Átök hafin aftur í Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2016 10:08 Vísir/AFP Fregnir hafa borist af hörðum bardögum í austurhluta Aleppo eftir að þriggja daga vopnahléi lauk þar í gærkvöldi. Rússar tilkynntu einhliða vopnahlé í síðustu viku svo hægt væri að flytja særða og veika á brott úr borginni og að íbúar gætu flúið. Rússar segja að vígamenn innan borgarinnar, sem er í haldi uppreisnarmanna að mestu, hafi komið í veg fyrir flótta borgara og að aðstoð hafi borist. Sameinuðu þjóðirnar segjast ekki hafa tekið að flytja neinn frá borginni þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi starfsmanna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar telja að um átta þúsund uppreisnarmenn séu í borginni auk um 900 vígamanna Nusra front, sem eru hryðjuverkasamtök með tengsl við al-Qaeda.Samkvæmt BBC segja uppreisnarmenn að þeir fáu sem hafi reynt að yfirgefa Aleppo hafi orðið fyrir stórskotaárás og hafi þurft að snúa við. Harðir bardagar hafa geisað í Aleppo frá árinu 2012 og hefur borginni verið skipt á milli stjórnarliða Bashar al-Assad og stuðningsmanna hans annars vegar og uppreisnarmanna hins vegar. Í byrjun september var síðustu birgðaleið uppreisnarmanna lokað og hefur umsátursástand ríkt síðan. Rússar og stjórnarher Sýrlands hafa staðið fyrir umfangsmiklum loftárásum á austurhluta borgarinnar, þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum, undanfarnar vikur og hafa fjölmargir almennir borgarar látið lífið. Þá hefur stjórnarherinn gert árás á borgina á jörðu niðri. Sameinuðu þjóðirnar sögðu á föstudaginn að loftárásirnar og umsátrið um Aleppo væru „glæpir“ og kallað var eftir því að alþjóðasamfélagið myndi binda enda á ástandið. Mið-Austurlönd Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Fregnir hafa borist af hörðum bardögum í austurhluta Aleppo eftir að þriggja daga vopnahléi lauk þar í gærkvöldi. Rússar tilkynntu einhliða vopnahlé í síðustu viku svo hægt væri að flytja særða og veika á brott úr borginni og að íbúar gætu flúið. Rússar segja að vígamenn innan borgarinnar, sem er í haldi uppreisnarmanna að mestu, hafi komið í veg fyrir flótta borgara og að aðstoð hafi borist. Sameinuðu þjóðirnar segjast ekki hafa tekið að flytja neinn frá borginni þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi starfsmanna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar telja að um átta þúsund uppreisnarmenn séu í borginni auk um 900 vígamanna Nusra front, sem eru hryðjuverkasamtök með tengsl við al-Qaeda.Samkvæmt BBC segja uppreisnarmenn að þeir fáu sem hafi reynt að yfirgefa Aleppo hafi orðið fyrir stórskotaárás og hafi þurft að snúa við. Harðir bardagar hafa geisað í Aleppo frá árinu 2012 og hefur borginni verið skipt á milli stjórnarliða Bashar al-Assad og stuðningsmanna hans annars vegar og uppreisnarmanna hins vegar. Í byrjun september var síðustu birgðaleið uppreisnarmanna lokað og hefur umsátursástand ríkt síðan. Rússar og stjórnarher Sýrlands hafa staðið fyrir umfangsmiklum loftárásum á austurhluta borgarinnar, þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum, undanfarnar vikur og hafa fjölmargir almennir borgarar látið lífið. Þá hefur stjórnarherinn gert árás á borgina á jörðu niðri. Sameinuðu þjóðirnar sögðu á föstudaginn að loftárásirnar og umsátrið um Aleppo væru „glæpir“ og kallað var eftir því að alþjóðasamfélagið myndi binda enda á ástandið.
Mið-Austurlönd Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira