnar eru þekktir en rannsóknir hafa sýnt fram á að 63,7 prósent kvenna sem byrja að taka pilluna hætta að taka hana innan árs vegna óþægilegra aukaverkana. Þessar aukaverkanir eru yfirleitt andlegir kvillar. Enn alvarlegri aukaverkanir, blóðtappar í æðum, hafa einnig verið tengdar við inntöku sumra tegunda getnaðarvarnarpilla. Blóðtappar geta verið lífshættulegir ef þeir ná að ferðast í lungu eða heila sjúklingsins. Danskir læknar hafa einnig rannsakað þessa fylgni á milli blóðtappa og getnaðarvarnarpillunnar en niðurstöður rannsóknar þeirra sýndu fram á að konur sem taka eldri „kynslóðir“ getnaðarvarnarpilla eru tvisvar sinnum líklegri til þess að fá blóðtappa en aðrar konur.Fréttablaðið ræddi í fyrra við tvær íslenskar konur sem höfðu fengið blóðtappa sem raktir voru til pillunnar. Þær gagnrýndu það báðar að hafa fengið ávísun á pilluna án þess að hafa þurft að gefa upp sjúkra- eða fjölskyldusögu. Tilvik um blóðtappa í tengslum við inntöku pillunar koma upp árlega hér á landi. Læknar og sjúklingar þurfa að vera á varðbergi Øjvind Lidegaard, kvensjúkdómalæknir og meðhöfundur að rannsókninni sagði í kjölfar niðurstaðnanna, að hann telji nauðsynlegt að sjúklingar og læknar séu meðvitaðir um þessar mögulegu aukaverkanir. „Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þrátt fyrir kostina, þá geta utanaðkomandi hormón einnig framkallað aukaverkanir. Aukin áhætta á þunglyndi er ein þeirra,“ sagði Lidegaard. Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sjá meira
Ný rannsókn hefur leitt í ljós að getnaðarvarnapillan getur aukið líkur á þunglyndi. Fram kemur í frétt The Guardian að rannsóknin, sem gerð var af læknum í Kaupmannahafnarháskóla, sé sú stærsta sinnar tegundar. Milljón danskar konur á aldrinum 15 til 34 ára tóku þátt í rannsókninni en alls var fylgst með þeim í þrettán ár. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að konur sem taka svokallaða samsetta getnaðarvarnapillu eru 23 prósent líklegri en aðrar til þess að greinast með þunglyndi. Konur sem taka svokallaða „míní-pillu“, sem inniheldur aðeins hormónið prógesterón, eru hins vegar 34 prósent líklegri til þess að greinast með þunglyndi. Í fréttinni kemur jafnframt fram að unglingar séu helsti áhættuhópurinn.Pillan sem boðaði frelsi Getnaðarvarnapillan kom á markað í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld en hún var fyrsta lyfseðilsskylda lyfið sem ekki var ætlað til meðhöndlunar á sjúkdómi. Tilkoma pillunnar var talin liður í kvenfrelsisbaráttunni sem var áberandi á sjöunda áratugi síðustu aldar. Árið 1965 breyttu Bandaríkjamenn löggjöf þess efnis að bannað væri fyrir hjón að nota getnaðarvarnir innan hjónabandsins. Hin nýja getnaðarvarnarpilla, ásamt lagabreytingunni, gerði það að verkum að auðveldara varð fyrir hjón að stjórna því hvenær eða hvort barneignir væru reyndar. Hið sama gilti vitaskuld um einhleypar konur. Tilkoma pillunnar á bandarískum markaði hafði í för með sér víðtækar félagslegar breytingar. Kvenkyns nemendum fjölgaði til muna í háskólum í Bandaríkjunum og fræðimenn hafa haldið því fram að ástæðan fyrir skyndilegri fjölgun kvenna á atvinnumarkaði árið 1970 megi rekja til pillunnar.Lífshættulegar aukaverkanir Þótt kostir pillunar séu margir þá er hún ekki gallalaus. Ýmsir fylgikvillar pillunnar eru þekktir en rannsóknir hafa sýnt fram á að 63,7 prósent kvenna sem byrja að taka pilluna hætta að taka hana innan árs vegna óþægilegra aukaverkana. Þessar aukaverkanir eru yfirleitt andlegir kvillar. Enn alvarlegri aukaverkanir, blóðtappar í æðum, hafa einnig verið tengdar við inntöku sumra tegunda getnaðarvarnarpilla. Blóðtappar geta verið lífshættulegir ef þeir ná að ferðast í lungu eða heila sjúklingsins. Danskir læknar hafa einnig rannsakað þessa fylgni á milli blóðtappa og getnaðarvarnarpillunnar en niðurstöður rannsóknar þeirra sýndu fram á að konur sem taka eldri „kynslóðir“ getnaðarvarnarpilla eru tvisvar sinnum líklegri til þess að fá blóðtappa en aðrar konur.Fréttablaðið ræddi í fyrra við tvær íslenskar konur sem höfðu fengið blóðtappa sem raktir voru til pillunnar. Þær gagnrýndu það báðar að hafa fengið ávísun á pilluna án þess að hafa þurft að gefa upp sjúkra- eða fjölskyldusögu. Tilvik um blóðtappa í tengslum við inntöku pillunar koma upp árlega hér á landi. Læknar og sjúklingar þurfa að vera á varðbergi Øjvind Lidegaard, kvensjúkdómalæknir og meðhöfundur að rannsókninni sagði í kjölfar niðurstaðnanna, að hann telji nauðsynlegt að sjúklingar og læknar séu meðvitaðir um þessar mögulegu aukaverkanir. „Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þrátt fyrir kostina, þá geta utanaðkomandi hormón einnig framkallað aukaverkanir. Aukin áhætta á þunglyndi er ein þeirra,“ sagði Lidegaard.
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sjá meira