Erlent

Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Trump hélt óvæntan blaðamannafund um klukkustund áður en hann mætir Hillary Clinton í öðrum kappræðum þeirra tveggja.
Trump hélt óvæntan blaðamannafund um klukkustund áður en hann mætir Hillary Clinton í öðrum kappræðum þeirra tveggja. Skjáskot
Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér.

Auðkýfingurinn neitaði að taka við spurningum blaðamanna er konurnar, þær Paula Jones, Kathy Sheldon, Juanita Broaddrick og Kathleen Willey, lýstu kynnum sínum af Clinton-hjónunum, og þá sérstaklega Bill. 

Blaðamannafundurinn var haldinn á hóteli skammt frá staðnum þar sem kappræður þeirra Trumps og Clinton munu fara fram í St. Louis. 

Í upphafsávarpi Trumps sagði hann að konurnar hefðu farið fram á að fundurinn yrði haldinn.

„Þessar fjóru hugrökku konur báðu um að vera hér og það var heiður að geta aðstoðað þær,“ sagði Trump. Auðkýfingurnn streymdi beint frá fundinum en útsendinguna má sjá hér að neðan. 

Þau Donald Trump og Hillary Clinton mætast í kappræðum klukkan 01:00 að íslenskum tíma.

Þær má sjá í beinni útsendingu með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×