10 mánaða stjórnarkreppu afstýrt á Spáni Una Sighvatsdóttir skrifar 23. október 2016 19:14 Mariano Rajoy verður forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil, í þetta sinn í minnihlutastjórn. Mikið hefur gengið á í spænskum stjórnmálum frá því þingkosningar fóru fram í desember 2015. Þar höfnuðu kjósendur tveggja flokka kerfinu sem verið hafði við lýði í áratugi þar sem Íhaldsmenn og Sósíalistar skiptust á að fara með stjórnartaumana. Ríkisstjórn íhaldsmannsins Mariano Rajoy féll og tveir nýir flokkar fengu góða kosningu, róttæki vinstri flokkurinn Podemos, eða Við getum, og Borgaraflokkurinn, Ciudadanos. Í fyrsta skipti á lýðveldistímanum fékk enginn stjórnmálaflokkur hreinan meirihluta.Djúpstæður ágreiningur milli flokka Síðan hefur hvorki gengið né rekið við að mynda samsteypustjórn en forsætisráðherrann Rajoy hefur leitt bráðabirgðarstjórn á meðan. Blásið var til kosninga að nýju í júní síðastliðnum og þar varð niðurstaðan svipuð, engin flokkur náði meirihluta en Partido Popular, Lýðflokkur Rajoys, styrkti stöðu sína. Til þess að starfsfriður yrði um starminnihlutastjórn þurfti Rajoy hinsvegar nægilegan stuðning úr röðum þingheims til þess að standast vantraustskosningu. Þar voru Sósíalistar í lykilstöðu sem annar stærsti flokkkurinn en djúpstæður ágreiningur milli flokkanna eftir áratugi á öndverðum meiði stjórnmálanna virtist myndu standa því fyrir þrifum og stefndi því allt í þriðju þingkosningarnar áður en árið yrði á enda.Spánverjar hundleiðir á pólítíkusunum Almenningur á Spáni er hinsvegar orðinn langþreyttur á ástandinu og vill ekki kjósa enn einu sinni. Sósíalistar óttuðust því að missa stuðning sinna kjósenda með því að framlengja stjórnarkreppuna frekar og boluðu leiðtoga sínum, Pedro Sanchez, út fyrr í þessum mánuði. Eftir fundahöld í dag tilkynnti svo ný stjórn flokksins að Sósíalistar muni sitja hjá við vantraustskosningu á hendur Rajoy og greiða honum þar leið sem forsætisráðherra minnihlutastjórnar út kjörtímabilið. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar verður væntanlega að koma fjárlögum gegnum þingið eftir langa bið. En þrátt fyrir stjórnarkreppu hefur verið 3% hagvöxtur á Spáni frá ársbyrjun 2015 og atvinnuleysi á niðurleið en það má þakka metfjölda ferðamanna sem streyma í sólina og kæra sig kollótta um pólitíkina. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Mikið hefur gengið á í spænskum stjórnmálum frá því þingkosningar fóru fram í desember 2015. Þar höfnuðu kjósendur tveggja flokka kerfinu sem verið hafði við lýði í áratugi þar sem Íhaldsmenn og Sósíalistar skiptust á að fara með stjórnartaumana. Ríkisstjórn íhaldsmannsins Mariano Rajoy féll og tveir nýir flokkar fengu góða kosningu, róttæki vinstri flokkurinn Podemos, eða Við getum, og Borgaraflokkurinn, Ciudadanos. Í fyrsta skipti á lýðveldistímanum fékk enginn stjórnmálaflokkur hreinan meirihluta.Djúpstæður ágreiningur milli flokka Síðan hefur hvorki gengið né rekið við að mynda samsteypustjórn en forsætisráðherrann Rajoy hefur leitt bráðabirgðarstjórn á meðan. Blásið var til kosninga að nýju í júní síðastliðnum og þar varð niðurstaðan svipuð, engin flokkur náði meirihluta en Partido Popular, Lýðflokkur Rajoys, styrkti stöðu sína. Til þess að starfsfriður yrði um starminnihlutastjórn þurfti Rajoy hinsvegar nægilegan stuðning úr röðum þingheims til þess að standast vantraustskosningu. Þar voru Sósíalistar í lykilstöðu sem annar stærsti flokkkurinn en djúpstæður ágreiningur milli flokkanna eftir áratugi á öndverðum meiði stjórnmálanna virtist myndu standa því fyrir þrifum og stefndi því allt í þriðju þingkosningarnar áður en árið yrði á enda.Spánverjar hundleiðir á pólítíkusunum Almenningur á Spáni er hinsvegar orðinn langþreyttur á ástandinu og vill ekki kjósa enn einu sinni. Sósíalistar óttuðust því að missa stuðning sinna kjósenda með því að framlengja stjórnarkreppuna frekar og boluðu leiðtoga sínum, Pedro Sanchez, út fyrr í þessum mánuði. Eftir fundahöld í dag tilkynnti svo ný stjórn flokksins að Sósíalistar muni sitja hjá við vantraustskosningu á hendur Rajoy og greiða honum þar leið sem forsætisráðherra minnihlutastjórnar út kjörtímabilið. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar verður væntanlega að koma fjárlögum gegnum þingið eftir langa bið. En þrátt fyrir stjórnarkreppu hefur verið 3% hagvöxtur á Spáni frá ársbyrjun 2015 og atvinnuleysi á niðurleið en það má þakka metfjölda ferðamanna sem streyma í sólina og kæra sig kollótta um pólitíkina.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira