Konur saka Trump um kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2016 07:40 Donald Trump. Vísir/Getty Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. Allt frá því að myndband birtist þar sem Trump heyrist segja mörg miður falleg orð um konur hefur fjöldi kvenna stigið fram og sakað hann um áreiti í gegnum árin. Það sem einna mesta hneykslan hefur valdið er myndbrot úr sjónvarpsþætti frá árinu 1992 þar sem Trump ræðir við tíu ára gamla stúlku í höfuðstöðvum sínum. Þegar stúlkan er farin, snýr hann sér að myndavélinni og segir að eftir önnur tíu ár muni hann fara með hana á stefnumót.Minnst ellefu konur hafa stigið fram opinberlega á síðasta sólarhring og sakað Donald Trump um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. Það byrjaði á því að sigurvegari í táningakeppni Ungfrú Bandaríkjanna sagði frá því að Trump hefði átt það til að ganga inn á stúlkurnar þegar þær voru að skipta um föt.Trump hafði reyndar montað sig af því að geta það í viðtali við Howard Stern. Á vef Quartz er farið yfir þær ásakanir sem hafa verið lagðar fram á síðasta sólarhring. Einnig er farið yfir fyrri ásakanir gegn Trump. Á síðasta sólarhring hefur Trump verið sakaður um að að káfa á konum og kyssa þær. Nokkrar konur sem tóku þátt í fegurðarsamkeppnum segja hann hafa stundað það að ganga inn á keppendur þegar þær voru að skipta um föt. Hann hafi jafnvel gengið reglulega inn á táninga sem voru 15 ára gamlar. Kona sem sat við hlið Trump í flugvél segir hann hafa káfað á brjóstum sínum og reynt að stinga hendinni undir pils hennar. Önnur kona segir hann hafa kysst sig á munninn við þeirra fyrstu kynni og hann hafi ekki viljað sleppa henni. Þá segir blaðamaður People frá því að Trump hafi ýtt sér upp að vegg og „troðið tungunni“ upp í sig. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. Allt frá því að myndband birtist þar sem Trump heyrist segja mörg miður falleg orð um konur hefur fjöldi kvenna stigið fram og sakað hann um áreiti í gegnum árin. Það sem einna mesta hneykslan hefur valdið er myndbrot úr sjónvarpsþætti frá árinu 1992 þar sem Trump ræðir við tíu ára gamla stúlku í höfuðstöðvum sínum. Þegar stúlkan er farin, snýr hann sér að myndavélinni og segir að eftir önnur tíu ár muni hann fara með hana á stefnumót.Minnst ellefu konur hafa stigið fram opinberlega á síðasta sólarhring og sakað Donald Trump um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. Það byrjaði á því að sigurvegari í táningakeppni Ungfrú Bandaríkjanna sagði frá því að Trump hefði átt það til að ganga inn á stúlkurnar þegar þær voru að skipta um föt.Trump hafði reyndar montað sig af því að geta það í viðtali við Howard Stern. Á vef Quartz er farið yfir þær ásakanir sem hafa verið lagðar fram á síðasta sólarhring. Einnig er farið yfir fyrri ásakanir gegn Trump. Á síðasta sólarhring hefur Trump verið sakaður um að að káfa á konum og kyssa þær. Nokkrar konur sem tóku þátt í fegurðarsamkeppnum segja hann hafa stundað það að ganga inn á keppendur þegar þær voru að skipta um föt. Hann hafi jafnvel gengið reglulega inn á táninga sem voru 15 ára gamlar. Kona sem sat við hlið Trump í flugvél segir hann hafa káfað á brjóstum sínum og reynt að stinga hendinni undir pils hennar. Önnur kona segir hann hafa kysst sig á munninn við þeirra fyrstu kynni og hann hafi ekki viljað sleppa henni. Þá segir blaðamaður People frá því að Trump hafi ýtt sér upp að vegg og „troðið tungunni“ upp í sig.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira