10 mánaða stjórnarkreppu afstýrt á Spáni Una Sighvatsdóttir skrifar 23. október 2016 19:14 Mariano Rajoy verður forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil, í þetta sinn í minnihlutastjórn. Mikið hefur gengið á í spænskum stjórnmálum frá því þingkosningar fóru fram í desember 2015. Þar höfnuðu kjósendur tveggja flokka kerfinu sem verið hafði við lýði í áratugi þar sem Íhaldsmenn og Sósíalistar skiptust á að fara með stjórnartaumana. Ríkisstjórn íhaldsmannsins Mariano Rajoy féll og tveir nýir flokkar fengu góða kosningu, róttæki vinstri flokkurinn Podemos, eða Við getum, og Borgaraflokkurinn, Ciudadanos. Í fyrsta skipti á lýðveldistímanum fékk enginn stjórnmálaflokkur hreinan meirihluta.Djúpstæður ágreiningur milli flokka Síðan hefur hvorki gengið né rekið við að mynda samsteypustjórn en forsætisráðherrann Rajoy hefur leitt bráðabirgðarstjórn á meðan. Blásið var til kosninga að nýju í júní síðastliðnum og þar varð niðurstaðan svipuð, engin flokkur náði meirihluta en Partido Popular, Lýðflokkur Rajoys, styrkti stöðu sína. Til þess að starfsfriður yrði um starminnihlutastjórn þurfti Rajoy hinsvegar nægilegan stuðning úr röðum þingheims til þess að standast vantraustskosningu. Þar voru Sósíalistar í lykilstöðu sem annar stærsti flokkkurinn en djúpstæður ágreiningur milli flokkanna eftir áratugi á öndverðum meiði stjórnmálanna virtist myndu standa því fyrir þrifum og stefndi því allt í þriðju þingkosningarnar áður en árið yrði á enda.Spánverjar hundleiðir á pólítíkusunum Almenningur á Spáni er hinsvegar orðinn langþreyttur á ástandinu og vill ekki kjósa enn einu sinni. Sósíalistar óttuðust því að missa stuðning sinna kjósenda með því að framlengja stjórnarkreppuna frekar og boluðu leiðtoga sínum, Pedro Sanchez, út fyrr í þessum mánuði. Eftir fundahöld í dag tilkynnti svo ný stjórn flokksins að Sósíalistar muni sitja hjá við vantraustskosningu á hendur Rajoy og greiða honum þar leið sem forsætisráðherra minnihlutastjórnar út kjörtímabilið. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar verður væntanlega að koma fjárlögum gegnum þingið eftir langa bið. En þrátt fyrir stjórnarkreppu hefur verið 3% hagvöxtur á Spáni frá ársbyrjun 2015 og atvinnuleysi á niðurleið en það má þakka metfjölda ferðamanna sem streyma í sólina og kæra sig kollótta um pólitíkina. Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Mikið hefur gengið á í spænskum stjórnmálum frá því þingkosningar fóru fram í desember 2015. Þar höfnuðu kjósendur tveggja flokka kerfinu sem verið hafði við lýði í áratugi þar sem Íhaldsmenn og Sósíalistar skiptust á að fara með stjórnartaumana. Ríkisstjórn íhaldsmannsins Mariano Rajoy féll og tveir nýir flokkar fengu góða kosningu, róttæki vinstri flokkurinn Podemos, eða Við getum, og Borgaraflokkurinn, Ciudadanos. Í fyrsta skipti á lýðveldistímanum fékk enginn stjórnmálaflokkur hreinan meirihluta.Djúpstæður ágreiningur milli flokka Síðan hefur hvorki gengið né rekið við að mynda samsteypustjórn en forsætisráðherrann Rajoy hefur leitt bráðabirgðarstjórn á meðan. Blásið var til kosninga að nýju í júní síðastliðnum og þar varð niðurstaðan svipuð, engin flokkur náði meirihluta en Partido Popular, Lýðflokkur Rajoys, styrkti stöðu sína. Til þess að starfsfriður yrði um starminnihlutastjórn þurfti Rajoy hinsvegar nægilegan stuðning úr röðum þingheims til þess að standast vantraustskosningu. Þar voru Sósíalistar í lykilstöðu sem annar stærsti flokkkurinn en djúpstæður ágreiningur milli flokkanna eftir áratugi á öndverðum meiði stjórnmálanna virtist myndu standa því fyrir þrifum og stefndi því allt í þriðju þingkosningarnar áður en árið yrði á enda.Spánverjar hundleiðir á pólítíkusunum Almenningur á Spáni er hinsvegar orðinn langþreyttur á ástandinu og vill ekki kjósa enn einu sinni. Sósíalistar óttuðust því að missa stuðning sinna kjósenda með því að framlengja stjórnarkreppuna frekar og boluðu leiðtoga sínum, Pedro Sanchez, út fyrr í þessum mánuði. Eftir fundahöld í dag tilkynnti svo ný stjórn flokksins að Sósíalistar muni sitja hjá við vantraustskosningu á hendur Rajoy og greiða honum þar leið sem forsætisráðherra minnihlutastjórnar út kjörtímabilið. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar verður væntanlega að koma fjárlögum gegnum þingið eftir langa bið. En þrátt fyrir stjórnarkreppu hefur verið 3% hagvöxtur á Spáni frá ársbyrjun 2015 og atvinnuleysi á niðurleið en það má þakka metfjölda ferðamanna sem streyma í sólina og kæra sig kollótta um pólitíkina.
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira