Erlent

Kannanir benda til að Clinton hafi haft betur

Atli Ísleifsson skrifar
Hillary Clinton.
Hillary Clinton. Vísir/Getty
Skoðanakannanir sem gerðar voru í nótt benda til að Hillary Clinton hafi haft betur gegn Donald Trump í kappræðum kvöldsins. Independent greinir frá þessu.

Könnun CNN sýnir að 57 prósent áhorfenda segja Clinton hafa unnið kappræðurnar, á meðan 34 prósent sögðu Trump hafa haft betur.

Könnun YouGov sýnir að 47 prósent aðspurðra segja Clinton hafa unnið, en 42 prósent Trump. Á meðal þeirra sem sögðust ekki hafa gert upp hug sinn fyrir kappræðurnar sögðust 44 prósent Clinton hafa haft betur, en 41 prósent Trump.

Kappræðurnar einkenndust af persónulegum árásum og var tónninn sleginn strax í byrjun þegar Trump og Clinton tókust ekki í hendur. Skömmu fyrir kappræðurnar hafði Trump boðað til fréttamannafundar þar sem hann kom fram ásamt fjórum konum sem sögðu Bill Clinton, fyrrverandi forseta og eiginmann Hillary, hafa beitt sér kynferðisofbeldi.

Trump sagðist í embætti forseta ætla að fá sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton og sjá til þess að hún færi í fangelsi.


Tengdar fréttir

Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám

Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×