Spánarkonungur veitir Rajoy umboð til stjórnarmyndunar Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2016 15:26 Mariano Rajoy eftir fund sinn með Spánarkonungi í Madríd í dag. Vísir/AFP Mariano Rajoy, starfandi forsætisráðherra Spánar, segir að Filippus Spánarkonungur hafi beðið hann um að mynda ríkisstjórn í landinu. AFP greinir frá þessu og segist Rajoy í samtali við fréttamenn hafa samþykkt beiðni konungsins. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Spáni allt frá því að þingkosningar voru þar haldnar í desember 2015. Kjósendur höfnuðu þar tveggja flokka kerfinu sem verið hafði við lýði í áratugi þar sem Íhaldsmenn og Sósíalistar skiptust á að fara með stjórnartaumana. Ríkisstjórn íhaldsmannsins Mariano Rajoy féll og tveir nýir flokkar fengu góða kosningu, róttæki vinstri flokkurinn Podemos, eða Við getum, og Borgaraflokkurinn, Ciudadanos. Í fyrsta skipti á lýðveldistímanum fékk enginn stjórnmálaflokkur hreinan meirihluta. Síðan hefur hvorki gengið né rekið við að mynda samsteypustjórn en forsætisráðherrann Rajoy hefur leitt bráðabirgðastjórn á meðan. Blásið var til kosninga að nýju í júní síðastliðnum og þar varð niðurstaðan svipuð, engin flokkur náði meirihluta en Partido Popular, Lýðflokkur Rajoys, styrkti stöðu sína. Sósíalistar hafa komið í veg fyrir myndun minnihlutastjórnar Rajoy, en Sósíalistar kusu sér nýjan leiðtoga fyrr í mánuðinum, sem opnaði á að endi yrði bundinn á stjórnarkreppunni. Hafa Sósíalistar samþykkt að sitja hjá, verði greidd atkvæði um vantraust gegn stjórn Rajoy.#BREAKING Spain's Rajoy says king has tasked him with forming government— AFP news agency (@AFP) October 25, 2016 Tengdar fréttir 10 mánaða stjórnarkreppu afstýrt á Spáni Tíu mánaða stjórnarkreppu lauk á Spáni í dag þegar Sósíalistar ákváðu að styðja minnihlutastjórn íhaldsmanna, til að afstýra því að blása þyrfti til kosninga í þriðja sinn á tæpu ári. 23. október 2016 19:14 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Mariano Rajoy, starfandi forsætisráðherra Spánar, segir að Filippus Spánarkonungur hafi beðið hann um að mynda ríkisstjórn í landinu. AFP greinir frá þessu og segist Rajoy í samtali við fréttamenn hafa samþykkt beiðni konungsins. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Spáni allt frá því að þingkosningar voru þar haldnar í desember 2015. Kjósendur höfnuðu þar tveggja flokka kerfinu sem verið hafði við lýði í áratugi þar sem Íhaldsmenn og Sósíalistar skiptust á að fara með stjórnartaumana. Ríkisstjórn íhaldsmannsins Mariano Rajoy féll og tveir nýir flokkar fengu góða kosningu, róttæki vinstri flokkurinn Podemos, eða Við getum, og Borgaraflokkurinn, Ciudadanos. Í fyrsta skipti á lýðveldistímanum fékk enginn stjórnmálaflokkur hreinan meirihluta. Síðan hefur hvorki gengið né rekið við að mynda samsteypustjórn en forsætisráðherrann Rajoy hefur leitt bráðabirgðastjórn á meðan. Blásið var til kosninga að nýju í júní síðastliðnum og þar varð niðurstaðan svipuð, engin flokkur náði meirihluta en Partido Popular, Lýðflokkur Rajoys, styrkti stöðu sína. Sósíalistar hafa komið í veg fyrir myndun minnihlutastjórnar Rajoy, en Sósíalistar kusu sér nýjan leiðtoga fyrr í mánuðinum, sem opnaði á að endi yrði bundinn á stjórnarkreppunni. Hafa Sósíalistar samþykkt að sitja hjá, verði greidd atkvæði um vantraust gegn stjórn Rajoy.#BREAKING Spain's Rajoy says king has tasked him with forming government— AFP news agency (@AFP) October 25, 2016
Tengdar fréttir 10 mánaða stjórnarkreppu afstýrt á Spáni Tíu mánaða stjórnarkreppu lauk á Spáni í dag þegar Sósíalistar ákváðu að styðja minnihlutastjórn íhaldsmanna, til að afstýra því að blása þyrfti til kosninga í þriðja sinn á tæpu ári. 23. október 2016 19:14 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
10 mánaða stjórnarkreppu afstýrt á Spáni Tíu mánaða stjórnarkreppu lauk á Spáni í dag þegar Sósíalistar ákváðu að styðja minnihlutastjórn íhaldsmanna, til að afstýra því að blása þyrfti til kosninga í þriðja sinn á tæpu ári. 23. október 2016 19:14