Hart tekist á í kappræðunum Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2016 07:54 Frá kappræðunum í nótt. Vísir/AFP Aðrar kappræður Donald Trump og Hillary Clinton í nótt einkenndust af persónulegum árásum og deilum. Tónninn var sleginn strax í byrjun þegar Trump og Clinton tókust ekki í hendur. Clinton sagði Trump ekki búa yfir getu né skapgerð til að sinna starfi forseta og Trump sagði að ef hann yrði forseti færi Clinton líklega í fangelsi. Hann myndi ráða sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton. Áhorfendur kappræðnanna voru óákveðnir kjósendur sem Gallup hafði valið og fengu þeir að spyrja frambjóðendurna spurninga. Trump var undir álagi á kappræðunum þar sem hann hefur átt mjög erfiða viku.Myndbandið rætt Anderson Cooper, annar stjórnenda næturinnar ásamt Martha Raddatz, sagði að þeim hefðu borist fjöldinn allur af spurningum varðandi upptöku frá árinu 2005 þar sem Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum vegna frægðar sinnar. Þá talaði hann um konur með mjög grófum hætti. Minnst 33 háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins hafa dregið stuðning sinn við Trump til baka og þar á meðal eru þingmenn og ríkisstjórar. Trump neitaði fyrir að hafa ráðist kynferðilega á konur með því að kyssa þær og grípa í þær. Þá sagðist hann aldrei hafa sagt að hann hefði gert það. Sem hann þó gerði. Hann sagði að um „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða, hann hefði beðist afsökunar og að hann væri ekki stoltur af orðum sínum. Því næst sneri Trump orðum sínum að Íslamska ríkinu í smá stund áður en hann hélt áfram og sagði ummæli sína vera „eitthvað sem fólk segir“. Hann sagði Bill Clinton, eiginmanna Hillary og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa verið mun verri. Skömmu fyrir kappræðurnar hélt Trump balaðamannafund með þremur konum sem höfðu á árum áður sakað Bill Clinton um að brjóta gegn sér kynferðislega. Bill Clinton varð aldrei ákærður fyrir þessi meintu brot en samokumlag náðist vegna einnar lögsóknar. Trump bauð konunum á kappræðurnar og reyndi að láta þær setjast fremst og við hlið Bill Clinton. Kappræðunefndin kom þó í veg fyrir að af yrði. Clinton svaraði aldrei ásökunum Trump vegna eiginmanns síns beint, en hún talaði þó um upptökuna frá 2005 og sagði hana sýna hver Trump væri í raun og veru. „Ég hef verið ósammála fyrri frambjóðendum Repúblikana en ég hef aldrei dregið getu þeirra til að vera forseti í efa.“Endað á léttum nótum Kappræðurnar enduðu þó á léttari nótum þar sem frambjóðendurnir voru spurðir af áhorfendum hvort það væri eitthvað við hvort annað sem þau bæru virðingu fyrir. Clinton hrósaði Trump fyrir að hafa alið upp frábær börn. Trump sagði Clinton vera mikla baráttukonu, hún gæfist aldrei upp og það væri virðingavert.Kappræðurnar í heild sinni. CNN tekur saman það helsta. Trump hótar að fangelsa Clinton Móðganir og deilur Hver vann? CNN Samantekt AP fréttaveitunnar. Rætt um skatta Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Aðrar kappræður Donald Trump og Hillary Clinton í nótt einkenndust af persónulegum árásum og deilum. Tónninn var sleginn strax í byrjun þegar Trump og Clinton tókust ekki í hendur. Clinton sagði Trump ekki búa yfir getu né skapgerð til að sinna starfi forseta og Trump sagði að ef hann yrði forseti færi Clinton líklega í fangelsi. Hann myndi ráða sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton. Áhorfendur kappræðnanna voru óákveðnir kjósendur sem Gallup hafði valið og fengu þeir að spyrja frambjóðendurna spurninga. Trump var undir álagi á kappræðunum þar sem hann hefur átt mjög erfiða viku.Myndbandið rætt Anderson Cooper, annar stjórnenda næturinnar ásamt Martha Raddatz, sagði að þeim hefðu borist fjöldinn allur af spurningum varðandi upptöku frá árinu 2005 þar sem Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum vegna frægðar sinnar. Þá talaði hann um konur með mjög grófum hætti. Minnst 33 háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins hafa dregið stuðning sinn við Trump til baka og þar á meðal eru þingmenn og ríkisstjórar. Trump neitaði fyrir að hafa ráðist kynferðilega á konur með því að kyssa þær og grípa í þær. Þá sagðist hann aldrei hafa sagt að hann hefði gert það. Sem hann þó gerði. Hann sagði að um „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða, hann hefði beðist afsökunar og að hann væri ekki stoltur af orðum sínum. Því næst sneri Trump orðum sínum að Íslamska ríkinu í smá stund áður en hann hélt áfram og sagði ummæli sína vera „eitthvað sem fólk segir“. Hann sagði Bill Clinton, eiginmanna Hillary og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa verið mun verri. Skömmu fyrir kappræðurnar hélt Trump balaðamannafund með þremur konum sem höfðu á árum áður sakað Bill Clinton um að brjóta gegn sér kynferðislega. Bill Clinton varð aldrei ákærður fyrir þessi meintu brot en samokumlag náðist vegna einnar lögsóknar. Trump bauð konunum á kappræðurnar og reyndi að láta þær setjast fremst og við hlið Bill Clinton. Kappræðunefndin kom þó í veg fyrir að af yrði. Clinton svaraði aldrei ásökunum Trump vegna eiginmanns síns beint, en hún talaði þó um upptökuna frá 2005 og sagði hana sýna hver Trump væri í raun og veru. „Ég hef verið ósammála fyrri frambjóðendum Repúblikana en ég hef aldrei dregið getu þeirra til að vera forseti í efa.“Endað á léttum nótum Kappræðurnar enduðu þó á léttari nótum þar sem frambjóðendurnir voru spurðir af áhorfendum hvort það væri eitthvað við hvort annað sem þau bæru virðingu fyrir. Clinton hrósaði Trump fyrir að hafa alið upp frábær börn. Trump sagði Clinton vera mikla baráttukonu, hún gæfist aldrei upp og það væri virðingavert.Kappræðurnar í heild sinni. CNN tekur saman það helsta. Trump hótar að fangelsa Clinton Móðganir og deilur Hver vann? CNN Samantekt AP fréttaveitunnar. Rætt um skatta Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira