10 mánaða stjórnarkreppu afstýrt á Spáni Una Sighvatsdóttir skrifar 23. október 2016 19:14 Mariano Rajoy verður forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil, í þetta sinn í minnihlutastjórn. Mikið hefur gengið á í spænskum stjórnmálum frá því þingkosningar fóru fram í desember 2015. Þar höfnuðu kjósendur tveggja flokka kerfinu sem verið hafði við lýði í áratugi þar sem Íhaldsmenn og Sósíalistar skiptust á að fara með stjórnartaumana. Ríkisstjórn íhaldsmannsins Mariano Rajoy féll og tveir nýir flokkar fengu góða kosningu, róttæki vinstri flokkurinn Podemos, eða Við getum, og Borgaraflokkurinn, Ciudadanos. Í fyrsta skipti á lýðveldistímanum fékk enginn stjórnmálaflokkur hreinan meirihluta.Djúpstæður ágreiningur milli flokka Síðan hefur hvorki gengið né rekið við að mynda samsteypustjórn en forsætisráðherrann Rajoy hefur leitt bráðabirgðarstjórn á meðan. Blásið var til kosninga að nýju í júní síðastliðnum og þar varð niðurstaðan svipuð, engin flokkur náði meirihluta en Partido Popular, Lýðflokkur Rajoys, styrkti stöðu sína. Til þess að starfsfriður yrði um starminnihlutastjórn þurfti Rajoy hinsvegar nægilegan stuðning úr röðum þingheims til þess að standast vantraustskosningu. Þar voru Sósíalistar í lykilstöðu sem annar stærsti flokkkurinn en djúpstæður ágreiningur milli flokkanna eftir áratugi á öndverðum meiði stjórnmálanna virtist myndu standa því fyrir þrifum og stefndi því allt í þriðju þingkosningarnar áður en árið yrði á enda.Spánverjar hundleiðir á pólítíkusunum Almenningur á Spáni er hinsvegar orðinn langþreyttur á ástandinu og vill ekki kjósa enn einu sinni. Sósíalistar óttuðust því að missa stuðning sinna kjósenda með því að framlengja stjórnarkreppuna frekar og boluðu leiðtoga sínum, Pedro Sanchez, út fyrr í þessum mánuði. Eftir fundahöld í dag tilkynnti svo ný stjórn flokksins að Sósíalistar muni sitja hjá við vantraustskosningu á hendur Rajoy og greiða honum þar leið sem forsætisráðherra minnihlutastjórnar út kjörtímabilið. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar verður væntanlega að koma fjárlögum gegnum þingið eftir langa bið. En þrátt fyrir stjórnarkreppu hefur verið 3% hagvöxtur á Spáni frá ársbyrjun 2015 og atvinnuleysi á niðurleið en það má þakka metfjölda ferðamanna sem streyma í sólina og kæra sig kollótta um pólitíkina. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Mikið hefur gengið á í spænskum stjórnmálum frá því þingkosningar fóru fram í desember 2015. Þar höfnuðu kjósendur tveggja flokka kerfinu sem verið hafði við lýði í áratugi þar sem Íhaldsmenn og Sósíalistar skiptust á að fara með stjórnartaumana. Ríkisstjórn íhaldsmannsins Mariano Rajoy féll og tveir nýir flokkar fengu góða kosningu, róttæki vinstri flokkurinn Podemos, eða Við getum, og Borgaraflokkurinn, Ciudadanos. Í fyrsta skipti á lýðveldistímanum fékk enginn stjórnmálaflokkur hreinan meirihluta.Djúpstæður ágreiningur milli flokka Síðan hefur hvorki gengið né rekið við að mynda samsteypustjórn en forsætisráðherrann Rajoy hefur leitt bráðabirgðarstjórn á meðan. Blásið var til kosninga að nýju í júní síðastliðnum og þar varð niðurstaðan svipuð, engin flokkur náði meirihluta en Partido Popular, Lýðflokkur Rajoys, styrkti stöðu sína. Til þess að starfsfriður yrði um starminnihlutastjórn þurfti Rajoy hinsvegar nægilegan stuðning úr röðum þingheims til þess að standast vantraustskosningu. Þar voru Sósíalistar í lykilstöðu sem annar stærsti flokkkurinn en djúpstæður ágreiningur milli flokkanna eftir áratugi á öndverðum meiði stjórnmálanna virtist myndu standa því fyrir þrifum og stefndi því allt í þriðju þingkosningarnar áður en árið yrði á enda.Spánverjar hundleiðir á pólítíkusunum Almenningur á Spáni er hinsvegar orðinn langþreyttur á ástandinu og vill ekki kjósa enn einu sinni. Sósíalistar óttuðust því að missa stuðning sinna kjósenda með því að framlengja stjórnarkreppuna frekar og boluðu leiðtoga sínum, Pedro Sanchez, út fyrr í þessum mánuði. Eftir fundahöld í dag tilkynnti svo ný stjórn flokksins að Sósíalistar muni sitja hjá við vantraustskosningu á hendur Rajoy og greiða honum þar leið sem forsætisráðherra minnihlutastjórnar út kjörtímabilið. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar verður væntanlega að koma fjárlögum gegnum þingið eftir langa bið. En þrátt fyrir stjórnarkreppu hefur verið 3% hagvöxtur á Spáni frá ársbyrjun 2015 og atvinnuleysi á niðurleið en það má þakka metfjölda ferðamanna sem streyma í sólina og kæra sig kollótta um pólitíkina.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira